Þakkar þjálfaranum fyrir gott ástand drengjanna Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. júlí 2018 10:26 Drengjunum var komið beint á sjúkrahús eftir að þeim var bjargað úr hellinum. Vísir/Getty Læknir sem skoðað hefur drengina tólf og metið ástand þeirra eftir sautján daga dvöl í hellinum í Taílandi segir þá í góðu ástandi miðað við aðstæður. Hann þakkar þjálfara þeirra fyrir að hafa séð vel um drengina í prísundinni. CNN greinir frá. „Ég verð að hrósa þjálfaranum sem sá afar vel um drengina,“ sagði Tongchai Lertvirairatanapong, læknir á vegum heilbrigðisráðuneytis Taílands. Hann tók á móti drengjunum á spítalanum í Chiang Rai, þangað sem þeir voru fluttir eftir að þeim var bjargað úr hellinum. Þjálfarinn var síðastur út úr hellinum en hann er meðal annars sagður hafa gefið drengjunum sinn hlut af þeim matarbirgðum sem þeir tóku með í hellinn, kennt þeim að hugleiða og sýnt þeim hvernig best væri að spara sem mesta orku á meðan beðið var eftir björgun.Drekka vökva sem líkist mjólk Lertvirairatanapong segir að drengirnir hafi ekki borðað neinn mat í níu daga áður en þeir fundust og að þeir hafi drukkið gruggugt vatn úr hellinum, sem hélt þeim á lífi. Að meðaltali léttist hver og einn þeirra um tvö kíló á meðan dvölinni í hellinum stóð. Drengirnir hafa fengið brauð með súkkulaði en til þess að næra þá sem mest munu þeir fyrstu dagana helst fá næringarríkan og próteinríkan vökva sem líkist mjólk. Drengirnir virðast flestir vera við ágæta heilsu og segir læknirinn að sumir þeirra glími aðeins við smávægilegar sýkingar, kvef eða flensu auk þess sem að sálfræðingar hafi rætt við drengina. Hinir fjóru sem fyrst var bjargað hafa fengið að ræða við foreldra sína í gegnum gler og búist er við því að seinni hóparnir tveir fái að gera slíkt hið sama í dag eða á morgun. Meðal annars er verið að ganga úr skugga að drengirnir og þjálfarinn þjáist ekki af hellaveiki, líkt og Vísir fjallaði um í gær. Fastir í helli í Taílandi Taíland Tengdar fréttir Öllum drengjunum bjargað úr hellinum Öllum tólf drengjunum og fótboltaþjálfara þeirra, sem hírst hafa í helli í norðurhluta Taílands í 17 daga, hefur verið bjargað. 10. júlí 2018 12:00 Rétt náðu að bjarga síðasta drengnum áður en dælan bilaði Ekki mátti miklu muna að björgun tælensku drengjanna, sem hírst höfðu í helli í rúmar 2 vikur, hefði farið út um þúfur. 11. júlí 2018 06:27 Heimsbyggðin fagnar því að drengirnir hafi komist út Fregnir af því að fótboltadrengjunum tólf og þjálfara þeirra hafi öllum verið bjargað hafa farið eins og eldur um sinu um heimsbyggðina. Þjóðarleiðtogar og knattspyrnulið víða um heim hafa lýst yfir ánægju sinni með það að allir séu heilir á húfi. 10. júlí 2018 13:19 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Læknir sem skoðað hefur drengina tólf og metið ástand þeirra eftir sautján daga dvöl í hellinum í Taílandi segir þá í góðu ástandi miðað við aðstæður. Hann þakkar þjálfara þeirra fyrir að hafa séð vel um drengina í prísundinni. CNN greinir frá. „Ég verð að hrósa þjálfaranum sem sá afar vel um drengina,“ sagði Tongchai Lertvirairatanapong, læknir á vegum heilbrigðisráðuneytis Taílands. Hann tók á móti drengjunum á spítalanum í Chiang Rai, þangað sem þeir voru fluttir eftir að þeim var bjargað úr hellinum. Þjálfarinn var síðastur út úr hellinum en hann er meðal annars sagður hafa gefið drengjunum sinn hlut af þeim matarbirgðum sem þeir tóku með í hellinn, kennt þeim að hugleiða og sýnt þeim hvernig best væri að spara sem mesta orku á meðan beðið var eftir björgun.Drekka vökva sem líkist mjólk Lertvirairatanapong segir að drengirnir hafi ekki borðað neinn mat í níu daga áður en þeir fundust og að þeir hafi drukkið gruggugt vatn úr hellinum, sem hélt þeim á lífi. Að meðaltali léttist hver og einn þeirra um tvö kíló á meðan dvölinni í hellinum stóð. Drengirnir hafa fengið brauð með súkkulaði en til þess að næra þá sem mest munu þeir fyrstu dagana helst fá næringarríkan og próteinríkan vökva sem líkist mjólk. Drengirnir virðast flestir vera við ágæta heilsu og segir læknirinn að sumir þeirra glími aðeins við smávægilegar sýkingar, kvef eða flensu auk þess sem að sálfræðingar hafi rætt við drengina. Hinir fjóru sem fyrst var bjargað hafa fengið að ræða við foreldra sína í gegnum gler og búist er við því að seinni hóparnir tveir fái að gera slíkt hið sama í dag eða á morgun. Meðal annars er verið að ganga úr skugga að drengirnir og þjálfarinn þjáist ekki af hellaveiki, líkt og Vísir fjallaði um í gær.
Fastir í helli í Taílandi Taíland Tengdar fréttir Öllum drengjunum bjargað úr hellinum Öllum tólf drengjunum og fótboltaþjálfara þeirra, sem hírst hafa í helli í norðurhluta Taílands í 17 daga, hefur verið bjargað. 10. júlí 2018 12:00 Rétt náðu að bjarga síðasta drengnum áður en dælan bilaði Ekki mátti miklu muna að björgun tælensku drengjanna, sem hírst höfðu í helli í rúmar 2 vikur, hefði farið út um þúfur. 11. júlí 2018 06:27 Heimsbyggðin fagnar því að drengirnir hafi komist út Fregnir af því að fótboltadrengjunum tólf og þjálfara þeirra hafi öllum verið bjargað hafa farið eins og eldur um sinu um heimsbyggðina. Þjóðarleiðtogar og knattspyrnulið víða um heim hafa lýst yfir ánægju sinni með það að allir séu heilir á húfi. 10. júlí 2018 13:19 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Öllum drengjunum bjargað úr hellinum Öllum tólf drengjunum og fótboltaþjálfara þeirra, sem hírst hafa í helli í norðurhluta Taílands í 17 daga, hefur verið bjargað. 10. júlí 2018 12:00
Rétt náðu að bjarga síðasta drengnum áður en dælan bilaði Ekki mátti miklu muna að björgun tælensku drengjanna, sem hírst höfðu í helli í rúmar 2 vikur, hefði farið út um þúfur. 11. júlí 2018 06:27
Heimsbyggðin fagnar því að drengirnir hafi komist út Fregnir af því að fótboltadrengjunum tólf og þjálfara þeirra hafi öllum verið bjargað hafa farið eins og eldur um sinu um heimsbyggðina. Þjóðarleiðtogar og knattspyrnulið víða um heim hafa lýst yfir ánægju sinni með það að allir séu heilir á húfi. 10. júlí 2018 13:19