Ásdís himinlifandi með að hafa tapað Tómas Þór Þórðarson skrifar 16. júlí 2018 10:58 Ásdís Hjálmsdóttir gleðst yfir því að framtíðin sé björt. vísir/anton brink Ásdís Hjálmsdóttir, Ólympíufari og Íslandsmethafi í spjótkasti, vann tvenn gullverðlaun og eitt silfur á 92. Meistaramóti Íslands í frjálsíþróttum sem fram fór á Sauðárkróki um helgina. Hún átti í engum vandræðum með að rúlla upp keppinautum sínum í spjótkastinu, sinni sterkustu grein, en Ásdís kastaði lengst 57,74 metra. María Rún Gunnlaugsdóttir varð önnur með kast upp á 42,80 metra. Ekki mikil samkeppni þar. Ásdís bar einnig sigur úr býtum í kúluvarpi. Hún varpiaði kúlunni lengst 15,11 metra en fékk samkeppni frá Ernu Sóleyju Gunnarsdóttur úr ÍR sem kastaði 14,44 metra. Thelma Lind Kristjánsdóttir, 21 árs gömul stúlka úr ÍR, varð þriðja með kast upp á 13,28 metra. Thelma Lind gerði sér svo lítið fyrir og lagði kastdrottningu Íslands í kringlukastinu. Hún kastaði lengst 49,85 metra í fjórða kasti en Ásdís kom kringlunni ekki lengra en 48,18 metra í fimmta kasti og gerði ógilt í síðasta kasti sínu. Ásdís Hjálmsdóttir er mikil keppnismanneskja og segir í pistli á Facebook-síðu sinni að hún ætlaði sér þrjú gull en hún fagnar því að fá loksins alvöru samkeppni. Hún er orðin þreytt á því að vita litinn á medalíunum sínum áður en hún mætir til leiks hér heima. „Ég veit ekki hversu margar svona [medalíur] ég hef unnið á ævinni en ég er nokkuð viss um að þetta silfur í kringlukastinu sé mín uppáhalds. Hún er uppáhaldið því hún táknar framtíðina,“ segir Ásdís. „Ég fékk áhugaverða spurningu í dag sem varð til þess að ég ritaði þessa færslu. Ég var spurð hvort ég væri pirruð yfir því að tapa. Þvert á móti er ég ánægð. Ég er ánægð með að samkeppnin er orðin svo mikil að ég tapaði ekki gullinu. Ég vann silfrið! Það sýnir hversu björt framtíðin er fyrir Frjálsíþróttasambandið.“ Ásdís viðurkennir að Thelma hafi einfaldlega verið betri en hún í kringlukastinu og hafi átt gullverðlaunin skilið. „Í íþróttum er gott að vita að það er jafngott að vita hvernig á að tapa eins og það er að vita hvernig á að vinna. Svo má ekki gleyma að ég er spjótkastari eftir allt saman,“ segir Ásdís Hjálmsdóttir. Næst á dagskrá hjá Ásdísi er Evrópumeistaramótið í Berlín sem fram fer 7.-12. ágúst en Ásdís virðist öll vera að koma til eftir erfið meiðsli og toppar vonandi í Berlín í næsta mánuði. Tæpur tveimur vikum áður en hún mætti á Meistaramótið kastaði hún 60,34 metra á móti erlendis. Íslandsmet hennar er 63,43 metrar en það setti hún í fyrra. Frjálsar íþróttir Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Barcelona - Alaves | Börsungar komnir á beinu brautina? Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Sjá meira
Ásdís Hjálmsdóttir, Ólympíufari og Íslandsmethafi í spjótkasti, vann tvenn gullverðlaun og eitt silfur á 92. Meistaramóti Íslands í frjálsíþróttum sem fram fór á Sauðárkróki um helgina. Hún átti í engum vandræðum með að rúlla upp keppinautum sínum í spjótkastinu, sinni sterkustu grein, en Ásdís kastaði lengst 57,74 metra. María Rún Gunnlaugsdóttir varð önnur með kast upp á 42,80 metra. Ekki mikil samkeppni þar. Ásdís bar einnig sigur úr býtum í kúluvarpi. Hún varpiaði kúlunni lengst 15,11 metra en fékk samkeppni frá Ernu Sóleyju Gunnarsdóttur úr ÍR sem kastaði 14,44 metra. Thelma Lind Kristjánsdóttir, 21 árs gömul stúlka úr ÍR, varð þriðja með kast upp á 13,28 metra. Thelma Lind gerði sér svo lítið fyrir og lagði kastdrottningu Íslands í kringlukastinu. Hún kastaði lengst 49,85 metra í fjórða kasti en Ásdís kom kringlunni ekki lengra en 48,18 metra í fimmta kasti og gerði ógilt í síðasta kasti sínu. Ásdís Hjálmsdóttir er mikil keppnismanneskja og segir í pistli á Facebook-síðu sinni að hún ætlaði sér þrjú gull en hún fagnar því að fá loksins alvöru samkeppni. Hún er orðin þreytt á því að vita litinn á medalíunum sínum áður en hún mætir til leiks hér heima. „Ég veit ekki hversu margar svona [medalíur] ég hef unnið á ævinni en ég er nokkuð viss um að þetta silfur í kringlukastinu sé mín uppáhalds. Hún er uppáhaldið því hún táknar framtíðina,“ segir Ásdís. „Ég fékk áhugaverða spurningu í dag sem varð til þess að ég ritaði þessa færslu. Ég var spurð hvort ég væri pirruð yfir því að tapa. Þvert á móti er ég ánægð. Ég er ánægð með að samkeppnin er orðin svo mikil að ég tapaði ekki gullinu. Ég vann silfrið! Það sýnir hversu björt framtíðin er fyrir Frjálsíþróttasambandið.“ Ásdís viðurkennir að Thelma hafi einfaldlega verið betri en hún í kringlukastinu og hafi átt gullverðlaunin skilið. „Í íþróttum er gott að vita að það er jafngott að vita hvernig á að tapa eins og það er að vita hvernig á að vinna. Svo má ekki gleyma að ég er spjótkastari eftir allt saman,“ segir Ásdís Hjálmsdóttir. Næst á dagskrá hjá Ásdísi er Evrópumeistaramótið í Berlín sem fram fer 7.-12. ágúst en Ásdís virðist öll vera að koma til eftir erfið meiðsli og toppar vonandi í Berlín í næsta mánuði. Tæpur tveimur vikum áður en hún mætti á Meistaramótið kastaði hún 60,34 metra á móti erlendis. Íslandsmet hennar er 63,43 metrar en það setti hún í fyrra.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Barcelona - Alaves | Börsungar komnir á beinu brautina? Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Sjá meira