Þakkar þjálfaranum fyrir gott ástand drengjanna Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. júlí 2018 10:26 Drengjunum var komið beint á sjúkrahús eftir að þeim var bjargað úr hellinum. Vísir/Getty Læknir sem skoðað hefur drengina tólf og metið ástand þeirra eftir sautján daga dvöl í hellinum í Taílandi segir þá í góðu ástandi miðað við aðstæður. Hann þakkar þjálfara þeirra fyrir að hafa séð vel um drengina í prísundinni. CNN greinir frá. „Ég verð að hrósa þjálfaranum sem sá afar vel um drengina,“ sagði Tongchai Lertvirairatanapong, læknir á vegum heilbrigðisráðuneytis Taílands. Hann tók á móti drengjunum á spítalanum í Chiang Rai, þangað sem þeir voru fluttir eftir að þeim var bjargað úr hellinum. Þjálfarinn var síðastur út úr hellinum en hann er meðal annars sagður hafa gefið drengjunum sinn hlut af þeim matarbirgðum sem þeir tóku með í hellinn, kennt þeim að hugleiða og sýnt þeim hvernig best væri að spara sem mesta orku á meðan beðið var eftir björgun.Drekka vökva sem líkist mjólk Lertvirairatanapong segir að drengirnir hafi ekki borðað neinn mat í níu daga áður en þeir fundust og að þeir hafi drukkið gruggugt vatn úr hellinum, sem hélt þeim á lífi. Að meðaltali léttist hver og einn þeirra um tvö kíló á meðan dvölinni í hellinum stóð. Drengirnir hafa fengið brauð með súkkulaði en til þess að næra þá sem mest munu þeir fyrstu dagana helst fá næringarríkan og próteinríkan vökva sem líkist mjólk. Drengirnir virðast flestir vera við ágæta heilsu og segir læknirinn að sumir þeirra glími aðeins við smávægilegar sýkingar, kvef eða flensu auk þess sem að sálfræðingar hafi rætt við drengina. Hinir fjóru sem fyrst var bjargað hafa fengið að ræða við foreldra sína í gegnum gler og búist er við því að seinni hóparnir tveir fái að gera slíkt hið sama í dag eða á morgun. Meðal annars er verið að ganga úr skugga að drengirnir og þjálfarinn þjáist ekki af hellaveiki, líkt og Vísir fjallaði um í gær. Fastir í helli í Taílandi Taíland Tengdar fréttir Öllum drengjunum bjargað úr hellinum Öllum tólf drengjunum og fótboltaþjálfara þeirra, sem hírst hafa í helli í norðurhluta Taílands í 17 daga, hefur verið bjargað. 10. júlí 2018 12:00 Rétt náðu að bjarga síðasta drengnum áður en dælan bilaði Ekki mátti miklu muna að björgun tælensku drengjanna, sem hírst höfðu í helli í rúmar 2 vikur, hefði farið út um þúfur. 11. júlí 2018 06:27 Heimsbyggðin fagnar því að drengirnir hafi komist út Fregnir af því að fótboltadrengjunum tólf og þjálfara þeirra hafi öllum verið bjargað hafa farið eins og eldur um sinu um heimsbyggðina. Þjóðarleiðtogar og knattspyrnulið víða um heim hafa lýst yfir ánægju sinni með það að allir séu heilir á húfi. 10. júlí 2018 13:19 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira
Læknir sem skoðað hefur drengina tólf og metið ástand þeirra eftir sautján daga dvöl í hellinum í Taílandi segir þá í góðu ástandi miðað við aðstæður. Hann þakkar þjálfara þeirra fyrir að hafa séð vel um drengina í prísundinni. CNN greinir frá. „Ég verð að hrósa þjálfaranum sem sá afar vel um drengina,“ sagði Tongchai Lertvirairatanapong, læknir á vegum heilbrigðisráðuneytis Taílands. Hann tók á móti drengjunum á spítalanum í Chiang Rai, þangað sem þeir voru fluttir eftir að þeim var bjargað úr hellinum. Þjálfarinn var síðastur út úr hellinum en hann er meðal annars sagður hafa gefið drengjunum sinn hlut af þeim matarbirgðum sem þeir tóku með í hellinn, kennt þeim að hugleiða og sýnt þeim hvernig best væri að spara sem mesta orku á meðan beðið var eftir björgun.Drekka vökva sem líkist mjólk Lertvirairatanapong segir að drengirnir hafi ekki borðað neinn mat í níu daga áður en þeir fundust og að þeir hafi drukkið gruggugt vatn úr hellinum, sem hélt þeim á lífi. Að meðaltali léttist hver og einn þeirra um tvö kíló á meðan dvölinni í hellinum stóð. Drengirnir hafa fengið brauð með súkkulaði en til þess að næra þá sem mest munu þeir fyrstu dagana helst fá næringarríkan og próteinríkan vökva sem líkist mjólk. Drengirnir virðast flestir vera við ágæta heilsu og segir læknirinn að sumir þeirra glími aðeins við smávægilegar sýkingar, kvef eða flensu auk þess sem að sálfræðingar hafi rætt við drengina. Hinir fjóru sem fyrst var bjargað hafa fengið að ræða við foreldra sína í gegnum gler og búist er við því að seinni hóparnir tveir fái að gera slíkt hið sama í dag eða á morgun. Meðal annars er verið að ganga úr skugga að drengirnir og þjálfarinn þjáist ekki af hellaveiki, líkt og Vísir fjallaði um í gær.
Fastir í helli í Taílandi Taíland Tengdar fréttir Öllum drengjunum bjargað úr hellinum Öllum tólf drengjunum og fótboltaþjálfara þeirra, sem hírst hafa í helli í norðurhluta Taílands í 17 daga, hefur verið bjargað. 10. júlí 2018 12:00 Rétt náðu að bjarga síðasta drengnum áður en dælan bilaði Ekki mátti miklu muna að björgun tælensku drengjanna, sem hírst höfðu í helli í rúmar 2 vikur, hefði farið út um þúfur. 11. júlí 2018 06:27 Heimsbyggðin fagnar því að drengirnir hafi komist út Fregnir af því að fótboltadrengjunum tólf og þjálfara þeirra hafi öllum verið bjargað hafa farið eins og eldur um sinu um heimsbyggðina. Þjóðarleiðtogar og knattspyrnulið víða um heim hafa lýst yfir ánægju sinni með það að allir séu heilir á húfi. 10. júlí 2018 13:19 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira
Öllum drengjunum bjargað úr hellinum Öllum tólf drengjunum og fótboltaþjálfara þeirra, sem hírst hafa í helli í norðurhluta Taílands í 17 daga, hefur verið bjargað. 10. júlí 2018 12:00
Rétt náðu að bjarga síðasta drengnum áður en dælan bilaði Ekki mátti miklu muna að björgun tælensku drengjanna, sem hírst höfðu í helli í rúmar 2 vikur, hefði farið út um þúfur. 11. júlí 2018 06:27
Heimsbyggðin fagnar því að drengirnir hafi komist út Fregnir af því að fótboltadrengjunum tólf og þjálfara þeirra hafi öllum verið bjargað hafa farið eins og eldur um sinu um heimsbyggðina. Þjóðarleiðtogar og knattspyrnulið víða um heim hafa lýst yfir ánægju sinni með það að allir séu heilir á húfi. 10. júlí 2018 13:19