Besta byrjun íslensks liðs í Meistaradeildinni í fimm ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. júlí 2018 16:00 Valsmenn fagna sigurmarki sínu í gær. Vísir/Bára Valsmenn unnu frábæran sigur á norsku meisturunum í Rosenborg í forkeppni Meistaradeildarinnar í gærkvöldi. Íslandsmeistararnir eru ekki vanir að byrjar Evrópusumur sín svona vel. Miðvörðurinn Eiður Aron Sigurbjörnsson tryggði Valsliðinu sigurinn skömmu fyrir leikslok en markið kom eftir fyrirgjöf Guðjóns Péturs Lýðssonar og skalla-stoðsendingu frá Tobias Bendix Thomsen. Þetta er í fyrsta sinn í fimm ár sem Íslandsmeistararnir byrja Evrópusumarið á sigri en það hafði ekki gerst síðan árið 2013. Síðasta íslenska liðið til að vinna sinn fyrsta leik á sumri í Meistaradeildinni var FH-liðið frá 2013. FH vann þá 1-0 sigur á litháenska félaginu Ekranas en leikurinn fór fram í Litháen. Líkt og í gærkvöldi var það miðvörður sem skoraði eina mark leiksins en Pétur Viðarsson skoraði eina mark FH-inga á 30. mínútu leiksins. Markið kom líka í kjölfarið á aukaspyrnu en Valsmenn skoruðu sigurmarkið sitt í gær eftir að Rosenborg mistókst að létta af pressunni eftir aukaspyrnu Valsliðsins. Þessir sigrar Vals (í gær) og FH (fyrir fimm árum) eru jafnframt einu sigrar Íslandsmeistara í sínum fyrsta leik í Meistaradeildinni á undanförnum áratug. Fyrir utan þessa tvo leiki er uppskeran 2 jafntefli og 7 jafntefli í fyrsta Evrópuleik Íslandsmeistarana á sumrunum 2008 til 2018. Markatalan í þessum 9 leikjum er síðan - íslensku liðunum í óhag og oftar en ekki hefur einvígið verið búið fyrir seinni leikinn. Það er hinsvegar ekki nú. Valsmenn fara með eins marks forskot og hreint mark út í seinni leikinn í Þrándheimi og hafa því allt til alls til að slá út norska félagið. Verkefnið verður allt annað en auðvelt en góður möguleiki er staðar eftir eftir frábær úrslit í gær.Eiður Aron Sigurbjörnsson skorar hér sigurmark Valsmanna á móti Rosenborg.Vísir/BáraFyrstu leikir Íslandsmeistara í Meistaradeildinni undanfarin ár:2018 (+1)Valur vann 1-0 sigur á norska félaginu Rosenborg2017 (=) FH gerði 1-1 jafntefli við færeyska félagið Víking frá Götu2016 (=) FH gerði 1-1 jafntefli við írska félagið Dundalk2015 (-2) Stjarnan tapaði 2-0 fyrir skoska félaginu Celtic2014 (-1) KR tapaði 1-0 fyrir skoska félaginu Celtic2013 (+1)FH vann 1-0 sigur á litháenska félaginu Ekranas2012 (-7) KR tapaði 7-0 á móti finnska félaginu HJK Helsinki2011 (-5) Breiðablik tapaði 5-0 á móti norska félaginu Rosenborg2010 (-4) FH tapaði 5-1 á móti hvít-rússneska félaginu BATE Borisov2009 (-4) FH tapaði 4-0 á móti kasakska félaginu Aktobe2008 (-2) Valur tapaði 2-0 á móti hvít-rússneska félaginu BATE Borisov2007 (+3)FH vann 4-1 sigur á færeyska félaginu HB Meistaradeild Evrópu Pepsi Max-deild karla Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna Sjá meira
Valsmenn unnu frábæran sigur á norsku meisturunum í Rosenborg í forkeppni Meistaradeildarinnar í gærkvöldi. Íslandsmeistararnir eru ekki vanir að byrjar Evrópusumur sín svona vel. Miðvörðurinn Eiður Aron Sigurbjörnsson tryggði Valsliðinu sigurinn skömmu fyrir leikslok en markið kom eftir fyrirgjöf Guðjóns Péturs Lýðssonar og skalla-stoðsendingu frá Tobias Bendix Thomsen. Þetta er í fyrsta sinn í fimm ár sem Íslandsmeistararnir byrja Evrópusumarið á sigri en það hafði ekki gerst síðan árið 2013. Síðasta íslenska liðið til að vinna sinn fyrsta leik á sumri í Meistaradeildinni var FH-liðið frá 2013. FH vann þá 1-0 sigur á litháenska félaginu Ekranas en leikurinn fór fram í Litháen. Líkt og í gærkvöldi var það miðvörður sem skoraði eina mark leiksins en Pétur Viðarsson skoraði eina mark FH-inga á 30. mínútu leiksins. Markið kom líka í kjölfarið á aukaspyrnu en Valsmenn skoruðu sigurmarkið sitt í gær eftir að Rosenborg mistókst að létta af pressunni eftir aukaspyrnu Valsliðsins. Þessir sigrar Vals (í gær) og FH (fyrir fimm árum) eru jafnframt einu sigrar Íslandsmeistara í sínum fyrsta leik í Meistaradeildinni á undanförnum áratug. Fyrir utan þessa tvo leiki er uppskeran 2 jafntefli og 7 jafntefli í fyrsta Evrópuleik Íslandsmeistarana á sumrunum 2008 til 2018. Markatalan í þessum 9 leikjum er síðan - íslensku liðunum í óhag og oftar en ekki hefur einvígið verið búið fyrir seinni leikinn. Það er hinsvegar ekki nú. Valsmenn fara með eins marks forskot og hreint mark út í seinni leikinn í Þrándheimi og hafa því allt til alls til að slá út norska félagið. Verkefnið verður allt annað en auðvelt en góður möguleiki er staðar eftir eftir frábær úrslit í gær.Eiður Aron Sigurbjörnsson skorar hér sigurmark Valsmanna á móti Rosenborg.Vísir/BáraFyrstu leikir Íslandsmeistara í Meistaradeildinni undanfarin ár:2018 (+1)Valur vann 1-0 sigur á norska félaginu Rosenborg2017 (=) FH gerði 1-1 jafntefli við færeyska félagið Víking frá Götu2016 (=) FH gerði 1-1 jafntefli við írska félagið Dundalk2015 (-2) Stjarnan tapaði 2-0 fyrir skoska félaginu Celtic2014 (-1) KR tapaði 1-0 fyrir skoska félaginu Celtic2013 (+1)FH vann 1-0 sigur á litháenska félaginu Ekranas2012 (-7) KR tapaði 7-0 á móti finnska félaginu HJK Helsinki2011 (-5) Breiðablik tapaði 5-0 á móti norska félaginu Rosenborg2010 (-4) FH tapaði 5-1 á móti hvít-rússneska félaginu BATE Borisov2009 (-4) FH tapaði 4-0 á móti kasakska félaginu Aktobe2008 (-2) Valur tapaði 2-0 á móti hvít-rússneska félaginu BATE Borisov2007 (+3)FH vann 4-1 sigur á færeyska félaginu HB
Meistaradeild Evrópu Pepsi Max-deild karla Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna Sjá meira