Katrín vekur kátínu á forsíðu NY-Times: „Æi, pabbi! Getum við faaaaarið!“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. júlí 2018 12:02 Forsíða alþjóðlegu útgáfu New York Times föstudaginn 13. júlí 2018. Skjáskot/New York Times Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra Íslands prýðir forsíðu alþjóðlegu útgáfu dagblaðsins New York Times í dag. Hún er í nokkuð merkilegum félagsskap en með henni á myndinni eru Donald Trump Bandaríkjaforseti og Theresa May forsætisráðherra Bretlands. Svipur og líkamstjáning Katrínar á myndinni hefur vakið nokkuð umtal það sem af er degi.Sjá einnig: NATO leiðtogar kannast ekki við að hafa lofað Trump neinni hækkun framlaga Myndin er tekin á nýafstöðnum fundi Atlantshafsbandalagsins í Brussel og fjallar forsíðufréttin um stirt samband Bandaríkjanna og Bretlands, sem hafði þótt gott áður en Donald Trump Bandaríkjaforseti tók við embætti. Ljóst er að Trump og May eru í aðalhlutverki, enda fjallar fréttin um samband ríkja þeirra, en ætla má að ritstjórn hafi valið myndina af mikilli kostgæfni. Þar hefur svipur Katrínar mögulega spilað inn í til að kalla fram ákveðin áhrif en hægt er að fullyrða að íslenski forsætisráðherrann virðist ekki sérlega ánægður með kollegana við hlið sér. Netverjar hafa nokkrir gert sér mat úr forsíðumyndinni og sett hana í skoplegt samhengi. Grínistinn Sólmundur Hólm birtir skjáskot af forsíðumyndinni á Twitter-reikningi sínum og skrifar með því: „Æi, pabbi! Getum við faaaaarið!“ Æi, pabbi! Getum við faaaaarið! pic.twitter.com/AxdTaKd6Mh— Sóli Hólm (@SoliHolm) July 13, 2018 Handboltamaðurinn Björgvin Páll Gústafsson svarar Sóla á Twitter og spyr hvort að Katrín sé ekki að sleikja sólina eftir vætusamt sumar á Íslandi.er @katrinjak ekki bara að ná sèr í smá lit eftir alla rigninguna á Íslandi? #íslendinguríútlöndum— Björgvin Gústavsson (@BjoggiGustavs) July 13, 2018 Leikarinn og sjónvarpsmaðurinn Felix Bergsson kættist einnig yfir myndinni á Facebook-síðu sinni. Hann skýrir deilinguna einnig á ensku fyrir alþjóðlegan vinahóp sinn en þar örlar vissulega á kaldhæðni: „Íslenski forsætisráðherrann skemmtir sér konunglega á leiðtogafundi NATO.“ Arnór Bogason skefur ekki utan af því.'Djöfull er þetta lið FOKKING ÓÞOLANDI“ pic.twitter.com/dB4aPh3ikZ— Arnór Bogason (@arnorb) July 13, 2018 Og fyrrverandi þingkonan Ásta Helgadóttir segir Katrínu draga djúpt andann á myndinni til að halda ró sinni meðal NATO-leiðtoganna.Sometimes, one picture says more than thousand words. The Icelandic PM, on the right, demonstrating how to take a deep breath in order to keep calm in the utter madness the NATO meeting was. pic.twitter.com/8Bive5FeXy— Ásta Helgadóttir (@asta_fish) July 13, 2018 Donald Trump Ríkisstjórn Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir NATO leiðtogar kannast ekki við að hafa lofað Trump neinni hækkun framlaga Leiðtogar Atlantshafsbandalagsins kannast ekki við að hafa samþykkt neina aukningu á útgjöldum til varnarmála á nýafstöðnum fundi þrátt fyrir yfirlýsingar Donalds Trump Bandaríkjaforseta. 12. júlí 2018 19:03 Trump lýsti yfir sigri á óvæntum blaðamannafundi Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hélt óvæntan blaðamannafund í Brussel í dag, í kjölfar fundar hans með leiðtogum Atlantshafsbandalagsins (NATO). 12. júlí 2018 10:52 Mest lesið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Lífið „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Tónlist Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Fleiri fréttir Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra Íslands prýðir forsíðu alþjóðlegu útgáfu dagblaðsins New York Times í dag. Hún er í nokkuð merkilegum félagsskap en með henni á myndinni eru Donald Trump Bandaríkjaforseti og Theresa May forsætisráðherra Bretlands. Svipur og líkamstjáning Katrínar á myndinni hefur vakið nokkuð umtal það sem af er degi.Sjá einnig: NATO leiðtogar kannast ekki við að hafa lofað Trump neinni hækkun framlaga Myndin er tekin á nýafstöðnum fundi Atlantshafsbandalagsins í Brussel og fjallar forsíðufréttin um stirt samband Bandaríkjanna og Bretlands, sem hafði þótt gott áður en Donald Trump Bandaríkjaforseti tók við embætti. Ljóst er að Trump og May eru í aðalhlutverki, enda fjallar fréttin um samband ríkja þeirra, en ætla má að ritstjórn hafi valið myndina af mikilli kostgæfni. Þar hefur svipur Katrínar mögulega spilað inn í til að kalla fram ákveðin áhrif en hægt er að fullyrða að íslenski forsætisráðherrann virðist ekki sérlega ánægður með kollegana við hlið sér. Netverjar hafa nokkrir gert sér mat úr forsíðumyndinni og sett hana í skoplegt samhengi. Grínistinn Sólmundur Hólm birtir skjáskot af forsíðumyndinni á Twitter-reikningi sínum og skrifar með því: „Æi, pabbi! Getum við faaaaarið!“ Æi, pabbi! Getum við faaaaarið! pic.twitter.com/AxdTaKd6Mh— Sóli Hólm (@SoliHolm) July 13, 2018 Handboltamaðurinn Björgvin Páll Gústafsson svarar Sóla á Twitter og spyr hvort að Katrín sé ekki að sleikja sólina eftir vætusamt sumar á Íslandi.er @katrinjak ekki bara að ná sèr í smá lit eftir alla rigninguna á Íslandi? #íslendinguríútlöndum— Björgvin Gústavsson (@BjoggiGustavs) July 13, 2018 Leikarinn og sjónvarpsmaðurinn Felix Bergsson kættist einnig yfir myndinni á Facebook-síðu sinni. Hann skýrir deilinguna einnig á ensku fyrir alþjóðlegan vinahóp sinn en þar örlar vissulega á kaldhæðni: „Íslenski forsætisráðherrann skemmtir sér konunglega á leiðtogafundi NATO.“ Arnór Bogason skefur ekki utan af því.'Djöfull er þetta lið FOKKING ÓÞOLANDI“ pic.twitter.com/dB4aPh3ikZ— Arnór Bogason (@arnorb) July 13, 2018 Og fyrrverandi þingkonan Ásta Helgadóttir segir Katrínu draga djúpt andann á myndinni til að halda ró sinni meðal NATO-leiðtoganna.Sometimes, one picture says more than thousand words. The Icelandic PM, on the right, demonstrating how to take a deep breath in order to keep calm in the utter madness the NATO meeting was. pic.twitter.com/8Bive5FeXy— Ásta Helgadóttir (@asta_fish) July 13, 2018
Donald Trump Ríkisstjórn Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir NATO leiðtogar kannast ekki við að hafa lofað Trump neinni hækkun framlaga Leiðtogar Atlantshafsbandalagsins kannast ekki við að hafa samþykkt neina aukningu á útgjöldum til varnarmála á nýafstöðnum fundi þrátt fyrir yfirlýsingar Donalds Trump Bandaríkjaforseta. 12. júlí 2018 19:03 Trump lýsti yfir sigri á óvæntum blaðamannafundi Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hélt óvæntan blaðamannafund í Brussel í dag, í kjölfar fundar hans með leiðtogum Atlantshafsbandalagsins (NATO). 12. júlí 2018 10:52 Mest lesið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Lífið „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Tónlist Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Fleiri fréttir Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Sjá meira
NATO leiðtogar kannast ekki við að hafa lofað Trump neinni hækkun framlaga Leiðtogar Atlantshafsbandalagsins kannast ekki við að hafa samþykkt neina aukningu á útgjöldum til varnarmála á nýafstöðnum fundi þrátt fyrir yfirlýsingar Donalds Trump Bandaríkjaforseta. 12. júlí 2018 19:03
Trump lýsti yfir sigri á óvæntum blaðamannafundi Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hélt óvæntan blaðamannafund í Brussel í dag, í kjölfar fundar hans með leiðtogum Atlantshafsbandalagsins (NATO). 12. júlí 2018 10:52