Rúrik: Kompany skólaði mig til í lyftingasalnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. júlí 2018 10:30 Íslenski landsliðsmaðurinn Rúrik Gíslason var gestur Sumarmessunnar í gærkvöldi og bauð að sjálfsögðu upp á eina góða bransa sögu í þættinum. Hjörvar Hafliðason spurði Rúrik þá um tíma hans hjá belgíska félaginu Anderlecht en Rúrik æfði þar með unglingaliði félagsins. Með Anderlecht var einnig Vincent Kompany, núverandi lykilmaður Englandsmeistara Manchester City og belgíska landsliðsins. „Hann var bara að skóla mig til í lyftingasalnum. Hann var tveimur árum eldri en ég og ég var varla komin með hár, hvergi,“ sagði Rúrik Gíslason og uppskar mikinn hlátur. „Hann var glerharður, segjandi mönnum að halda kjafti inn á vellinum. Það er svo mikill virðingastigi í fótbolta. Þú kemur svo sjaldan inn í lið sem ungur peyi og byrjar að rífa kjaft við eldri gæjana. Það eru sumir sem geta það og hann var bara langbestur í Anderlecht,“ sagði Rúrik. Vincent Kompany lék með aðalliði Anderlecht frá 2003 til 2006 en var svo seldur til þýska liðsins Hamburger SV í júní 2006. Manchester City keypti Kompany í ágúst 2008 og þar hefur hann því verið að verða í áratug. Kompany hefur spilað yfir 330 leiki í öllum keppnum með Manchester City og hefur verið fyrirliði liðsins síðan 2011. Kompany varð Englandsmeistari með Manchester City í þriðja sinn í vor en hann hefur einnig unnið enska deildabikarinn þrisvar og enska bikarinn einu sinni. Það má sjá alla sögu Rúriks Gíslasonar um kynni hans af Vincent Kompany í spilaranum hér fyrir ofan.Sumarmessan er á dagskrá á Stöð 2 Sport klukkan 21:00 að kvöldi hvers leikdags á HM í Rússlandi. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Í beinni: Chelsea - West Ham | Lundúnaslagur á lokadegi gluggans Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Sjá meira
Íslenski landsliðsmaðurinn Rúrik Gíslason var gestur Sumarmessunnar í gærkvöldi og bauð að sjálfsögðu upp á eina góða bransa sögu í þættinum. Hjörvar Hafliðason spurði Rúrik þá um tíma hans hjá belgíska félaginu Anderlecht en Rúrik æfði þar með unglingaliði félagsins. Með Anderlecht var einnig Vincent Kompany, núverandi lykilmaður Englandsmeistara Manchester City og belgíska landsliðsins. „Hann var bara að skóla mig til í lyftingasalnum. Hann var tveimur árum eldri en ég og ég var varla komin með hár, hvergi,“ sagði Rúrik Gíslason og uppskar mikinn hlátur. „Hann var glerharður, segjandi mönnum að halda kjafti inn á vellinum. Það er svo mikill virðingastigi í fótbolta. Þú kemur svo sjaldan inn í lið sem ungur peyi og byrjar að rífa kjaft við eldri gæjana. Það eru sumir sem geta það og hann var bara langbestur í Anderlecht,“ sagði Rúrik. Vincent Kompany lék með aðalliði Anderlecht frá 2003 til 2006 en var svo seldur til þýska liðsins Hamburger SV í júní 2006. Manchester City keypti Kompany í ágúst 2008 og þar hefur hann því verið að verða í áratug. Kompany hefur spilað yfir 330 leiki í öllum keppnum með Manchester City og hefur verið fyrirliði liðsins síðan 2011. Kompany varð Englandsmeistari með Manchester City í þriðja sinn í vor en hann hefur einnig unnið enska deildabikarinn þrisvar og enska bikarinn einu sinni. Það má sjá alla sögu Rúriks Gíslasonar um kynni hans af Vincent Kompany í spilaranum hér fyrir ofan.Sumarmessan er á dagskrá á Stöð 2 Sport klukkan 21:00 að kvöldi hvers leikdags á HM í Rússlandi.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Í beinni: Chelsea - West Ham | Lundúnaslagur á lokadegi gluggans Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Sjá meira