Kveðja breska flughersins til enska liðsins reyndist vera tölvuteiknuð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. júlí 2018 14:30 Breski flugherinn. Mynd/Twitter Enska fótboltalandsliðið fær í kvöld kjörið tækifæri til að komast í úrslitaleik HM í fótbolta þegar liðið mætir Króatíu í undanúrslitaleik HM í Rússlandi. Liðið sem vinnur leikinn mætir Frökkum í úrslitaleiknum í Moskvu á sunnudaginn en tapliðið spilar um þriðja sætið á laugardaginn. Enska liðið hefur komið flestum á óvart með frábærri frammistöðu en liðið er ungt og þar hefur myndast skemmtileg liðsheild. Mikið hefur verið rætt um stuðningsmannalag enska landsliðsins frá HM 2006 sem heitir Three Lions (Football's Coming Home) og var flutt af The Lightning Seeds, David Baddiel og Annie Skinner. „It's Coming Home“ er fyrir löngu komið út um allt en þar er átt við að heimsmeistaratitilinn er að koma aftur heim til þjóðarinnar þar sem fótboltinn varð til á sínum tíma. Enska þjóðin er að upplifa óvenjulega skemmtilega tíma tengda fótboltalandsliðinu sínu eftir erfið og mögur ár þar sem liðið var meðal annars niðurlægt af íslenska landsliðinu á EM 2016. Það má sjá þessi einkennisorð knattspyrnuævintýri enska landsliðsins nú út um allt en breski flugherinn gekk enn lengra og sendi landsliðinu ótrúlega kveðju eða svo héldu menn. Seinna hefur komið í ljós að kveðjan ótrúlega var tölvuteiknuð. Kveðjuna má sjá hér fyrir neðan.Fréttin var uppfærð eftir að í ljós kom að kveðjan sem vakið hafði mikla athygli netverja reyndist tölvugerð.#WorldCup#ENG The Royal Airforce, ladies and gentlemen. pic.twitter.com/kTEvINibc7 — Sporting News (@sportingnews) July 11, 2018 HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Sjá meira
Enska fótboltalandsliðið fær í kvöld kjörið tækifæri til að komast í úrslitaleik HM í fótbolta þegar liðið mætir Króatíu í undanúrslitaleik HM í Rússlandi. Liðið sem vinnur leikinn mætir Frökkum í úrslitaleiknum í Moskvu á sunnudaginn en tapliðið spilar um þriðja sætið á laugardaginn. Enska liðið hefur komið flestum á óvart með frábærri frammistöðu en liðið er ungt og þar hefur myndast skemmtileg liðsheild. Mikið hefur verið rætt um stuðningsmannalag enska landsliðsins frá HM 2006 sem heitir Three Lions (Football's Coming Home) og var flutt af The Lightning Seeds, David Baddiel og Annie Skinner. „It's Coming Home“ er fyrir löngu komið út um allt en þar er átt við að heimsmeistaratitilinn er að koma aftur heim til þjóðarinnar þar sem fótboltinn varð til á sínum tíma. Enska þjóðin er að upplifa óvenjulega skemmtilega tíma tengda fótboltalandsliðinu sínu eftir erfið og mögur ár þar sem liðið var meðal annars niðurlægt af íslenska landsliðinu á EM 2016. Það má sjá þessi einkennisorð knattspyrnuævintýri enska landsliðsins nú út um allt en breski flugherinn gekk enn lengra og sendi landsliðinu ótrúlega kveðju eða svo héldu menn. Seinna hefur komið í ljós að kveðjan ótrúlega var tölvuteiknuð. Kveðjuna má sjá hér fyrir neðan.Fréttin var uppfærð eftir að í ljós kom að kveðjan sem vakið hafði mikla athygli netverja reyndist tölvugerð.#WorldCup#ENG The Royal Airforce, ladies and gentlemen. pic.twitter.com/kTEvINibc7 — Sporting News (@sportingnews) July 11, 2018
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Sjá meira