Persónuvernd of fáliðuð til að takast á við breytingarnar Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 16. júlí 2018 06:00 Ný persónuverndarlög tóku gildi í gær á fimmtugsafmælisdegi Helgu Þórisdóttur, forstjóra Persónuverndar. VÍSIR/VILHELM „Það má búast við að einhverjir hnökrar verði í byrjun, þannig hefur það verið annars staðar í Evrópu,“ segir Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, um gildistöku nýrra persónuverndarlaga í gær. Unnið hefur verið að undirbúningi fyrir hina nýju löggjöf hjá flestum fyrirtækjum landsins, sveitarfélögum og stofnunum ríkisins og það á eftir að koma í ljós hve vel stofnanir og fyrirtæki verða undirbúin þegar einstaklingar fara að herja á um réttindi sín. Helga segir algera sprengju hafa orðið í kvörtunum hjá Persónuverndarstofnunum víða um Evrópu eftir gildistöku laga þar og dæmi séu um að yfir þúsund mál hafi borist á fyrstu vikum eftir gildistöku laganna, bæði í Danmörku og Írlandi. Í Frakklandi hafi aukningin verið 50 prósent samanborið við árið á undan.Sjá einnig: Miklir hagsmunir í húfi með nýju persónuverndarlögunum Helga segir að þótt Persónuvernd hafi verið efld til muna og starfsfólki fjölgað úr sjö í tólf dugi það engan veginn. „Ég þyrfti helst að fá fimm nýja lögfræðinga strax á morgun til að takast á við þennan gríðarlega verkefnahala sem fyrir er auk allra þessara nýju verkefna,“ segir Helga og nefnir nýjar eftirlitsskyldur stofnunarinnar, þrengri tímafrest og aukið erlent samstarf sem kemur til vegna nýrra kæruleiða þvert á landamæri. Helga segir að skoða þurfi hvort og hvernig megi klára málahalann, mögulega með lagasetningu. Í Svíþjóð hafi stofnunin til dæmis heimild til að vísa málum frá ef úrskurður liggur fyrir í sambærilegu máli. Þá hafi Samkeppniseftirlitið heimild til að forgangsraða málum og taka ekki öll mál fyrir. „Það gefur augaleið að með mjög takmarkaðan fjölda starfsmanna að fást við 750 mál og svo kemur kannski sprengja af nýjum málum, þá verður að bregðast við því.“ Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Segir ekki kjöraðstæður að fást við nýja persónuverndarlöggjöf vegna mikils álags Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, segir að ekki séu kjöraðstæður hjá stofnuninni til að takast á við þann mikla málafjölda sem gera má ráð fyrir að fylgi nýrri persónuverndarlöggjöf sem tekur gildi á sunnudag. 11. júlí 2018 09:00 Miklir hagsmunir í húfi með nýju persónuverndarlögunum Ný persónuverndarlöggjöf sem tók gildi í dag er lítt gagnleg ef einstaklingar nýta ekki réttindin sem þeir öðlast með lögunum. Þetta segir framkvæmdastjóri fyrirtækis sem sérhæfir sig í hagkerfi persónuupplýsinga. Yfir þrettán hundruð manns hafa skráð sig í hóp á Facebook sem ber yfirskriftina "ég vil fá persónugögnin mín.“ 15. júlí 2018 20:00 Mest lesið Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis Innlent „Það er að raungerast sem við óttuðumst“ Innlent Í sjálfheldu í fimm daga: „Ég er vitlausi ameríski ferðamaðurinn“ Innlent Halla Tomas og „Gmmtnnnnm“ Innlent Trump segir skemmdarverk á Teslum hryðjuverk Erlent Lögreglumenn megi grínast sín á milli eins og aðrir Innlent Trump gerður afturreka með 25 þúsund uppsagnir og bann gegn trans fólki Erlent Ráðin aðstoðarmaður borgarstjóra Innlent Ríkið sýknað í Skuggasundsmálinu Innlent Magnús Karl og Silja Bára áfram í rektorskjöri Innlent Fleiri fréttir Fjórða stýrivaxtalækkunin og flatkökur aftur í boði Gerendur nýti „allar mögulegar leiðir“ Magnús Karl og Silja Bára áfram í rektorskjöri Gæsluvarðhald framlengt yfir þremur Umsáturseinelti, áttavilltur ferðamaður og rektorskjör Í sjálfheldu í fimm daga: „Ég er vitlausi ameríski ferðamaðurinn“ Ríkið tekur við börnum með fjölþættan vanda Lögreglumenn megi grínast sín á milli eins og aðrir Henda minna og flokka betur Bíða enn niðurstöðu um varðhald „Það er að raungerast sem við óttuðumst“ Frjósemi aldrei verið minni en árið 2024 Ekkert lát á sprengjuregni í Úkraínu Ríkið sýknað í Skuggasundsmálinu Á leið til Noregs og Svíþjóðar Halla Tomas og „Gmmtnnnnm“ Leikaraverkfalli aflýst Snarpur skjálfti í Bárðarbungu Ráðin aðstoðarmaður borgarstjóra Nefndin skoði lögreglu en ekki blaðamenn Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis Eldur kviknaði út frá inntaki í álverinu „Ef við búum til alvöruvalkost sem virkar þá mun fólk nota hann“ „Ég vissi það þó að innkoman yrði að vera meiri en útgjöldin“ Borgarstjóri á borgarstjóralaunum Rafmagnið sló út víða um land Aðeins eitt þungt ökutæki má vera á Ölfusárbrú í einu Handtóku einn til viðbótar Bæjarstjórnin vilji hefja uppbyggingu en ríkisstjórnin doka við Skiptar skoðanir um endurreisn í Grindavík, Úkraína heimsótt og nýr borgarstjóri Sjá meira
„Það má búast við að einhverjir hnökrar verði í byrjun, þannig hefur það verið annars staðar í Evrópu,“ segir Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, um gildistöku nýrra persónuverndarlaga í gær. Unnið hefur verið að undirbúningi fyrir hina nýju löggjöf hjá flestum fyrirtækjum landsins, sveitarfélögum og stofnunum ríkisins og það á eftir að koma í ljós hve vel stofnanir og fyrirtæki verða undirbúin þegar einstaklingar fara að herja á um réttindi sín. Helga segir algera sprengju hafa orðið í kvörtunum hjá Persónuverndarstofnunum víða um Evrópu eftir gildistöku laga þar og dæmi séu um að yfir þúsund mál hafi borist á fyrstu vikum eftir gildistöku laganna, bæði í Danmörku og Írlandi. Í Frakklandi hafi aukningin verið 50 prósent samanborið við árið á undan.Sjá einnig: Miklir hagsmunir í húfi með nýju persónuverndarlögunum Helga segir að þótt Persónuvernd hafi verið efld til muna og starfsfólki fjölgað úr sjö í tólf dugi það engan veginn. „Ég þyrfti helst að fá fimm nýja lögfræðinga strax á morgun til að takast á við þennan gríðarlega verkefnahala sem fyrir er auk allra þessara nýju verkefna,“ segir Helga og nefnir nýjar eftirlitsskyldur stofnunarinnar, þrengri tímafrest og aukið erlent samstarf sem kemur til vegna nýrra kæruleiða þvert á landamæri. Helga segir að skoða þurfi hvort og hvernig megi klára málahalann, mögulega með lagasetningu. Í Svíþjóð hafi stofnunin til dæmis heimild til að vísa málum frá ef úrskurður liggur fyrir í sambærilegu máli. Þá hafi Samkeppniseftirlitið heimild til að forgangsraða málum og taka ekki öll mál fyrir. „Það gefur augaleið að með mjög takmarkaðan fjölda starfsmanna að fást við 750 mál og svo kemur kannski sprengja af nýjum málum, þá verður að bregðast við því.“
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Segir ekki kjöraðstæður að fást við nýja persónuverndarlöggjöf vegna mikils álags Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, segir að ekki séu kjöraðstæður hjá stofnuninni til að takast á við þann mikla málafjölda sem gera má ráð fyrir að fylgi nýrri persónuverndarlöggjöf sem tekur gildi á sunnudag. 11. júlí 2018 09:00 Miklir hagsmunir í húfi með nýju persónuverndarlögunum Ný persónuverndarlöggjöf sem tók gildi í dag er lítt gagnleg ef einstaklingar nýta ekki réttindin sem þeir öðlast með lögunum. Þetta segir framkvæmdastjóri fyrirtækis sem sérhæfir sig í hagkerfi persónuupplýsinga. Yfir þrettán hundruð manns hafa skráð sig í hóp á Facebook sem ber yfirskriftina "ég vil fá persónugögnin mín.“ 15. júlí 2018 20:00 Mest lesið Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis Innlent „Það er að raungerast sem við óttuðumst“ Innlent Í sjálfheldu í fimm daga: „Ég er vitlausi ameríski ferðamaðurinn“ Innlent Halla Tomas og „Gmmtnnnnm“ Innlent Trump segir skemmdarverk á Teslum hryðjuverk Erlent Lögreglumenn megi grínast sín á milli eins og aðrir Innlent Trump gerður afturreka með 25 þúsund uppsagnir og bann gegn trans fólki Erlent Ráðin aðstoðarmaður borgarstjóra Innlent Ríkið sýknað í Skuggasundsmálinu Innlent Magnús Karl og Silja Bára áfram í rektorskjöri Innlent Fleiri fréttir Fjórða stýrivaxtalækkunin og flatkökur aftur í boði Gerendur nýti „allar mögulegar leiðir“ Magnús Karl og Silja Bára áfram í rektorskjöri Gæsluvarðhald framlengt yfir þremur Umsáturseinelti, áttavilltur ferðamaður og rektorskjör Í sjálfheldu í fimm daga: „Ég er vitlausi ameríski ferðamaðurinn“ Ríkið tekur við börnum með fjölþættan vanda Lögreglumenn megi grínast sín á milli eins og aðrir Henda minna og flokka betur Bíða enn niðurstöðu um varðhald „Það er að raungerast sem við óttuðumst“ Frjósemi aldrei verið minni en árið 2024 Ekkert lát á sprengjuregni í Úkraínu Ríkið sýknað í Skuggasundsmálinu Á leið til Noregs og Svíþjóðar Halla Tomas og „Gmmtnnnnm“ Leikaraverkfalli aflýst Snarpur skjálfti í Bárðarbungu Ráðin aðstoðarmaður borgarstjóra Nefndin skoði lögreglu en ekki blaðamenn Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis Eldur kviknaði út frá inntaki í álverinu „Ef við búum til alvöruvalkost sem virkar þá mun fólk nota hann“ „Ég vissi það þó að innkoman yrði að vera meiri en útgjöldin“ Borgarstjóri á borgarstjóralaunum Rafmagnið sló út víða um land Aðeins eitt þungt ökutæki má vera á Ölfusárbrú í einu Handtóku einn til viðbótar Bæjarstjórnin vilji hefja uppbyggingu en ríkisstjórnin doka við Skiptar skoðanir um endurreisn í Grindavík, Úkraína heimsótt og nýr borgarstjóri Sjá meira
Segir ekki kjöraðstæður að fást við nýja persónuverndarlöggjöf vegna mikils álags Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, segir að ekki séu kjöraðstæður hjá stofnuninni til að takast á við þann mikla málafjölda sem gera má ráð fyrir að fylgi nýrri persónuverndarlöggjöf sem tekur gildi á sunnudag. 11. júlí 2018 09:00
Miklir hagsmunir í húfi með nýju persónuverndarlögunum Ný persónuverndarlöggjöf sem tók gildi í dag er lítt gagnleg ef einstaklingar nýta ekki réttindin sem þeir öðlast með lögunum. Þetta segir framkvæmdastjóri fyrirtækis sem sérhæfir sig í hagkerfi persónuupplýsinga. Yfir þrettán hundruð manns hafa skráð sig í hóp á Facebook sem ber yfirskriftina "ég vil fá persónugögnin mín.“ 15. júlí 2018 20:00