Ísland ástæðan fyrir því að Króatía gæti náð einstökum árangri í HM-sögunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. júlí 2018 12:30 Gylfi Þór Sigurðsson lætur Dejan Lovren finna fyrir sér í leik liðanna á Laugardalsvelli fyrir rúmu ári. Vísir/Ernir Króatar, góðkunningjar íslenska fótboltalandsliðsins, eru komnir alla leið í úrslitaleikinn á HM í Rússlandi eftir sigur á enska landsliðinu í gær. Ísland var tvisvar á vegi Króata á leið þeirra í þennan úrslitaleik, fyrst í undankeppninni og svo aftur í riðlakeppninni á mótinu sjálfu. Það er einmitt árangur íslenska liðsins á móti Króatíu í undankeppninni sem gæti hjálpað Króötum að ná einstökum árangri í HM-sögunni. Króatar eru nefnilega aðeins annað liðið í sögu HM sem kemst alla leið í úrslitaleikinn án þess að hafa verið fyrst í sínum riðli í undankeppninni.#OJOALDATO#Rusia2018 - Croacia #CRO es la PRIMERA SELECCIÓN en TODA la historia de la Copa del Mundo que alcanza la final tras haber disputado una eliminatoria de repesca en la fase de clasificación (fue segunda de su grupo tras Islandia y tuvo que eliminar a Grecia). — MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) July 11, 2018 Íslenska landsliðið vann riðilinn sinn þökk sé góðum endaspretti og 1-0 sigri á Króötum á Laugardalsvellinum sumarið 2017. Króatar þurftu því að fara í umspilið þar sem þeir tryggðu sér farseðilinn til Rússlands með sigri á Grikkjum. Aðeins eitt annað lið hefur komist alla leið í úrslitaleikinn án þess að hafa unnið sinn riðil í undankeppninni. Þjóðverjar gerðu slík í HM-keppninni 2002 sem fór fram í Japan og Suður-Kóreu. Þýska liðið tapaði hinsvegar 2-0 í úrslitaleiknum á móti Ronaldo og félögum í brasilíska landsliðinu. Þýska landsliðið varð í 2. sæti í sínum riðli í undankeppni HM 2002 en þann riðil unnu Englendingar. Þjóðverjar slógu Úkraínu út í umspilinu. Króatar geta því, þökk sé íslenska landsliðinu, skrifað nýjan kafla í HM-sögunni vinni þeir heimsmeistaratitilinn á sunnudaginn. Ekkert lið hefur unnið heimsmeistaratitilinn án þess að hafa unnið sinn riðil í undankeppninni. Króatísku leikmennirnir eru þegar búnir að ná sögulegum árangri í króatískri knattspyrnu með því að komast í sinn fyrsta úrslitaleik á stórmóti. Hvort þeir fari alla leið á móti gríðarlega sterku frönsku liði kemur síðan í ljós í Moskvu eftir þrjá daga. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Fleiri fréttir Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Sjá meira
Króatar, góðkunningjar íslenska fótboltalandsliðsins, eru komnir alla leið í úrslitaleikinn á HM í Rússlandi eftir sigur á enska landsliðinu í gær. Ísland var tvisvar á vegi Króata á leið þeirra í þennan úrslitaleik, fyrst í undankeppninni og svo aftur í riðlakeppninni á mótinu sjálfu. Það er einmitt árangur íslenska liðsins á móti Króatíu í undankeppninni sem gæti hjálpað Króötum að ná einstökum árangri í HM-sögunni. Króatar eru nefnilega aðeins annað liðið í sögu HM sem kemst alla leið í úrslitaleikinn án þess að hafa verið fyrst í sínum riðli í undankeppninni.#OJOALDATO#Rusia2018 - Croacia #CRO es la PRIMERA SELECCIÓN en TODA la historia de la Copa del Mundo que alcanza la final tras haber disputado una eliminatoria de repesca en la fase de clasificación (fue segunda de su grupo tras Islandia y tuvo que eliminar a Grecia). — MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) July 11, 2018 Íslenska landsliðið vann riðilinn sinn þökk sé góðum endaspretti og 1-0 sigri á Króötum á Laugardalsvellinum sumarið 2017. Króatar þurftu því að fara í umspilið þar sem þeir tryggðu sér farseðilinn til Rússlands með sigri á Grikkjum. Aðeins eitt annað lið hefur komist alla leið í úrslitaleikinn án þess að hafa unnið sinn riðil í undankeppninni. Þjóðverjar gerðu slík í HM-keppninni 2002 sem fór fram í Japan og Suður-Kóreu. Þýska liðið tapaði hinsvegar 2-0 í úrslitaleiknum á móti Ronaldo og félögum í brasilíska landsliðinu. Þýska landsliðið varð í 2. sæti í sínum riðli í undankeppni HM 2002 en þann riðil unnu Englendingar. Þjóðverjar slógu Úkraínu út í umspilinu. Króatar geta því, þökk sé íslenska landsliðinu, skrifað nýjan kafla í HM-sögunni vinni þeir heimsmeistaratitilinn á sunnudaginn. Ekkert lið hefur unnið heimsmeistaratitilinn án þess að hafa unnið sinn riðil í undankeppninni. Króatísku leikmennirnir eru þegar búnir að ná sögulegum árangri í króatískri knattspyrnu með því að komast í sinn fyrsta úrslitaleik á stórmóti. Hvort þeir fari alla leið á móti gríðarlega sterku frönsku liði kemur síðan í ljós í Moskvu eftir þrjá daga.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Fleiri fréttir Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Sjá meira