Innlent

2,5 milljónir hóflegt endurgjald

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Lögmaðurinn hafði meðal annars rekið málið fyrir Hæstarétti.
Lögmaðurinn hafði meðal annars rekið málið fyrir Hæstarétti. Vísir/GVA
Einstaklingur þarf að greiða lögmanni 2,5 milljónir vegna tæplega 97 klukkustunda vinnu sem sá síðarnefndi innti af hendi við rekstur dómsmáls fyrir hann í héraði og Hæstarétti. Fyrir hafði einstaklingurinn greitt 2,5 milljónir vegna málsins.

Ágreiningur um það hvort reikningurinn fæli í sér hóflegt endurgjald var lagður fyrir úrskurðarnefnd lögmanna. Um tvö aðskilin mál, sem voru flutt samhliða í héraði og Hæstarétti árin 2015 og 2017, var að ræða. Fólkið tapaði málunum í héraði en þau unnust í Hæstarétti og voru samtals tvær milljónir dæmdar í málskostnað.

Málskostnaðurinn kom til frádráttar eftirstöðvunum en þær námu 2,5 milljónum en nokkur afsláttur hafði verið gefinn frá taxta lögmannsins. Alls fóru 306 vinnustundir í undirbúning málsins af hálfu lögmannsins. Nefndin féllst á það að tímafjöldinn hefði verið í hæsta lagi en þó réttlætanlegur með tilliti til umfangs málanna. Milljónirnar 2,5 þóttu því hæfilegt endurgjald vegna málsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×