Katrín vekur kátínu á forsíðu NY-Times: „Æi, pabbi! Getum við faaaaarið!“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. júlí 2018 12:02 Forsíða alþjóðlegu útgáfu New York Times föstudaginn 13. júlí 2018. Skjáskot/New York Times Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra Íslands prýðir forsíðu alþjóðlegu útgáfu dagblaðsins New York Times í dag. Hún er í nokkuð merkilegum félagsskap en með henni á myndinni eru Donald Trump Bandaríkjaforseti og Theresa May forsætisráðherra Bretlands. Svipur og líkamstjáning Katrínar á myndinni hefur vakið nokkuð umtal það sem af er degi.Sjá einnig: NATO leiðtogar kannast ekki við að hafa lofað Trump neinni hækkun framlaga Myndin er tekin á nýafstöðnum fundi Atlantshafsbandalagsins í Brussel og fjallar forsíðufréttin um stirt samband Bandaríkjanna og Bretlands, sem hafði þótt gott áður en Donald Trump Bandaríkjaforseti tók við embætti. Ljóst er að Trump og May eru í aðalhlutverki, enda fjallar fréttin um samband ríkja þeirra, en ætla má að ritstjórn hafi valið myndina af mikilli kostgæfni. Þar hefur svipur Katrínar mögulega spilað inn í til að kalla fram ákveðin áhrif en hægt er að fullyrða að íslenski forsætisráðherrann virðist ekki sérlega ánægður með kollegana við hlið sér. Netverjar hafa nokkrir gert sér mat úr forsíðumyndinni og sett hana í skoplegt samhengi. Grínistinn Sólmundur Hólm birtir skjáskot af forsíðumyndinni á Twitter-reikningi sínum og skrifar með því: „Æi, pabbi! Getum við faaaaarið!“ Æi, pabbi! Getum við faaaaarið! pic.twitter.com/AxdTaKd6Mh— Sóli Hólm (@SoliHolm) July 13, 2018 Handboltamaðurinn Björgvin Páll Gústafsson svarar Sóla á Twitter og spyr hvort að Katrín sé ekki að sleikja sólina eftir vætusamt sumar á Íslandi.er @katrinjak ekki bara að ná sèr í smá lit eftir alla rigninguna á Íslandi? #íslendinguríútlöndum— Björgvin Gústavsson (@BjoggiGustavs) July 13, 2018 Leikarinn og sjónvarpsmaðurinn Felix Bergsson kættist einnig yfir myndinni á Facebook-síðu sinni. Hann skýrir deilinguna einnig á ensku fyrir alþjóðlegan vinahóp sinn en þar örlar vissulega á kaldhæðni: „Íslenski forsætisráðherrann skemmtir sér konunglega á leiðtogafundi NATO.“ Arnór Bogason skefur ekki utan af því.'Djöfull er þetta lið FOKKING ÓÞOLANDI“ pic.twitter.com/dB4aPh3ikZ— Arnór Bogason (@arnorb) July 13, 2018 Og fyrrverandi þingkonan Ásta Helgadóttir segir Katrínu draga djúpt andann á myndinni til að halda ró sinni meðal NATO-leiðtoganna.Sometimes, one picture says more than thousand words. The Icelandic PM, on the right, demonstrating how to take a deep breath in order to keep calm in the utter madness the NATO meeting was. pic.twitter.com/8Bive5FeXy— Ásta Helgadóttir (@asta_fish) July 13, 2018 Donald Trump Ríkisstjórn Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir NATO leiðtogar kannast ekki við að hafa lofað Trump neinni hækkun framlaga Leiðtogar Atlantshafsbandalagsins kannast ekki við að hafa samþykkt neina aukningu á útgjöldum til varnarmála á nýafstöðnum fundi þrátt fyrir yfirlýsingar Donalds Trump Bandaríkjaforseta. 12. júlí 2018 19:03 Trump lýsti yfir sigri á óvæntum blaðamannafundi Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hélt óvæntan blaðamannafund í Brussel í dag, í kjölfar fundar hans með leiðtogum Atlantshafsbandalagsins (NATO). 12. júlí 2018 10:52 Mest lesið Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið „Ég er femínisti“ Lífið Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Fleiri fréttir Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra Íslands prýðir forsíðu alþjóðlegu útgáfu dagblaðsins New York Times í dag. Hún er í nokkuð merkilegum félagsskap en með henni á myndinni eru Donald Trump Bandaríkjaforseti og Theresa May forsætisráðherra Bretlands. Svipur og líkamstjáning Katrínar á myndinni hefur vakið nokkuð umtal það sem af er degi.Sjá einnig: NATO leiðtogar kannast ekki við að hafa lofað Trump neinni hækkun framlaga Myndin er tekin á nýafstöðnum fundi Atlantshafsbandalagsins í Brussel og fjallar forsíðufréttin um stirt samband Bandaríkjanna og Bretlands, sem hafði þótt gott áður en Donald Trump Bandaríkjaforseti tók við embætti. Ljóst er að Trump og May eru í aðalhlutverki, enda fjallar fréttin um samband ríkja þeirra, en ætla má að ritstjórn hafi valið myndina af mikilli kostgæfni. Þar hefur svipur Katrínar mögulega spilað inn í til að kalla fram ákveðin áhrif en hægt er að fullyrða að íslenski forsætisráðherrann virðist ekki sérlega ánægður með kollegana við hlið sér. Netverjar hafa nokkrir gert sér mat úr forsíðumyndinni og sett hana í skoplegt samhengi. Grínistinn Sólmundur Hólm birtir skjáskot af forsíðumyndinni á Twitter-reikningi sínum og skrifar með því: „Æi, pabbi! Getum við faaaaarið!“ Æi, pabbi! Getum við faaaaarið! pic.twitter.com/AxdTaKd6Mh— Sóli Hólm (@SoliHolm) July 13, 2018 Handboltamaðurinn Björgvin Páll Gústafsson svarar Sóla á Twitter og spyr hvort að Katrín sé ekki að sleikja sólina eftir vætusamt sumar á Íslandi.er @katrinjak ekki bara að ná sèr í smá lit eftir alla rigninguna á Íslandi? #íslendinguríútlöndum— Björgvin Gústavsson (@BjoggiGustavs) July 13, 2018 Leikarinn og sjónvarpsmaðurinn Felix Bergsson kættist einnig yfir myndinni á Facebook-síðu sinni. Hann skýrir deilinguna einnig á ensku fyrir alþjóðlegan vinahóp sinn en þar örlar vissulega á kaldhæðni: „Íslenski forsætisráðherrann skemmtir sér konunglega á leiðtogafundi NATO.“ Arnór Bogason skefur ekki utan af því.'Djöfull er þetta lið FOKKING ÓÞOLANDI“ pic.twitter.com/dB4aPh3ikZ— Arnór Bogason (@arnorb) July 13, 2018 Og fyrrverandi þingkonan Ásta Helgadóttir segir Katrínu draga djúpt andann á myndinni til að halda ró sinni meðal NATO-leiðtoganna.Sometimes, one picture says more than thousand words. The Icelandic PM, on the right, demonstrating how to take a deep breath in order to keep calm in the utter madness the NATO meeting was. pic.twitter.com/8Bive5FeXy— Ásta Helgadóttir (@asta_fish) July 13, 2018
Donald Trump Ríkisstjórn Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir NATO leiðtogar kannast ekki við að hafa lofað Trump neinni hækkun framlaga Leiðtogar Atlantshafsbandalagsins kannast ekki við að hafa samþykkt neina aukningu á útgjöldum til varnarmála á nýafstöðnum fundi þrátt fyrir yfirlýsingar Donalds Trump Bandaríkjaforseta. 12. júlí 2018 19:03 Trump lýsti yfir sigri á óvæntum blaðamannafundi Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hélt óvæntan blaðamannafund í Brussel í dag, í kjölfar fundar hans með leiðtogum Atlantshafsbandalagsins (NATO). 12. júlí 2018 10:52 Mest lesið Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið „Ég er femínisti“ Lífið Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Fleiri fréttir Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sjá meira
NATO leiðtogar kannast ekki við að hafa lofað Trump neinni hækkun framlaga Leiðtogar Atlantshafsbandalagsins kannast ekki við að hafa samþykkt neina aukningu á útgjöldum til varnarmála á nýafstöðnum fundi þrátt fyrir yfirlýsingar Donalds Trump Bandaríkjaforseta. 12. júlí 2018 19:03
Trump lýsti yfir sigri á óvæntum blaðamannafundi Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hélt óvæntan blaðamannafund í Brussel í dag, í kjölfar fundar hans með leiðtogum Atlantshafsbandalagsins (NATO). 12. júlí 2018 10:52
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“