Faðir fórnarlambs skotárásarinnar í Parkland syrgir á afmælisdegi dóttur sinnar Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. júlí 2018 23:15 Fred Guttenberg hefur barist fyrir hertri byssulöggjöf í Bandaríkjunum síðan dóttir hans var skotin til bana í skotárás í Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólanum í Flórída. Vísir/Getty Fred Guttenberg, faðir Jamie Guttenberg sem var skotin til bana ásamt sextán öðrum í skotárás í framhaldsskóla í Parkland í Flórída í febrúar, minntist dóttur sinnar á Twitter í gær. Jamie hefði orðið 15 ára þann dag, 13. júlí.Sjá einnig: „Ég myndi aldrei sitja þarna og leyfa krökkunum mínum að vera slátrað“ „Til hamingju með afmælið elskan mín!!! Í dag hefði Jamie átt að verða 15 ára. Ég ætti að vera að fylgja henni í ökutíma. Fjölskylda hennar og vinir ættu að vera að fagna með henni. Í dag er Jamie enn þá 14 ára. Hún verður 14 ára að eilífu,“ skrifar Fred. „Vegna byssuofbeldis munum við ekki halda upp á afmælið hennar. Í staðinn grátum við og syrgjum. Í dag hugsa ég um alla hlutina sem ég óska þess að ég gæti gert með þér, einfalda hluti á borð við að horfa með þér á uppáhalds sjónvarpsþættina okkar.“ Hluta af tístum Freds má sjá hér að neðan og restina má nálgast á Twitter-reikningi hans hér.HAPPY BIRTHDAY BABY GIRL!!! Today, Jaime should be turning 15. I should be taking her for her drivers permit. Her family and her friends should be celebrating with her. TODAY, JAIME IS STILL 14. SHE WILL BE 14 FOREVER. Because of gun violence, we will not be celebrating— Fred Guttenberg (@fred_guttenberg) July 13, 2018 her birthday. Instead, we are broken, crying and mourning. Today, I am thinking of all of the things that I wish I could be doing with you, some as simple as watching our favorite TV shows. Today, I am thinking about the fact that I will never see you dance again, never see— Fred Guttenberg (@fred_guttenberg) July 13, 2018 Fred segir í samtali við vefinn Mashable að hann hafi stofnað Twitter-reikning nokkrum vikum eftir að dóttir hans var myrt. Það hafi hann gert til þess að berjast fyrir hertri byssulöggjöf í Bandaríkjunum og vekja athygli á ofbeldi tengdu skotvopnum. Fred hefur verið einna háværastur í hópi þeirra foreldra sem misstu börn sín í skotárásinni í Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólanum í febrúar í fyrra. Hann hefur breitt út boðskapinn síðustu mánuði og ítrekað komið fram í fjölmiðlum. Móðir Jamie, Jennifer Bloom Guttenberg, minntist dóttur sinnar einnig í gær. Hún notar tækifærið og kallar eftir byssulöggjöf í Bandaríkjunum, sem sé í samræmi við „heilbrigða skynsemi.“ Sautján létust þegar byssumaður hóf skothríð í áðurnefndum Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskóla í Flórída. Hópur nemenda sem komst lífs af úr árásinni hefur komið af stað gríðarstórri hreyfingu undir formerkjunum March For Our Lives, eða Göngum fyrir lífi okkar, sem berst fyrir hertri byssulöggjöf í Bandaríkjunum. Skotárás í Flórída Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Jimmy Fallon kemur þjáðum nemendum á óvart Sagði nemendum að láta ekki neitt stoppa sig. 4. júní 2018 11:10 „Ég myndi aldrei sitja þarna og leyfa krökkunum mínum að vera slátrað“ Lögreglufulltrúinn fyrrverandi, Scot Peterson, hefur tjáð sig í fyrsta sinn um skotárásina í Marjory Stoneman Douglas-menntaskólanum í Parkland í Flórída þar sem Nikolas Cruz myrti sautján manns þann 14. febrúar. 5. júní 2018 12:15 Árásin í Parkland breytti litlu Skólaskotárásin í Parkland í Flórída, þar sem sautján nemendur voru myrtir, hafði engin varanleg áhrif á afstöðu Bandaríkjamanna gagnvart skotvopnaeign. 24. maí 2018 06:00 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Fred Guttenberg, faðir Jamie Guttenberg sem var skotin til bana ásamt sextán öðrum í skotárás í framhaldsskóla í Parkland í Flórída í febrúar, minntist dóttur sinnar á Twitter í gær. Jamie hefði orðið 15 ára þann dag, 13. júlí.Sjá einnig: „Ég myndi aldrei sitja þarna og leyfa krökkunum mínum að vera slátrað“ „Til hamingju með afmælið elskan mín!!! Í dag hefði Jamie átt að verða 15 ára. Ég ætti að vera að fylgja henni í ökutíma. Fjölskylda hennar og vinir ættu að vera að fagna með henni. Í dag er Jamie enn þá 14 ára. Hún verður 14 ára að eilífu,“ skrifar Fred. „Vegna byssuofbeldis munum við ekki halda upp á afmælið hennar. Í staðinn grátum við og syrgjum. Í dag hugsa ég um alla hlutina sem ég óska þess að ég gæti gert með þér, einfalda hluti á borð við að horfa með þér á uppáhalds sjónvarpsþættina okkar.“ Hluta af tístum Freds má sjá hér að neðan og restina má nálgast á Twitter-reikningi hans hér.HAPPY BIRTHDAY BABY GIRL!!! Today, Jaime should be turning 15. I should be taking her for her drivers permit. Her family and her friends should be celebrating with her. TODAY, JAIME IS STILL 14. SHE WILL BE 14 FOREVER. Because of gun violence, we will not be celebrating— Fred Guttenberg (@fred_guttenberg) July 13, 2018 her birthday. Instead, we are broken, crying and mourning. Today, I am thinking of all of the things that I wish I could be doing with you, some as simple as watching our favorite TV shows. Today, I am thinking about the fact that I will never see you dance again, never see— Fred Guttenberg (@fred_guttenberg) July 13, 2018 Fred segir í samtali við vefinn Mashable að hann hafi stofnað Twitter-reikning nokkrum vikum eftir að dóttir hans var myrt. Það hafi hann gert til þess að berjast fyrir hertri byssulöggjöf í Bandaríkjunum og vekja athygli á ofbeldi tengdu skotvopnum. Fred hefur verið einna háværastur í hópi þeirra foreldra sem misstu börn sín í skotárásinni í Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólanum í febrúar í fyrra. Hann hefur breitt út boðskapinn síðustu mánuði og ítrekað komið fram í fjölmiðlum. Móðir Jamie, Jennifer Bloom Guttenberg, minntist dóttur sinnar einnig í gær. Hún notar tækifærið og kallar eftir byssulöggjöf í Bandaríkjunum, sem sé í samræmi við „heilbrigða skynsemi.“ Sautján létust þegar byssumaður hóf skothríð í áðurnefndum Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskóla í Flórída. Hópur nemenda sem komst lífs af úr árásinni hefur komið af stað gríðarstórri hreyfingu undir formerkjunum March For Our Lives, eða Göngum fyrir lífi okkar, sem berst fyrir hertri byssulöggjöf í Bandaríkjunum.
Skotárás í Flórída Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Jimmy Fallon kemur þjáðum nemendum á óvart Sagði nemendum að láta ekki neitt stoppa sig. 4. júní 2018 11:10 „Ég myndi aldrei sitja þarna og leyfa krökkunum mínum að vera slátrað“ Lögreglufulltrúinn fyrrverandi, Scot Peterson, hefur tjáð sig í fyrsta sinn um skotárásina í Marjory Stoneman Douglas-menntaskólanum í Parkland í Flórída þar sem Nikolas Cruz myrti sautján manns þann 14. febrúar. 5. júní 2018 12:15 Árásin í Parkland breytti litlu Skólaskotárásin í Parkland í Flórída, þar sem sautján nemendur voru myrtir, hafði engin varanleg áhrif á afstöðu Bandaríkjamanna gagnvart skotvopnaeign. 24. maí 2018 06:00 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Jimmy Fallon kemur þjáðum nemendum á óvart Sagði nemendum að láta ekki neitt stoppa sig. 4. júní 2018 11:10
„Ég myndi aldrei sitja þarna og leyfa krökkunum mínum að vera slátrað“ Lögreglufulltrúinn fyrrverandi, Scot Peterson, hefur tjáð sig í fyrsta sinn um skotárásina í Marjory Stoneman Douglas-menntaskólanum í Parkland í Flórída þar sem Nikolas Cruz myrti sautján manns þann 14. febrúar. 5. júní 2018 12:15
Árásin í Parkland breytti litlu Skólaskotárásin í Parkland í Flórída, þar sem sautján nemendur voru myrtir, hafði engin varanleg áhrif á afstöðu Bandaríkjamanna gagnvart skotvopnaeign. 24. maí 2018 06:00
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent