Trump segir May hafa gert út um fríverslunarsamning með „mjúka“ Brexit Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 12. júlí 2018 23:40 Donald Trump, Bandaríkjanna, er ekki hrifin af þeim áherslum sem May undirstrikað með núverandi Brexit-samningum. Vísir/AP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði það ólíklegt að Bretar fengju þann viðskiptasamning við Bandaríkin sem þeir væntu ef Brexit-samningar Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, verða ofan á. Um þá áætlun hefur verið viðhaft hugtakið „mjúkt“ Brexit. Þetta sagði forsetinn í samtali við breska götublaðið The Sun og bætti við að áætlun May myndi gera út um verslunarsamninginn. Trump sagðist hafa ráðlagt May hvernig hún ætti að haga Brexit-samningum en hann hafi greinilega talað fyrir daufum eyrum. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hefur reynt að nota tækifærið á meðan á dvöl forsetans stendur til að mæla fyrir fríverslunarsamningum landanna á milli.Vísir/apTrump er þessa dagana staddur á Bretlandseyjum í sinni fyrstu opinberu heimsókn sem forseti Bandaríkjanna. Á fundi þjóðarleiðtoganna hefur May unnið að því að ná fríverslunarsamningi við Bandaríkin. Hún hélt því fram að úrsögn Breta úr Evrópusambandinu væri tækifæri til að auka hagvöxt bæði í Bretlandi og Bandaríkjunum. Trump sagði að uppkastið að núverandi Brexit-samningum væri ekki það sem kjósendur kölluðu eftir í þjóðaratkvæðagreiðslunni um Brexit árið 2016. Áður hefur Trump sagt að Boris Johnson, fyrrverandi utanríkisráðherra Bretlands, yrði frábær forsætisráðherra en að May væri indælis manneskja.Donald Trump, Bandaríkjaforseti, er ekki ánægður með að May hafi ekki farið eftir ráðleggingum hans um hvernig hún ætti að haga Brexit-samningum.Vísir/APÓreiðuástand hefur verið uppi í breskum stjórnmálum eftir að utanríkisráðherra og ráðherra útgöngumála sögðu af sér í vikunni. Fyrir helgi fullyrti May að ríkisstjórnin hefði komist að langþráðu samkomulagi um hvernig ætti að haga útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Ráðherrarnir sem sögðu af sér, David Davis og Boris Johnson, vildu að May tæki harðari afstöðu í málefnum Brexit en þrátt fyrir það hyggst May ætla haga Brexit-samningum samkvæmt sinni sannfæringu. Brexit Donald Trump Tengdar fréttir Boris Johnson segir af sér Boris Johnson hefur sagt af sér sem utanríkisráðherra Bretlands. 9. júlí 2018 14:05 Jeremy Hunt nýr utanríkisráðherra Bretlands Mitt í óreiðuástandinu sem er uppi í breskum stjórnmálum eftir að utanríkisráðherra og brexitmálaráðherra sögðu af sér í dag var Jeremy Hunt, fyrrverandi heilbriðisráðherra í ríkisstjórn Thereseu May, skipaður nýr utanríkisráðherra Bretlands. 9. júlí 2018 22:17 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði það ólíklegt að Bretar fengju þann viðskiptasamning við Bandaríkin sem þeir væntu ef Brexit-samningar Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, verða ofan á. Um þá áætlun hefur verið viðhaft hugtakið „mjúkt“ Brexit. Þetta sagði forsetinn í samtali við breska götublaðið The Sun og bætti við að áætlun May myndi gera út um verslunarsamninginn. Trump sagðist hafa ráðlagt May hvernig hún ætti að haga Brexit-samningum en hann hafi greinilega talað fyrir daufum eyrum. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hefur reynt að nota tækifærið á meðan á dvöl forsetans stendur til að mæla fyrir fríverslunarsamningum landanna á milli.Vísir/apTrump er þessa dagana staddur á Bretlandseyjum í sinni fyrstu opinberu heimsókn sem forseti Bandaríkjanna. Á fundi þjóðarleiðtoganna hefur May unnið að því að ná fríverslunarsamningi við Bandaríkin. Hún hélt því fram að úrsögn Breta úr Evrópusambandinu væri tækifæri til að auka hagvöxt bæði í Bretlandi og Bandaríkjunum. Trump sagði að uppkastið að núverandi Brexit-samningum væri ekki það sem kjósendur kölluðu eftir í þjóðaratkvæðagreiðslunni um Brexit árið 2016. Áður hefur Trump sagt að Boris Johnson, fyrrverandi utanríkisráðherra Bretlands, yrði frábær forsætisráðherra en að May væri indælis manneskja.Donald Trump, Bandaríkjaforseti, er ekki ánægður með að May hafi ekki farið eftir ráðleggingum hans um hvernig hún ætti að haga Brexit-samningum.Vísir/APÓreiðuástand hefur verið uppi í breskum stjórnmálum eftir að utanríkisráðherra og ráðherra útgöngumála sögðu af sér í vikunni. Fyrir helgi fullyrti May að ríkisstjórnin hefði komist að langþráðu samkomulagi um hvernig ætti að haga útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Ráðherrarnir sem sögðu af sér, David Davis og Boris Johnson, vildu að May tæki harðari afstöðu í málefnum Brexit en þrátt fyrir það hyggst May ætla haga Brexit-samningum samkvæmt sinni sannfæringu.
Brexit Donald Trump Tengdar fréttir Boris Johnson segir af sér Boris Johnson hefur sagt af sér sem utanríkisráðherra Bretlands. 9. júlí 2018 14:05 Jeremy Hunt nýr utanríkisráðherra Bretlands Mitt í óreiðuástandinu sem er uppi í breskum stjórnmálum eftir að utanríkisráðherra og brexitmálaráðherra sögðu af sér í dag var Jeremy Hunt, fyrrverandi heilbriðisráðherra í ríkisstjórn Thereseu May, skipaður nýr utanríkisráðherra Bretlands. 9. júlí 2018 22:17 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Boris Johnson segir af sér Boris Johnson hefur sagt af sér sem utanríkisráðherra Bretlands. 9. júlí 2018 14:05
Jeremy Hunt nýr utanríkisráðherra Bretlands Mitt í óreiðuástandinu sem er uppi í breskum stjórnmálum eftir að utanríkisráðherra og brexitmálaráðherra sögðu af sér í dag var Jeremy Hunt, fyrrverandi heilbriðisráðherra í ríkisstjórn Thereseu May, skipaður nýr utanríkisráðherra Bretlands. 9. júlí 2018 22:17