Segir hlaup og öskufall líklega fylgja gosi í Öræfajökli 14. júlí 2018 07:45 Öræfajökull býr sig undir gos. Fréttablaðið/Gunnþóra Náttúra Ókyrrð í Öræfajökli og þensla fjallsins eru dæmigerð einkenni þess að fjallið búi sig undir að gjósa. Þetta segir Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur. Almannavarnir sendu frá sér tilkynningu í gær þar sem greint var frá stöðu Öræfajökuls. Kom þar fram að fjallið hefði þanist út frá áramótunum 2016-17. Þeirri þenslu fylgi aukin jarðskjálftavirkni og aflögun. Engin merki eru um að hraði þenslunnar minnki þótt jarðhitavirkni hafi minnkað frá því í desember. „Þetta er búið að vera í gangi í eitt og hálft ár og við sjáum ekki nein merki um að það sé að draga úr þessu. Fjallið er sem stendur að búa sig undir eldgos, eða þetta eru dæmigerð einkenni sem sjást í undirbúningsfasa eldgosa,“ segir Magnús Tumi en tekur fram að óvíst sé að virknin endi með gosi. Almannavarnir greindu frá því að fundir hefðu verið haldnir með íbúum og ferðaþjónustuaðilum á svæðinu. Þá sé áformað að funda á ný í lok september. Einnig hefur verið unnið að neyðarrýmingaráætlun og vöktunartækjum hefur verið fjölgað. Magnús Tumi segir að dæmigert væri að ísúrt gos kæmi úr jöklinum sem gæti verið sprengigos að hluta „og hugsanlega renni hraun“. Ekki væri hins vegar hægt að útiloka súr gos. „Þau hafa komið nokkur á síðustu nokkur þúsund árum en hafa öll verið lítil nema gosið árið 1362 sem var eitt mesta sprengigos Íslandssögunnar,“ segir Magnús Tumi. Þó er ólíklegt að svoleiðis atburður verði aftur „nema með töluvert miklum aðdraganda“, að því er Magnús Tumi segir frá. Að hans mati yrði gos nú líklegast líkara gosinu 1727. „Ef það gýs er nánast víst að það valdi jökulhlaupum og öskufalli og gosið gæti orðið hættulegt. Ef það verður stórt gos fylgja því alls konar fleiri hættur. Það þarf að fylgjast mjög vel með fjallinu og það þarf að rýma svæðið áður en til goss kemur.“ –þea Almannavarnir Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
Náttúra Ókyrrð í Öræfajökli og þensla fjallsins eru dæmigerð einkenni þess að fjallið búi sig undir að gjósa. Þetta segir Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur. Almannavarnir sendu frá sér tilkynningu í gær þar sem greint var frá stöðu Öræfajökuls. Kom þar fram að fjallið hefði þanist út frá áramótunum 2016-17. Þeirri þenslu fylgi aukin jarðskjálftavirkni og aflögun. Engin merki eru um að hraði þenslunnar minnki þótt jarðhitavirkni hafi minnkað frá því í desember. „Þetta er búið að vera í gangi í eitt og hálft ár og við sjáum ekki nein merki um að það sé að draga úr þessu. Fjallið er sem stendur að búa sig undir eldgos, eða þetta eru dæmigerð einkenni sem sjást í undirbúningsfasa eldgosa,“ segir Magnús Tumi en tekur fram að óvíst sé að virknin endi með gosi. Almannavarnir greindu frá því að fundir hefðu verið haldnir með íbúum og ferðaþjónustuaðilum á svæðinu. Þá sé áformað að funda á ný í lok september. Einnig hefur verið unnið að neyðarrýmingaráætlun og vöktunartækjum hefur verið fjölgað. Magnús Tumi segir að dæmigert væri að ísúrt gos kæmi úr jöklinum sem gæti verið sprengigos að hluta „og hugsanlega renni hraun“. Ekki væri hins vegar hægt að útiloka súr gos. „Þau hafa komið nokkur á síðustu nokkur þúsund árum en hafa öll verið lítil nema gosið árið 1362 sem var eitt mesta sprengigos Íslandssögunnar,“ segir Magnús Tumi. Þó er ólíklegt að svoleiðis atburður verði aftur „nema með töluvert miklum aðdraganda“, að því er Magnús Tumi segir frá. Að hans mati yrði gos nú líklegast líkara gosinu 1727. „Ef það gýs er nánast víst að það valdi jökulhlaupum og öskufalli og gosið gæti orðið hættulegt. Ef það verður stórt gos fylgja því alls konar fleiri hættur. Það þarf að fylgjast mjög vel með fjallinu og það þarf að rýma svæðið áður en til goss kemur.“ –þea
Almannavarnir Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira