Gullkynslóðin er rétt að byrja 16. júlí 2018 22:00 Frakkar lyfta bikarnum. vísir/getty Franska landsliðið undir stjórn Didier Deschamps stóð undir væntingum og vann annan heimsmeistaratitilinn í sögu landsins eftir 4-2 sigur á Króatíu í gær. Varð Deschamps um leið þriðji maðurinn í sögunni sem vinnur HM sem bæði leikmaður og þjálfari, tuttugu árum og þremur dögum eftir fyrsta titil Frakka á heimavelli. Króatar voru komnir í úrslitaleikinn í fyrsta sinn og voru eflaust hissa á hversu mikið þeir fengu að halda boltanum en Frakkar voru reiðubúnir þegar Króatar sofnuðu á verðinum. Frakkland leiddi 2-1 í hálfleik eftir að hafa fengið vafasaman vítaspyrnu- og aukaspyrnudóm sem skilaði tveimur mörkum. Tvö mörk í upphafi seinni hálfleiks virtust ætla að gera út um vonir Króata en fyrirliði Frakka, Hugo Lloris, hleypti spennu í leikinn á ný. Mario Mandzukic sem skoraði sjálfsmark fyrr í leiknum nýtti sér mistök Lloris og minnkaði muninn fyrir Króata en lengra komust þeir ekki. Franska liðið undir stjórn Deschamps lagði þennan leik, rétt eins og leikinn gegn Belgíu, meistaralega upp. Í vörninni stóðu þeir vaktina vel og nýttu vel hraða Kylian Mbappe til að sækja á vörn Króata, sérstaklega þegar líða tók á leikinn. Í úrslitaleiknum gegn Portúgal á EM 2016 voru Frakkar talsvert meira með boltann og fengu góð færi, líkt og Króatía í gær, en Frakkar lærðu af mistökum sínum og fara heim með sigurverðlaunin í farteskinu. Deschamps var skiljanlega í skýjunum eftir leik og hrósaði ungum kjarna liðsins. „Þessi hópur á allt hrós skilið, það var erfitt að tapa úrslitaleiknum á EM en við lærðum heilmikið af því. Við áttum skilið að vinna, við vorum sterkir andlega og skoruðum fjögur mörk,“ sagði Deschamps og hélt áfram: „Þetta er ungt lið sem vann stærsta titil heimsins og ekki allir leikmenn orðnir tvítugir,“ sagði Deschamps. Það er óhætt að segja að framtíðin sé björt hjá franska landsliðinu. Búast má við að níu af ellefu leikmönnunum sem byrjuðu í gær geri enn tilkall til byrjunarliðssætis í Katar 2022. Þrír leikmenn eru yfir þrítugt, Hugo Lloris, Blaise Matuidi og Olivier Giroud, en markmaðurinn Lloris gæti enn varið mark Frakklands að fjórum árum liðnum. Frakkland hefur svo úr afar góðum efnivið að velja til að leysa af Giroud og Matuidi sem ætti ekki að veikja liðið. Gæti þetta því verið aðeins byrjunin á gullöld Frakklands í knattspyrnu. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Í beinni: Chelsea - West Ham | Lundúnaslagur á lokadegi gluggans Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Sjá meira
Franska landsliðið undir stjórn Didier Deschamps stóð undir væntingum og vann annan heimsmeistaratitilinn í sögu landsins eftir 4-2 sigur á Króatíu í gær. Varð Deschamps um leið þriðji maðurinn í sögunni sem vinnur HM sem bæði leikmaður og þjálfari, tuttugu árum og þremur dögum eftir fyrsta titil Frakka á heimavelli. Króatar voru komnir í úrslitaleikinn í fyrsta sinn og voru eflaust hissa á hversu mikið þeir fengu að halda boltanum en Frakkar voru reiðubúnir þegar Króatar sofnuðu á verðinum. Frakkland leiddi 2-1 í hálfleik eftir að hafa fengið vafasaman vítaspyrnu- og aukaspyrnudóm sem skilaði tveimur mörkum. Tvö mörk í upphafi seinni hálfleiks virtust ætla að gera út um vonir Króata en fyrirliði Frakka, Hugo Lloris, hleypti spennu í leikinn á ný. Mario Mandzukic sem skoraði sjálfsmark fyrr í leiknum nýtti sér mistök Lloris og minnkaði muninn fyrir Króata en lengra komust þeir ekki. Franska liðið undir stjórn Deschamps lagði þennan leik, rétt eins og leikinn gegn Belgíu, meistaralega upp. Í vörninni stóðu þeir vaktina vel og nýttu vel hraða Kylian Mbappe til að sækja á vörn Króata, sérstaklega þegar líða tók á leikinn. Í úrslitaleiknum gegn Portúgal á EM 2016 voru Frakkar talsvert meira með boltann og fengu góð færi, líkt og Króatía í gær, en Frakkar lærðu af mistökum sínum og fara heim með sigurverðlaunin í farteskinu. Deschamps var skiljanlega í skýjunum eftir leik og hrósaði ungum kjarna liðsins. „Þessi hópur á allt hrós skilið, það var erfitt að tapa úrslitaleiknum á EM en við lærðum heilmikið af því. Við áttum skilið að vinna, við vorum sterkir andlega og skoruðum fjögur mörk,“ sagði Deschamps og hélt áfram: „Þetta er ungt lið sem vann stærsta titil heimsins og ekki allir leikmenn orðnir tvítugir,“ sagði Deschamps. Það er óhætt að segja að framtíðin sé björt hjá franska landsliðinu. Búast má við að níu af ellefu leikmönnunum sem byrjuðu í gær geri enn tilkall til byrjunarliðssætis í Katar 2022. Þrír leikmenn eru yfir þrítugt, Hugo Lloris, Blaise Matuidi og Olivier Giroud, en markmaðurinn Lloris gæti enn varið mark Frakklands að fjórum árum liðnum. Frakkland hefur svo úr afar góðum efnivið að velja til að leysa af Giroud og Matuidi sem ætti ekki að veikja liðið. Gæti þetta því verið aðeins byrjunin á gullöld Frakklands í knattspyrnu.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Í beinni: Chelsea - West Ham | Lundúnaslagur á lokadegi gluggans Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Sjá meira