Ýtti bréferfingjum úr 100 milljóna búi föður síns Jóhann Óli Eiðsson skrifar 12. júlí 2018 16:30 Héraðsdómur Vesturlands hefur aðsetur í Borgarnesi. Vísir/pjetur Karlmaður mun erfa föður sinn eftir að erfðaskrá hins látna var ógilt með úrskurði Héraðsdóms Vesturlands. Tíu bréferfingjar mannsins fá ekkert úr dánarbúinu en virði eigna þess er rúmar 97 milljónir króna. Hinn látni hafði aldrei gengið í hjónaband og átti engin skilgetin börn. Sonur hans kom í heiminn 1951 og var þá skráður sonur nýs eiginmanns móður sinnar. Blóðfeðgarnir áttu afar takmörkuð samskipti alla tíð. Þegar maðurinn lést árið 2016 höfðaði maðurinn véfengingarmál til að fá staðfest að hann væri sonur hans. Lífsýnarannsókn leiddi það í ljós og var hinn látni skráður faðir hans eftir það. Maðurinn gerði erfðaskrár árin 2002 og 2004 og var deilt um gildi þeirrar síðarnefndu í málinu. Í henni lýsti hann því yfir að hann ætti enga lögerfingja og að eignir hans skyldu ganga til þriggja systra sinna, uppeldissystur og tveggja vina sinna. Meðal annars skyldi fasteign hans ganga til annars vinar hans en sá fékk eignina í fyrirframgreiddan arf árið 2016, nokkrum mánuðum áður en maðurinn lést. Samkvæmt erfðalögum er óheimilt að ráðstafa meira en þriðjungi eigna sinna með erfðaskrá þegar niðjum eða maka er til að dreifa. Sonur mannsins byggði á að erfðaskrá föður hans hefði byggt á misskilningi og að hinn látni hefði ráðstafað eignum sínum á annan veg hefði hann vitað af syni sínum. Bréferfingjarnir töldu á móti að virða ætti vilja hins látna enda hefði hann vitað af syni sínum, sem þá var feðraður öðrum manni, og kosið að ráðstafa eignunum á þennan veg að sér liðnum. Héraðsdómur féllst á röksemdir sonarins og taldi hinn látna hafa verið í villu þegar erfðaskráin var gerð. Hún var því ógilt. Ráðstöfun fasteignarinnar í fyrirframgreiddan arf byggði á skilmálum hinnar ógildu erfðaskrár. Var það niðurstaða dómsins að sú ráðstöfun væri ógild af þeim sökum. Fasteignin var því færð inn í dánarbúið á ný. „Við teljum þetta ranga niðurstöðu og reiknum með að þetta verði kært til Landsréttar,“ segir Pétur Kristinsson, lögmaður sjö bréferfingjanna Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Titringur á Alþingi Innlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Fleiri fréttir Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálsíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt Sjá meira
Karlmaður mun erfa föður sinn eftir að erfðaskrá hins látna var ógilt með úrskurði Héraðsdóms Vesturlands. Tíu bréferfingjar mannsins fá ekkert úr dánarbúinu en virði eigna þess er rúmar 97 milljónir króna. Hinn látni hafði aldrei gengið í hjónaband og átti engin skilgetin börn. Sonur hans kom í heiminn 1951 og var þá skráður sonur nýs eiginmanns móður sinnar. Blóðfeðgarnir áttu afar takmörkuð samskipti alla tíð. Þegar maðurinn lést árið 2016 höfðaði maðurinn véfengingarmál til að fá staðfest að hann væri sonur hans. Lífsýnarannsókn leiddi það í ljós og var hinn látni skráður faðir hans eftir það. Maðurinn gerði erfðaskrár árin 2002 og 2004 og var deilt um gildi þeirrar síðarnefndu í málinu. Í henni lýsti hann því yfir að hann ætti enga lögerfingja og að eignir hans skyldu ganga til þriggja systra sinna, uppeldissystur og tveggja vina sinna. Meðal annars skyldi fasteign hans ganga til annars vinar hans en sá fékk eignina í fyrirframgreiddan arf árið 2016, nokkrum mánuðum áður en maðurinn lést. Samkvæmt erfðalögum er óheimilt að ráðstafa meira en þriðjungi eigna sinna með erfðaskrá þegar niðjum eða maka er til að dreifa. Sonur mannsins byggði á að erfðaskrá föður hans hefði byggt á misskilningi og að hinn látni hefði ráðstafað eignum sínum á annan veg hefði hann vitað af syni sínum. Bréferfingjarnir töldu á móti að virða ætti vilja hins látna enda hefði hann vitað af syni sínum, sem þá var feðraður öðrum manni, og kosið að ráðstafa eignunum á þennan veg að sér liðnum. Héraðsdómur féllst á röksemdir sonarins og taldi hinn látna hafa verið í villu þegar erfðaskráin var gerð. Hún var því ógilt. Ráðstöfun fasteignarinnar í fyrirframgreiddan arf byggði á skilmálum hinnar ógildu erfðaskrár. Var það niðurstaða dómsins að sú ráðstöfun væri ógild af þeim sökum. Fasteignin var því færð inn í dánarbúið á ný. „Við teljum þetta ranga niðurstöðu og reiknum með að þetta verði kært til Landsréttar,“ segir Pétur Kristinsson, lögmaður sjö bréferfingjanna
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Titringur á Alþingi Innlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Fleiri fréttir Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálsíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt Sjá meira