Þakkar þjálfaranum fyrir gott ástand drengjanna Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. júlí 2018 10:26 Drengjunum var komið beint á sjúkrahús eftir að þeim var bjargað úr hellinum. Vísir/Getty Læknir sem skoðað hefur drengina tólf og metið ástand þeirra eftir sautján daga dvöl í hellinum í Taílandi segir þá í góðu ástandi miðað við aðstæður. Hann þakkar þjálfara þeirra fyrir að hafa séð vel um drengina í prísundinni. CNN greinir frá. „Ég verð að hrósa þjálfaranum sem sá afar vel um drengina,“ sagði Tongchai Lertvirairatanapong, læknir á vegum heilbrigðisráðuneytis Taílands. Hann tók á móti drengjunum á spítalanum í Chiang Rai, þangað sem þeir voru fluttir eftir að þeim var bjargað úr hellinum. Þjálfarinn var síðastur út úr hellinum en hann er meðal annars sagður hafa gefið drengjunum sinn hlut af þeim matarbirgðum sem þeir tóku með í hellinn, kennt þeim að hugleiða og sýnt þeim hvernig best væri að spara sem mesta orku á meðan beðið var eftir björgun.Drekka vökva sem líkist mjólk Lertvirairatanapong segir að drengirnir hafi ekki borðað neinn mat í níu daga áður en þeir fundust og að þeir hafi drukkið gruggugt vatn úr hellinum, sem hélt þeim á lífi. Að meðaltali léttist hver og einn þeirra um tvö kíló á meðan dvölinni í hellinum stóð. Drengirnir hafa fengið brauð með súkkulaði en til þess að næra þá sem mest munu þeir fyrstu dagana helst fá næringarríkan og próteinríkan vökva sem líkist mjólk. Drengirnir virðast flestir vera við ágæta heilsu og segir læknirinn að sumir þeirra glími aðeins við smávægilegar sýkingar, kvef eða flensu auk þess sem að sálfræðingar hafi rætt við drengina. Hinir fjóru sem fyrst var bjargað hafa fengið að ræða við foreldra sína í gegnum gler og búist er við því að seinni hóparnir tveir fái að gera slíkt hið sama í dag eða á morgun. Meðal annars er verið að ganga úr skugga að drengirnir og þjálfarinn þjáist ekki af hellaveiki, líkt og Vísir fjallaði um í gær. Fastir í helli í Taílandi Taíland Tengdar fréttir Öllum drengjunum bjargað úr hellinum Öllum tólf drengjunum og fótboltaþjálfara þeirra, sem hírst hafa í helli í norðurhluta Taílands í 17 daga, hefur verið bjargað. 10. júlí 2018 12:00 Rétt náðu að bjarga síðasta drengnum áður en dælan bilaði Ekki mátti miklu muna að björgun tælensku drengjanna, sem hírst höfðu í helli í rúmar 2 vikur, hefði farið út um þúfur. 11. júlí 2018 06:27 Heimsbyggðin fagnar því að drengirnir hafi komist út Fregnir af því að fótboltadrengjunum tólf og þjálfara þeirra hafi öllum verið bjargað hafa farið eins og eldur um sinu um heimsbyggðina. Þjóðarleiðtogar og knattspyrnulið víða um heim hafa lýst yfir ánægju sinni með það að allir séu heilir á húfi. 10. júlí 2018 13:19 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Læknir sem skoðað hefur drengina tólf og metið ástand þeirra eftir sautján daga dvöl í hellinum í Taílandi segir þá í góðu ástandi miðað við aðstæður. Hann þakkar þjálfara þeirra fyrir að hafa séð vel um drengina í prísundinni. CNN greinir frá. „Ég verð að hrósa þjálfaranum sem sá afar vel um drengina,“ sagði Tongchai Lertvirairatanapong, læknir á vegum heilbrigðisráðuneytis Taílands. Hann tók á móti drengjunum á spítalanum í Chiang Rai, þangað sem þeir voru fluttir eftir að þeim var bjargað úr hellinum. Þjálfarinn var síðastur út úr hellinum en hann er meðal annars sagður hafa gefið drengjunum sinn hlut af þeim matarbirgðum sem þeir tóku með í hellinn, kennt þeim að hugleiða og sýnt þeim hvernig best væri að spara sem mesta orku á meðan beðið var eftir björgun.Drekka vökva sem líkist mjólk Lertvirairatanapong segir að drengirnir hafi ekki borðað neinn mat í níu daga áður en þeir fundust og að þeir hafi drukkið gruggugt vatn úr hellinum, sem hélt þeim á lífi. Að meðaltali léttist hver og einn þeirra um tvö kíló á meðan dvölinni í hellinum stóð. Drengirnir hafa fengið brauð með súkkulaði en til þess að næra þá sem mest munu þeir fyrstu dagana helst fá næringarríkan og próteinríkan vökva sem líkist mjólk. Drengirnir virðast flestir vera við ágæta heilsu og segir læknirinn að sumir þeirra glími aðeins við smávægilegar sýkingar, kvef eða flensu auk þess sem að sálfræðingar hafi rætt við drengina. Hinir fjóru sem fyrst var bjargað hafa fengið að ræða við foreldra sína í gegnum gler og búist er við því að seinni hóparnir tveir fái að gera slíkt hið sama í dag eða á morgun. Meðal annars er verið að ganga úr skugga að drengirnir og þjálfarinn þjáist ekki af hellaveiki, líkt og Vísir fjallaði um í gær.
Fastir í helli í Taílandi Taíland Tengdar fréttir Öllum drengjunum bjargað úr hellinum Öllum tólf drengjunum og fótboltaþjálfara þeirra, sem hírst hafa í helli í norðurhluta Taílands í 17 daga, hefur verið bjargað. 10. júlí 2018 12:00 Rétt náðu að bjarga síðasta drengnum áður en dælan bilaði Ekki mátti miklu muna að björgun tælensku drengjanna, sem hírst höfðu í helli í rúmar 2 vikur, hefði farið út um þúfur. 11. júlí 2018 06:27 Heimsbyggðin fagnar því að drengirnir hafi komist út Fregnir af því að fótboltadrengjunum tólf og þjálfara þeirra hafi öllum verið bjargað hafa farið eins og eldur um sinu um heimsbyggðina. Þjóðarleiðtogar og knattspyrnulið víða um heim hafa lýst yfir ánægju sinni með það að allir séu heilir á húfi. 10. júlí 2018 13:19 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Öllum drengjunum bjargað úr hellinum Öllum tólf drengjunum og fótboltaþjálfara þeirra, sem hírst hafa í helli í norðurhluta Taílands í 17 daga, hefur verið bjargað. 10. júlí 2018 12:00
Rétt náðu að bjarga síðasta drengnum áður en dælan bilaði Ekki mátti miklu muna að björgun tælensku drengjanna, sem hírst höfðu í helli í rúmar 2 vikur, hefði farið út um þúfur. 11. júlí 2018 06:27
Heimsbyggðin fagnar því að drengirnir hafi komist út Fregnir af því að fótboltadrengjunum tólf og þjálfara þeirra hafi öllum verið bjargað hafa farið eins og eldur um sinu um heimsbyggðina. Þjóðarleiðtogar og knattspyrnulið víða um heim hafa lýst yfir ánægju sinni með það að allir séu heilir á húfi. 10. júlí 2018 13:19