Kramdi ljósmyndarinn fangaði króatísku klessuna Stefán Ó. Jónsson skrifar 12. júlí 2018 06:33 Yuri Cortez lét ekki tíu fullvaxta fótboltamenn stoppa sig. Vísir/getty Þegar framherji Króatíu, Mario Mandžukić, skoraði í framlengingu gegn Englendingum í undanúrslitum HM í gærkvöldi ætlaði skiljanlega allt um koll að keyra í herbúðum þeirra köflóttu. Þeir vissu sem var að með marki Mandžukić, sem laumað hafði boltanum framhjá enska markmanninum Jordan Pickford eftir skalla frá hinum stórhættulega Ivan Perišić, voru þeir komnir með annan fótinn inn í úrslitaleikinn - en þangað hafði króatíska landsliðið aldrei komist áður. Þeir gáfu því tilfinningunum lausan tauminn í fagnaðarlátunum og hrúguðust ofan á framherjann við endalínuna. Það fór ekki betur en svo að ljósmyndari AFP-fréttastofunnar, Yuri Cortez, kramdist undir hersingunni.Sjá einnig: Mandzukic: Þetta er kraftaverkCortez, fagmaðurinn sem hann er, lét hrúguna þó ekki trufla sig og hélt áfram að smella myndum af kampakátum Króötum. Myndirnar hans má sjá hér að neðan. Eftir að fagnaðarlátunum linnti voru króatísku landsliðsmennirnir þó fljótir að biðja Cortez afsökunar og hjálpuðu honum aftur á fætur - rétt eins og þeir höfðu hjálpað honum að ná frábærum myndum. Króatar mæta svo Frökkum í úrslitaleik heimsmeistaramótsins, sem fram fer í Moskvu á sunnudag.Hetjan Mario Mandžukić brosti sínu breiðast í þvögunni.Vísir/GettyMario Mandžukić rétti hinum kramda Cortez svo hjálparhönd. Króatískt gæðablóð.Vísir/getty HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Mandzukic hetja Króata sem spila til úrslita í fyrsta skipti Króatar mæta Frökkum í úrslitaleik HM í Rússlandi á sunnudag eftir sigur á Englendingum í framlengdum leik í undanúrslitunum í kvöld. Mario Mandzukic tryggði Króötum sigurinn í seinni hálfleik framlengingar. 11. júlí 2018 20:30 Kane: Mjög sárt en þeir spiluðu betur Englendingar spila um bronsverðlaun á HM í Rússlandi eftir tap gegn Króötum í framlengdum undanúrslitaleik í Moskvu í kvöld. Fyrirliðinn Harry Kane sagði vonbrigðin mikil. 11. júlí 2018 21:15 Mandzukic: Þetta er kraftaverk Mario Mandzukic skoraði sigurmarkið gegn Englendingum í undanúrslitum HM í kvöld og kom Króötum í úrslitaleik HM í fyrsta skipti í sögunni. Hann sagði leikmennina ekki enn átta sig á því hvað þeir hefðu afrekað. 11. júlí 2018 22:15 Southgate: Vorum mjög góðir í fyrri hálfleik en týndumst eftir jöfnunarmarkið England tapaði undanúrslitaleiknum við Króata á HM og mun spila um bronsið á laugardag. Landsliðsþjálfarinn Gareth Southgate sagðist geta séð jákvæðu punktana seinna, það væri erfitt í kvöld. 11. júlí 2018 21:30 Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Sjá meira
Þegar framherji Króatíu, Mario Mandžukić, skoraði í framlengingu gegn Englendingum í undanúrslitum HM í gærkvöldi ætlaði skiljanlega allt um koll að keyra í herbúðum þeirra köflóttu. Þeir vissu sem var að með marki Mandžukić, sem laumað hafði boltanum framhjá enska markmanninum Jordan Pickford eftir skalla frá hinum stórhættulega Ivan Perišić, voru þeir komnir með annan fótinn inn í úrslitaleikinn - en þangað hafði króatíska landsliðið aldrei komist áður. Þeir gáfu því tilfinningunum lausan tauminn í fagnaðarlátunum og hrúguðust ofan á framherjann við endalínuna. Það fór ekki betur en svo að ljósmyndari AFP-fréttastofunnar, Yuri Cortez, kramdist undir hersingunni.Sjá einnig: Mandzukic: Þetta er kraftaverkCortez, fagmaðurinn sem hann er, lét hrúguna þó ekki trufla sig og hélt áfram að smella myndum af kampakátum Króötum. Myndirnar hans má sjá hér að neðan. Eftir að fagnaðarlátunum linnti voru króatísku landsliðsmennirnir þó fljótir að biðja Cortez afsökunar og hjálpuðu honum aftur á fætur - rétt eins og þeir höfðu hjálpað honum að ná frábærum myndum. Króatar mæta svo Frökkum í úrslitaleik heimsmeistaramótsins, sem fram fer í Moskvu á sunnudag.Hetjan Mario Mandžukić brosti sínu breiðast í þvögunni.Vísir/GettyMario Mandžukić rétti hinum kramda Cortez svo hjálparhönd. Króatískt gæðablóð.Vísir/getty
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Mandzukic hetja Króata sem spila til úrslita í fyrsta skipti Króatar mæta Frökkum í úrslitaleik HM í Rússlandi á sunnudag eftir sigur á Englendingum í framlengdum leik í undanúrslitunum í kvöld. Mario Mandzukic tryggði Króötum sigurinn í seinni hálfleik framlengingar. 11. júlí 2018 20:30 Kane: Mjög sárt en þeir spiluðu betur Englendingar spila um bronsverðlaun á HM í Rússlandi eftir tap gegn Króötum í framlengdum undanúrslitaleik í Moskvu í kvöld. Fyrirliðinn Harry Kane sagði vonbrigðin mikil. 11. júlí 2018 21:15 Mandzukic: Þetta er kraftaverk Mario Mandzukic skoraði sigurmarkið gegn Englendingum í undanúrslitum HM í kvöld og kom Króötum í úrslitaleik HM í fyrsta skipti í sögunni. Hann sagði leikmennina ekki enn átta sig á því hvað þeir hefðu afrekað. 11. júlí 2018 22:15 Southgate: Vorum mjög góðir í fyrri hálfleik en týndumst eftir jöfnunarmarkið England tapaði undanúrslitaleiknum við Króata á HM og mun spila um bronsið á laugardag. Landsliðsþjálfarinn Gareth Southgate sagðist geta séð jákvæðu punktana seinna, það væri erfitt í kvöld. 11. júlí 2018 21:30 Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Sjá meira
Mandzukic hetja Króata sem spila til úrslita í fyrsta skipti Króatar mæta Frökkum í úrslitaleik HM í Rússlandi á sunnudag eftir sigur á Englendingum í framlengdum leik í undanúrslitunum í kvöld. Mario Mandzukic tryggði Króötum sigurinn í seinni hálfleik framlengingar. 11. júlí 2018 20:30
Kane: Mjög sárt en þeir spiluðu betur Englendingar spila um bronsverðlaun á HM í Rússlandi eftir tap gegn Króötum í framlengdum undanúrslitaleik í Moskvu í kvöld. Fyrirliðinn Harry Kane sagði vonbrigðin mikil. 11. júlí 2018 21:15
Mandzukic: Þetta er kraftaverk Mario Mandzukic skoraði sigurmarkið gegn Englendingum í undanúrslitum HM í kvöld og kom Króötum í úrslitaleik HM í fyrsta skipti í sögunni. Hann sagði leikmennina ekki enn átta sig á því hvað þeir hefðu afrekað. 11. júlí 2018 22:15
Southgate: Vorum mjög góðir í fyrri hálfleik en týndumst eftir jöfnunarmarkið England tapaði undanúrslitaleiknum við Króata á HM og mun spila um bronsið á laugardag. Landsliðsþjálfarinn Gareth Southgate sagðist geta séð jákvæðu punktana seinna, það væri erfitt í kvöld. 11. júlí 2018 21:30