Oliver: Flottasta mark sem ég hef skorað Magnús Ellert Bjarnason skrifar 16. júlí 2018 21:22 Oliver skoraði sigurmarkið í dag. vísir/bára Oliver Sigurjónsson var hetjan á Kópavogsvelli í kvöld þegar hann tryggði sínu liði, Breiðablik, dramatískan 2-1 sigur gegn Fjölni með glæsilegu aukaspyrnumarki í uppbótartíma. Með sigrinum heldur Breiðablik í við topplið Stjörnunnar og Vals og var markið því gríðarlega mikilvægt. Oliver gat því ekki verið annað en ánægður í leikslok þegar að blaðamaður Vísis náði tali af honum. „Það var rosa sætt að klára þetta í blálokin, þó að ég hafi ekki viljað hafa þetta svona tæpt.” „Við stjórnum leiknum algjörlega í fyrri hálfleik en mér fannst við aðeins missa taktinn í þeim seinni. Þeir komust þar af leiðandi miklu meira inn í leikinn og voru hættulegri en við á köflum.” „Ég veit ekki hvort við gátum gert eitthvað í markinu sem þeir skora. Þetta var gott langskot frá Birni og lítið svosem við því að segja. En sem betur fer náðum við að koma tilbaka og tryggja stigin þrjú í lokin.” „Í það heila myndi ég segja að þetta hafi verið ágætis frammistaða en við þurfum að skoða betur hvað fór úrskeiðis í seinni hálfleik og bæta það. “ sagði Oliver í leikslok. Þetta var fyrsta mark Olivers í deildinni í sumar. Var þetta hans flottasta mark í Blika treyjunni? „Já, kannski. Ég skoraði reyndar flott mark gegn Fjölni 2015 og svipað aukaspyrnumark í fyrra. En þetta var lengra frá og örugglega flottasta mark sem ég hef skorað fyrir Breiðablik.” Danski sóknarmaðurinn Thomas Mikkelsen lék sinn fyrsta leik fyrir Breiðablik í kvöld og tók það hann einungis 13 mínútur að skora fyrsta mark sitt í Pepsi-deildinni. Hvernig líst Oliver á danann? „Ég er mjög ánægður með hann. Hann hefur skorað mörk eins og hann skoraði hér í kvöld á hverri einustu æfingu, ekta framherjamark. Hann var þreyttur undir lokin en hann var baráttuglaður og góður að halda boltanum. Núna erum við tvo frábæra framherja, sem er góð staða til að vera í, ” sagði Oliver. Líkt og áður sagði var þessi sigur Blika gríðarlega mikilvægur og munar nú einungis þrem stigum á Breiðablik og toppliðunum tveimur, Stjörnunni og Val. Hvernig líst Oliver á toppbaráttuna? „Við vorum að koma okkur nær, en við viljum fara ennþá hærra. Toppbaráttan er spennandi. Þetta eru frábær lið og þetta er bara survival of the fittest; hverjir eru tilbúnir að fórna sér mest og klára þessa deild,” sagði Oliver brosandi að lokum áður en hélt inn í klefa. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - Fjölnir 2-1 | Aukaspyrna Olivers í uppbótartíma munurinn Oliver Sigurjónsson tryggði Blikum sigur með aukaspyrnumarki í uppbótartíma. Blikarnir eru því með 22 stig en Fjölnismenn ellefu. 16. júlí 2018 22:15 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Sjá meira
Oliver Sigurjónsson var hetjan á Kópavogsvelli í kvöld þegar hann tryggði sínu liði, Breiðablik, dramatískan 2-1 sigur gegn Fjölni með glæsilegu aukaspyrnumarki í uppbótartíma. Með sigrinum heldur Breiðablik í við topplið Stjörnunnar og Vals og var markið því gríðarlega mikilvægt. Oliver gat því ekki verið annað en ánægður í leikslok þegar að blaðamaður Vísis náði tali af honum. „Það var rosa sætt að klára þetta í blálokin, þó að ég hafi ekki viljað hafa þetta svona tæpt.” „Við stjórnum leiknum algjörlega í fyrri hálfleik en mér fannst við aðeins missa taktinn í þeim seinni. Þeir komust þar af leiðandi miklu meira inn í leikinn og voru hættulegri en við á köflum.” „Ég veit ekki hvort við gátum gert eitthvað í markinu sem þeir skora. Þetta var gott langskot frá Birni og lítið svosem við því að segja. En sem betur fer náðum við að koma tilbaka og tryggja stigin þrjú í lokin.” „Í það heila myndi ég segja að þetta hafi verið ágætis frammistaða en við þurfum að skoða betur hvað fór úrskeiðis í seinni hálfleik og bæta það. “ sagði Oliver í leikslok. Þetta var fyrsta mark Olivers í deildinni í sumar. Var þetta hans flottasta mark í Blika treyjunni? „Já, kannski. Ég skoraði reyndar flott mark gegn Fjölni 2015 og svipað aukaspyrnumark í fyrra. En þetta var lengra frá og örugglega flottasta mark sem ég hef skorað fyrir Breiðablik.” Danski sóknarmaðurinn Thomas Mikkelsen lék sinn fyrsta leik fyrir Breiðablik í kvöld og tók það hann einungis 13 mínútur að skora fyrsta mark sitt í Pepsi-deildinni. Hvernig líst Oliver á danann? „Ég er mjög ánægður með hann. Hann hefur skorað mörk eins og hann skoraði hér í kvöld á hverri einustu æfingu, ekta framherjamark. Hann var þreyttur undir lokin en hann var baráttuglaður og góður að halda boltanum. Núna erum við tvo frábæra framherja, sem er góð staða til að vera í, ” sagði Oliver. Líkt og áður sagði var þessi sigur Blika gríðarlega mikilvægur og munar nú einungis þrem stigum á Breiðablik og toppliðunum tveimur, Stjörnunni og Val. Hvernig líst Oliver á toppbaráttuna? „Við vorum að koma okkur nær, en við viljum fara ennþá hærra. Toppbaráttan er spennandi. Þetta eru frábær lið og þetta er bara survival of the fittest; hverjir eru tilbúnir að fórna sér mest og klára þessa deild,” sagði Oliver brosandi að lokum áður en hélt inn í klefa.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - Fjölnir 2-1 | Aukaspyrna Olivers í uppbótartíma munurinn Oliver Sigurjónsson tryggði Blikum sigur með aukaspyrnumarki í uppbótartíma. Blikarnir eru því með 22 stig en Fjölnismenn ellefu. 16. júlí 2018 22:15 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Sjá meira
Leik lokið: Breiðablik - Fjölnir 2-1 | Aukaspyrna Olivers í uppbótartíma munurinn Oliver Sigurjónsson tryggði Blikum sigur með aukaspyrnumarki í uppbótartíma. Blikarnir eru því með 22 stig en Fjölnismenn ellefu. 16. júlí 2018 22:15