Persónuvernd of fáliðuð til að takast á við breytingarnar Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 16. júlí 2018 06:00 Ný persónuverndarlög tóku gildi í gær á fimmtugsafmælisdegi Helgu Þórisdóttur, forstjóra Persónuverndar. VÍSIR/VILHELM „Það má búast við að einhverjir hnökrar verði í byrjun, þannig hefur það verið annars staðar í Evrópu,“ segir Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, um gildistöku nýrra persónuverndarlaga í gær. Unnið hefur verið að undirbúningi fyrir hina nýju löggjöf hjá flestum fyrirtækjum landsins, sveitarfélögum og stofnunum ríkisins og það á eftir að koma í ljós hve vel stofnanir og fyrirtæki verða undirbúin þegar einstaklingar fara að herja á um réttindi sín. Helga segir algera sprengju hafa orðið í kvörtunum hjá Persónuverndarstofnunum víða um Evrópu eftir gildistöku laga þar og dæmi séu um að yfir þúsund mál hafi borist á fyrstu vikum eftir gildistöku laganna, bæði í Danmörku og Írlandi. Í Frakklandi hafi aukningin verið 50 prósent samanborið við árið á undan.Sjá einnig: Miklir hagsmunir í húfi með nýju persónuverndarlögunum Helga segir að þótt Persónuvernd hafi verið efld til muna og starfsfólki fjölgað úr sjö í tólf dugi það engan veginn. „Ég þyrfti helst að fá fimm nýja lögfræðinga strax á morgun til að takast á við þennan gríðarlega verkefnahala sem fyrir er auk allra þessara nýju verkefna,“ segir Helga og nefnir nýjar eftirlitsskyldur stofnunarinnar, þrengri tímafrest og aukið erlent samstarf sem kemur til vegna nýrra kæruleiða þvert á landamæri. Helga segir að skoða þurfi hvort og hvernig megi klára málahalann, mögulega með lagasetningu. Í Svíþjóð hafi stofnunin til dæmis heimild til að vísa málum frá ef úrskurður liggur fyrir í sambærilegu máli. Þá hafi Samkeppniseftirlitið heimild til að forgangsraða málum og taka ekki öll mál fyrir. „Það gefur augaleið að með mjög takmarkaðan fjölda starfsmanna að fást við 750 mál og svo kemur kannski sprengja af nýjum málum, þá verður að bregðast við því.“ Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Segir ekki kjöraðstæður að fást við nýja persónuverndarlöggjöf vegna mikils álags Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, segir að ekki séu kjöraðstæður hjá stofnuninni til að takast á við þann mikla málafjölda sem gera má ráð fyrir að fylgi nýrri persónuverndarlöggjöf sem tekur gildi á sunnudag. 11. júlí 2018 09:00 Miklir hagsmunir í húfi með nýju persónuverndarlögunum Ný persónuverndarlöggjöf sem tók gildi í dag er lítt gagnleg ef einstaklingar nýta ekki réttindin sem þeir öðlast með lögunum. Þetta segir framkvæmdastjóri fyrirtækis sem sérhæfir sig í hagkerfi persónuupplýsinga. Yfir þrettán hundruð manns hafa skráð sig í hóp á Facebook sem ber yfirskriftina "ég vil fá persónugögnin mín.“ 15. júlí 2018 20:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Innlent Fleiri fréttir Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Sjá meira
„Það má búast við að einhverjir hnökrar verði í byrjun, þannig hefur það verið annars staðar í Evrópu,“ segir Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, um gildistöku nýrra persónuverndarlaga í gær. Unnið hefur verið að undirbúningi fyrir hina nýju löggjöf hjá flestum fyrirtækjum landsins, sveitarfélögum og stofnunum ríkisins og það á eftir að koma í ljós hve vel stofnanir og fyrirtæki verða undirbúin þegar einstaklingar fara að herja á um réttindi sín. Helga segir algera sprengju hafa orðið í kvörtunum hjá Persónuverndarstofnunum víða um Evrópu eftir gildistöku laga þar og dæmi séu um að yfir þúsund mál hafi borist á fyrstu vikum eftir gildistöku laganna, bæði í Danmörku og Írlandi. Í Frakklandi hafi aukningin verið 50 prósent samanborið við árið á undan.Sjá einnig: Miklir hagsmunir í húfi með nýju persónuverndarlögunum Helga segir að þótt Persónuvernd hafi verið efld til muna og starfsfólki fjölgað úr sjö í tólf dugi það engan veginn. „Ég þyrfti helst að fá fimm nýja lögfræðinga strax á morgun til að takast á við þennan gríðarlega verkefnahala sem fyrir er auk allra þessara nýju verkefna,“ segir Helga og nefnir nýjar eftirlitsskyldur stofnunarinnar, þrengri tímafrest og aukið erlent samstarf sem kemur til vegna nýrra kæruleiða þvert á landamæri. Helga segir að skoða þurfi hvort og hvernig megi klára málahalann, mögulega með lagasetningu. Í Svíþjóð hafi stofnunin til dæmis heimild til að vísa málum frá ef úrskurður liggur fyrir í sambærilegu máli. Þá hafi Samkeppniseftirlitið heimild til að forgangsraða málum og taka ekki öll mál fyrir. „Það gefur augaleið að með mjög takmarkaðan fjölda starfsmanna að fást við 750 mál og svo kemur kannski sprengja af nýjum málum, þá verður að bregðast við því.“
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Segir ekki kjöraðstæður að fást við nýja persónuverndarlöggjöf vegna mikils álags Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, segir að ekki séu kjöraðstæður hjá stofnuninni til að takast á við þann mikla málafjölda sem gera má ráð fyrir að fylgi nýrri persónuverndarlöggjöf sem tekur gildi á sunnudag. 11. júlí 2018 09:00 Miklir hagsmunir í húfi með nýju persónuverndarlögunum Ný persónuverndarlöggjöf sem tók gildi í dag er lítt gagnleg ef einstaklingar nýta ekki réttindin sem þeir öðlast með lögunum. Þetta segir framkvæmdastjóri fyrirtækis sem sérhæfir sig í hagkerfi persónuupplýsinga. Yfir þrettán hundruð manns hafa skráð sig í hóp á Facebook sem ber yfirskriftina "ég vil fá persónugögnin mín.“ 15. júlí 2018 20:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Innlent Fleiri fréttir Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Sjá meira
Segir ekki kjöraðstæður að fást við nýja persónuverndarlöggjöf vegna mikils álags Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, segir að ekki séu kjöraðstæður hjá stofnuninni til að takast á við þann mikla málafjölda sem gera má ráð fyrir að fylgi nýrri persónuverndarlöggjöf sem tekur gildi á sunnudag. 11. júlí 2018 09:00
Miklir hagsmunir í húfi með nýju persónuverndarlögunum Ný persónuverndarlöggjöf sem tók gildi í dag er lítt gagnleg ef einstaklingar nýta ekki réttindin sem þeir öðlast með lögunum. Þetta segir framkvæmdastjóri fyrirtækis sem sérhæfir sig í hagkerfi persónuupplýsinga. Yfir þrettán hundruð manns hafa skráð sig í hóp á Facebook sem ber yfirskriftina "ég vil fá persónugögnin mín.“ 15. júlí 2018 20:00