Hetjusaga Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 12. júlí 2018 10:00 Ólík mál rata í heimsfréttir og krefjast ítarlegra fréttaskýringa og má þar nefna pólitískt uppnám í Bretlandi vegna Brexit, leiðangurs sem þjóðin hefði betur aldrei lagt upp í, eins og henni ætti nú sjálfri að vera orðið ljóst. Gjörðir Donalds Trump Bandaríkjaforseta eru þess eðlis að þær krefjast andsvara svo að segja á degi hverjum þótt ýmsir séu farnir að fórna höndum í fullkominni uppgjöf gagnvart hinum langdregna farsa í Hvíta húsinu. Skiljanlega kjósa samt ekki nær allir að setja sig inn í ólánið í breskum og bandarískum stjórnmálum og leita gleðinnar í fótboltanum á HM en fyllast margir depurð þegar liðið þeirra dettur úr keppni, en sýna þann dug að hrista hana af sér fyrir úrslitaleikinn. Samt eru það hvorki pólitísku fréttirnar né íþróttafréttirnar sem mestu máli hafa skipt undanfarið. Þær blikna einfaldlega í samanburði við fréttir af tólf drengjum og þjálfara þeirra sem í rúmar tvær vikur höfðust við í dimmum og köldum helli í Taílandi. Umheimurinn fylgdist með hættulegum björgunaraðgerðum þar sem einn kafari lét lífið. Hann kom súrefniskútum til drengjanna en hugði ekki að eigin öryggi og fórnaði lífi sínu við hjálparstörf. Þau örlög hefðu auðveldlega getað beðið fleiri björgunarmanna. Svo fór þó ekki og bjarga tókst drengjunum og þjálfaranum. Því fagnar heimsbyggðin innilega. Sagan af drengjunum í hellinum, þjálfara þeirra og björgunarmönnum er hetjusaga. Þar eru engir skúrkar, nema ef vera skyldi hin grimmu og eyðandi náttúruöfl. Alltof sjaldan sjáum við manneskjur sameinast í fórnfúsu starfi. Iðulega eru þær uppteknar við að berja hver á annarri og eyða gríðarlegri orku í þref og nöldur. Stundum er engu líkara en þær lifi í hrokafullri vissu um að þær séu ódauðlegar og telji því enga ástæðu til að nýta tímann betur en þær gera. En svo eru dæmi um hið gagnstæða, eins og við höfum séð síðustu daga og vikur. Í Taílandi voru fórnfúsir einstaklingar tilbúnir að leggja allt á sig til að bjarga öðrum. Björgunarmenn, sem voru í kapphlaupi við dauðann, neituðu að gefast upp. Það var heldur enga uppgjöf að finna hjá drengjunum í hellinum og þjálfara þeirra. „Hvaðan ertu?“ spurðu máttfarnir drengirnir kafarann sem fann þá og þegar hann sagðist vera frá Englandi sögðu þeir hrifningarfullir: Vá! Upphrópun sem vakti hrifningu á Bretlandseyjum. Í bréfum frá drengjunum sem komið var til foreldra þeirra sýndi sig að þeir kunna að forgangsraða á réttan hátt því þeir báðu um að fá að losna undan heimavinnu í skólanum. Svona strákar kunna sannarlega að bjarga sér í ömurlegum aðstæðum. Þess vegna kemur ekki á óvart að heyra að þeir séu brosandi á sjúkrahúsi en um leið nokkuð svangir. Vonandi mun þeim vel farnast í lífinu, það ætti að styrkja þá að góðar óskir heimsbyggðarinnar fylgja þeim. Hetjur eru blessunarlega til, eins og við höfum orðið vitni að. Við hin göngum ekki auðveldlega í fótspor þeirra en getum þó endalaust dáðst að hugrekkinu sem var sýnt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Brexit Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Sjá meira
Ólík mál rata í heimsfréttir og krefjast ítarlegra fréttaskýringa og má þar nefna pólitískt uppnám í Bretlandi vegna Brexit, leiðangurs sem þjóðin hefði betur aldrei lagt upp í, eins og henni ætti nú sjálfri að vera orðið ljóst. Gjörðir Donalds Trump Bandaríkjaforseta eru þess eðlis að þær krefjast andsvara svo að segja á degi hverjum þótt ýmsir séu farnir að fórna höndum í fullkominni uppgjöf gagnvart hinum langdregna farsa í Hvíta húsinu. Skiljanlega kjósa samt ekki nær allir að setja sig inn í ólánið í breskum og bandarískum stjórnmálum og leita gleðinnar í fótboltanum á HM en fyllast margir depurð þegar liðið þeirra dettur úr keppni, en sýna þann dug að hrista hana af sér fyrir úrslitaleikinn. Samt eru það hvorki pólitísku fréttirnar né íþróttafréttirnar sem mestu máli hafa skipt undanfarið. Þær blikna einfaldlega í samanburði við fréttir af tólf drengjum og þjálfara þeirra sem í rúmar tvær vikur höfðust við í dimmum og köldum helli í Taílandi. Umheimurinn fylgdist með hættulegum björgunaraðgerðum þar sem einn kafari lét lífið. Hann kom súrefniskútum til drengjanna en hugði ekki að eigin öryggi og fórnaði lífi sínu við hjálparstörf. Þau örlög hefðu auðveldlega getað beðið fleiri björgunarmanna. Svo fór þó ekki og bjarga tókst drengjunum og þjálfaranum. Því fagnar heimsbyggðin innilega. Sagan af drengjunum í hellinum, þjálfara þeirra og björgunarmönnum er hetjusaga. Þar eru engir skúrkar, nema ef vera skyldi hin grimmu og eyðandi náttúruöfl. Alltof sjaldan sjáum við manneskjur sameinast í fórnfúsu starfi. Iðulega eru þær uppteknar við að berja hver á annarri og eyða gríðarlegri orku í þref og nöldur. Stundum er engu líkara en þær lifi í hrokafullri vissu um að þær séu ódauðlegar og telji því enga ástæðu til að nýta tímann betur en þær gera. En svo eru dæmi um hið gagnstæða, eins og við höfum séð síðustu daga og vikur. Í Taílandi voru fórnfúsir einstaklingar tilbúnir að leggja allt á sig til að bjarga öðrum. Björgunarmenn, sem voru í kapphlaupi við dauðann, neituðu að gefast upp. Það var heldur enga uppgjöf að finna hjá drengjunum í hellinum og þjálfara þeirra. „Hvaðan ertu?“ spurðu máttfarnir drengirnir kafarann sem fann þá og þegar hann sagðist vera frá Englandi sögðu þeir hrifningarfullir: Vá! Upphrópun sem vakti hrifningu á Bretlandseyjum. Í bréfum frá drengjunum sem komið var til foreldra þeirra sýndi sig að þeir kunna að forgangsraða á réttan hátt því þeir báðu um að fá að losna undan heimavinnu í skólanum. Svona strákar kunna sannarlega að bjarga sér í ömurlegum aðstæðum. Þess vegna kemur ekki á óvart að heyra að þeir séu brosandi á sjúkrahúsi en um leið nokkuð svangir. Vonandi mun þeim vel farnast í lífinu, það ætti að styrkja þá að góðar óskir heimsbyggðarinnar fylgja þeim. Hetjur eru blessunarlega til, eins og við höfum orðið vitni að. Við hin göngum ekki auðveldlega í fótspor þeirra en getum þó endalaust dáðst að hugrekkinu sem var sýnt.
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun