Loka Kvennagjá vegna slæmrar umgengni: Ferðamenn drekka, grilla, þvo föt og skó og hægja sér í gjánni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. júlí 2018 09:08 Grindverk hefur verið sett upp til að loka Kvennagjá. ólöf hallgrímsdóttir Landeigendur í Vogum í Mývatnssveit hafa brugðið á það ráð að loka Kvennagjá, vinsælum ferðamannastað í sveitinni, vegna slæmrar umgengni. Ólöf Hallgrímsdóttir, einn landeigenda, segir að verið sé að koma í veg fyrir að fólk fari í gjána og baði sig en þrátt fyrir skilti á fjórum tungumálum um að ekki sé leyfilegt að baða sig í gjánni þá geri fólk það samt. Fyrst var greint frá málinu í Morgunblaðinu í dag. Í samtali við Vísi segir Ólöf að um neyðarúrræði sé að ræða þar sem einhver hluti ferðamanna virði ekki það sem komi fram um umgengni við staðinn á upplýsingaskiltum. Grindverk hefur verið sett upp til að loka Kvennagjá en Ólöf tekur það fram að um afturkræfa og vonandi tímabundna aðgerð sé að ræða. Til að mynda hafi verið passað upp á að hvergi væri borað í grjót við uppsetningu grindverksins. Þá geti fólk eftir sem áður komið og skoðað svæðið og tekið myndir.Kvennagjá er hluti Grjótagjár sem er vinsæll ferðamannastaður í Mývatnssveit.ólöf hallgrímsdóttir„Það eru þarna upplýsingaskilti fyrir utan gjárnar en fólk fer samt og baðar sig þarna, þarna er pappír og það er verið að drekka bjór svo það eru glerflöskur í gjánni. Síðan höfum við lent í því nokkrum sinnum að verka upp mannaskít en fólk er líka að þvo fötin sín þarna og skóna, grilla og svo höfum við meira að segja komið að fólki sem ætlar að sofa í gjánni,“ segir Ólöf. Kvennagjá og Karlagjá eru hluti Grjótagjár en síðustu ár og áratugi hefur Kvennagjá verið vinsælli baðstaður en Karlagjá þar sem vatnið í þeirri síðarnefndu er mun heitara. Að sögn Ólafar koma nokkur hundruð manns að gjánum á dag yfir sumartímann og gefur því augaleið að umgangur um svæðið hefur verið mikill. Ólöf segir að samhliða lokuninni hafi landeigendur sett upp þurrkamar á svæðinu sem þeir vonast til að fólk noti frekar heldur en gjárnar og allt svæðið í kring til að losa hægðir. Það sé síðan unnið að því að gera nýtt deiliskipulag fyrir svæðið sem sé forsenda fyrir því að landeigendur geti byggt upp innviði og tekið á móti ferðamönnum af myndarskap. „Okkar draumur er að önnur gjáin geti orðið baðstaður en þá undir eftirliti og að við getum haft þarna starfsmann allan daginn sem leiðbeinir fólki, stýrir umferð og lítur eftir að allir geri eins og á að gera,“ segir Ólöf. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Brotið á stjórnsýslulögum við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Sjá meira
Landeigendur í Vogum í Mývatnssveit hafa brugðið á það ráð að loka Kvennagjá, vinsælum ferðamannastað í sveitinni, vegna slæmrar umgengni. Ólöf Hallgrímsdóttir, einn landeigenda, segir að verið sé að koma í veg fyrir að fólk fari í gjána og baði sig en þrátt fyrir skilti á fjórum tungumálum um að ekki sé leyfilegt að baða sig í gjánni þá geri fólk það samt. Fyrst var greint frá málinu í Morgunblaðinu í dag. Í samtali við Vísi segir Ólöf að um neyðarúrræði sé að ræða þar sem einhver hluti ferðamanna virði ekki það sem komi fram um umgengni við staðinn á upplýsingaskiltum. Grindverk hefur verið sett upp til að loka Kvennagjá en Ólöf tekur það fram að um afturkræfa og vonandi tímabundna aðgerð sé að ræða. Til að mynda hafi verið passað upp á að hvergi væri borað í grjót við uppsetningu grindverksins. Þá geti fólk eftir sem áður komið og skoðað svæðið og tekið myndir.Kvennagjá er hluti Grjótagjár sem er vinsæll ferðamannastaður í Mývatnssveit.ólöf hallgrímsdóttir„Það eru þarna upplýsingaskilti fyrir utan gjárnar en fólk fer samt og baðar sig þarna, þarna er pappír og það er verið að drekka bjór svo það eru glerflöskur í gjánni. Síðan höfum við lent í því nokkrum sinnum að verka upp mannaskít en fólk er líka að þvo fötin sín þarna og skóna, grilla og svo höfum við meira að segja komið að fólki sem ætlar að sofa í gjánni,“ segir Ólöf. Kvennagjá og Karlagjá eru hluti Grjótagjár en síðustu ár og áratugi hefur Kvennagjá verið vinsælli baðstaður en Karlagjá þar sem vatnið í þeirri síðarnefndu er mun heitara. Að sögn Ólafar koma nokkur hundruð manns að gjánum á dag yfir sumartímann og gefur því augaleið að umgangur um svæðið hefur verið mikill. Ólöf segir að samhliða lokuninni hafi landeigendur sett upp þurrkamar á svæðinu sem þeir vonast til að fólk noti frekar heldur en gjárnar og allt svæðið í kring til að losa hægðir. Það sé síðan unnið að því að gera nýtt deiliskipulag fyrir svæðið sem sé forsenda fyrir því að landeigendur geti byggt upp innviði og tekið á móti ferðamönnum af myndarskap. „Okkar draumur er að önnur gjáin geti orðið baðstaður en þá undir eftirliti og að við getum haft þarna starfsmann allan daginn sem leiðbeinir fólki, stýrir umferð og lítur eftir að allir geri eins og á að gera,“ segir Ólöf.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Brotið á stjórnsýslulögum við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Sjá meira