Kitlar í tærnar að byrja aftur Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. júlí 2018 06:00 Dagný Brynjarsdóttir með frumburðinn. Drengurinn kom í heiminn fyrir rúmum mánuði. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari „Það gekk allt vel og ég held að ég gæti ekki haft það betra. Mér er sagt að þetta sé draumabarn. Hann er mjög góður og það heyrist varla í honum,“ segir Dagný Brynjarsdóttir um lífið eftir að fyrsta barn hennar kom í heiminn fyrir rúmum mánuði. Dagný var dugleg að æfa á meðgöngunni og eftir að drengurinn fæddist. Meiðsli í spjaldhrygg hafa þó látið á sér kræla. „Mér líður vel og er búin að vera að æfa. Ég finn reyndar enn aðeins til aftan í spjaldhryggnum þar sem ég meiddist í fyrra,“ segir Dagný sem æfði með karla- og kvennaliðum Selfoss á meðgöngunni. „Þegar ég var komin á þrettándu viku hætti ég að æfa með meistaraflokki karla og fór að æfa með stelpunum. Ég mætti einu sinni til tvisvar í viku þangað til á 30. viku. Svo fæddi ég á 36. viku. Ég lyfti þrisvar í viku og æfði í heildina 5-6 sinnum í viku á meðgöngunni,“ segir Dagný. Rangæingurinn var svo fljót að byrja að æfa á ný eftir að drengurinn kom í heiminn. „Ég byrjaði að fara út í göngutúra fjórum dögum eftir að ég átti og gerði það og styrktaræfingar heima fyrstu 10 dagana,“ segir Dagný. „Mig langaði svo í fótbolta á meðgöngunni. Eftir að hann fæddist var maður ekki jafn spenntur en nú er mann farið að kitla mikið í tærnar.“Dagný í búningi Portland ThornsPortland ThornsÞann 1. september næstkomandi mætir Ísland Þýskalandi í gríðarlega mikilvægum leik í undankeppni HM 2019. Íslenska liðið er á toppi síns riðils með 16 stig, einu stigi meira en það þýska, og með sigri í leiknum á Laugardalsvellinum tryggja Íslendingar sér sæti í lokakeppni HM í fyrsta sinn. Jafntefli myndi líka henta Íslandi vel en þá þyrfti liðið að vinna Tékkland þremur dögum síðar til að tryggja farseðilinn til Frakklands þar sem heimsmeistaramótið fer fram. Um einn og hálfur mánuður er í Þýskalandsleikinn og Dagný er hóflega bjartsýn að ná honum og vonast að sjálfsögðu til þess. „Auðvitað horfi ég á það og mér líður vel í líkamanum. Ég nenni ekki að byrja og verða verri í spjaldhryggnum. Ég veit að um leið og ég verð góð þar verð ég góð til að spila. Ég finn ekki fyrir þessu nema þegar ég geri of mikið. Ég er ágætlega bjartsýn,“ segir Dagný. „Ef ég verð ekki valin hef ég enga ástæðu til að vera fúl af því að ég veit að ég hafði bara 11 vikur. En auðvitað kitlar það að taka þátt í þessu.“ Dagný lék með Portland Thorns í bandarísku atvinnumannadeildinni 2016 og 2017 og varð meistari með liðinu síðara árið. Samningur hennar við Portland er útrunninn en félagið hefur áhuga á að halda Dagnýju.Sjá einnig: Táraðist næstum því í leikslok eftir ógeðslega erfitt ár „Ég var orðin samningslaus. Ég var að fara að skrifa undir þegar ég komst að því að ég var ólétt. Þau eru búin að vera í góðu sambandi við mig,“ segir Dagný og bætir við að lið í Svíþjóð hafi sett sig í samband og viljað fá hana til að spila seinni hluta tímabilsins þar í landi. Hún hafi hins vegar hafnað þeim tilboðum og stefnir á að spila erlendis eftir áramót. „Ég stefni á að fara út eftir áramót. Það er spennandi að fara til Portland því ég þekki umhverfið og allt þar. En það er erfitt að segja. Núna þarf að maður að hugsa um fleiri en mann sjálfan. Núna horfi ég kannski meira á samningana heldur en ég hef gert,“ segir Dagný. Svo gæti farið að hún klári tímabilið í Pepsi-deildinni með Selfossi sem hún lék með 2014 og 2015. „Ég er í viðræðum við Selfoss og vonandi næ ég einhverjum leikjum í Pepsi-deildinni,“ segir Dagný sem samdi við Selfoss í gærkvöldi. „Auðvitað vonast ég til að spila í ágúst og auðvitað langaði mig að spila í júlí en á meðan ég finn til í spjaldhryggnum er ég ekki að fara að gera það,“ segir Dagný að lokum. Birtist í Fréttablaðinu Íslenski boltinn Tengdar fréttir Dagný í Selfoss Dagný Brynjarsdóttir hefur skrifað undir samning við Selfoss í Pepsi-deild kvenna. Samningurinn er út yfirstandandi leiktíð. 16. júlí 2018 21:47 Táraðist næstum því í leikslok eftir ógeðslega erfitt ár Dagný Brynjarsdóttir vann sinn ellefta stóra titil á ferlinum um helgina þegar hún varð bandarískur meistari með Portland Thorns. Hún er fyrsti Íslendingurinn sem verður bandarískur meistari í fótbolta. 16. október 2017 06:00 Þjálfarinn hló ekki að brandara Dagnýjar Dagný Brynjarsdóttir er fjölhæfur leikmaður sem getur spilað margar stöður á vellinum þótt að hún vilji sjálf helst vera inn á miðjunni. 16. október 2017 07:30 Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Víkingar komnir í 750 milljónir og gætu spilað fram í febrúar Fótbolti Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Handbolti Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Enski boltinn Sjáðu dramatíkina í París og öll mörkin úr Meistaradeildinni Fótbolti McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golf Fleiri fréttir Tvö mörk á tveimur mínútum tryggðu sigur Galatasaray tók toppsætið af Tottenham Tvö lið með fullt hús stiga í Sambandsdeildinni Í beinni: Man. Utd - PAOK | Kemur fyrsti sigurinn í kvöld? Í beinni: Plzen - Real Sociedad | Orri í Tékklandi Í beinni: Chelsea - Noah | Af örkinni á Brúna Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Í beinni: Ísland - Slóvakía | Mikið breytt landslið mætir Slóvökum Ákvörðun þjálfarans að kalla Mbappé ekki inn í landsliðshópinn „Frammistaða upp á 8,5 í þessum leik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Víkingi sextíu milljónir til viðbótar Víkingar komnir í 750 milljónir og gætu spilað fram í febrúar Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna „Þetta er liðið hans Höskuldar“ Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ Ísland í riðli með Frökkum og Maríu Ragnar ráðinn til AGF Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða „Leið eins og ég væri í einhverju sorgarferli“ Sjáðu dramatíkina í París og öll mörkin úr Meistaradeildinni McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir „Verður sérstök stund fyrir hana“ Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Íslensku stelpurnar gætu lent í riðli með heimsmeisturunum Sjá meira
„Það gekk allt vel og ég held að ég gæti ekki haft það betra. Mér er sagt að þetta sé draumabarn. Hann er mjög góður og það heyrist varla í honum,“ segir Dagný Brynjarsdóttir um lífið eftir að fyrsta barn hennar kom í heiminn fyrir rúmum mánuði. Dagný var dugleg að æfa á meðgöngunni og eftir að drengurinn fæddist. Meiðsli í spjaldhrygg hafa þó látið á sér kræla. „Mér líður vel og er búin að vera að æfa. Ég finn reyndar enn aðeins til aftan í spjaldhryggnum þar sem ég meiddist í fyrra,“ segir Dagný sem æfði með karla- og kvennaliðum Selfoss á meðgöngunni. „Þegar ég var komin á þrettándu viku hætti ég að æfa með meistaraflokki karla og fór að æfa með stelpunum. Ég mætti einu sinni til tvisvar í viku þangað til á 30. viku. Svo fæddi ég á 36. viku. Ég lyfti þrisvar í viku og æfði í heildina 5-6 sinnum í viku á meðgöngunni,“ segir Dagný. Rangæingurinn var svo fljót að byrja að æfa á ný eftir að drengurinn kom í heiminn. „Ég byrjaði að fara út í göngutúra fjórum dögum eftir að ég átti og gerði það og styrktaræfingar heima fyrstu 10 dagana,“ segir Dagný. „Mig langaði svo í fótbolta á meðgöngunni. Eftir að hann fæddist var maður ekki jafn spenntur en nú er mann farið að kitla mikið í tærnar.“Dagný í búningi Portland ThornsPortland ThornsÞann 1. september næstkomandi mætir Ísland Þýskalandi í gríðarlega mikilvægum leik í undankeppni HM 2019. Íslenska liðið er á toppi síns riðils með 16 stig, einu stigi meira en það þýska, og með sigri í leiknum á Laugardalsvellinum tryggja Íslendingar sér sæti í lokakeppni HM í fyrsta sinn. Jafntefli myndi líka henta Íslandi vel en þá þyrfti liðið að vinna Tékkland þremur dögum síðar til að tryggja farseðilinn til Frakklands þar sem heimsmeistaramótið fer fram. Um einn og hálfur mánuður er í Þýskalandsleikinn og Dagný er hóflega bjartsýn að ná honum og vonast að sjálfsögðu til þess. „Auðvitað horfi ég á það og mér líður vel í líkamanum. Ég nenni ekki að byrja og verða verri í spjaldhryggnum. Ég veit að um leið og ég verð góð þar verð ég góð til að spila. Ég finn ekki fyrir þessu nema þegar ég geri of mikið. Ég er ágætlega bjartsýn,“ segir Dagný. „Ef ég verð ekki valin hef ég enga ástæðu til að vera fúl af því að ég veit að ég hafði bara 11 vikur. En auðvitað kitlar það að taka þátt í þessu.“ Dagný lék með Portland Thorns í bandarísku atvinnumannadeildinni 2016 og 2017 og varð meistari með liðinu síðara árið. Samningur hennar við Portland er útrunninn en félagið hefur áhuga á að halda Dagnýju.Sjá einnig: Táraðist næstum því í leikslok eftir ógeðslega erfitt ár „Ég var orðin samningslaus. Ég var að fara að skrifa undir þegar ég komst að því að ég var ólétt. Þau eru búin að vera í góðu sambandi við mig,“ segir Dagný og bætir við að lið í Svíþjóð hafi sett sig í samband og viljað fá hana til að spila seinni hluta tímabilsins þar í landi. Hún hafi hins vegar hafnað þeim tilboðum og stefnir á að spila erlendis eftir áramót. „Ég stefni á að fara út eftir áramót. Það er spennandi að fara til Portland því ég þekki umhverfið og allt þar. En það er erfitt að segja. Núna þarf að maður að hugsa um fleiri en mann sjálfan. Núna horfi ég kannski meira á samningana heldur en ég hef gert,“ segir Dagný. Svo gæti farið að hún klári tímabilið í Pepsi-deildinni með Selfossi sem hún lék með 2014 og 2015. „Ég er í viðræðum við Selfoss og vonandi næ ég einhverjum leikjum í Pepsi-deildinni,“ segir Dagný sem samdi við Selfoss í gærkvöldi. „Auðvitað vonast ég til að spila í ágúst og auðvitað langaði mig að spila í júlí en á meðan ég finn til í spjaldhryggnum er ég ekki að fara að gera það,“ segir Dagný að lokum.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenski boltinn Tengdar fréttir Dagný í Selfoss Dagný Brynjarsdóttir hefur skrifað undir samning við Selfoss í Pepsi-deild kvenna. Samningurinn er út yfirstandandi leiktíð. 16. júlí 2018 21:47 Táraðist næstum því í leikslok eftir ógeðslega erfitt ár Dagný Brynjarsdóttir vann sinn ellefta stóra titil á ferlinum um helgina þegar hún varð bandarískur meistari með Portland Thorns. Hún er fyrsti Íslendingurinn sem verður bandarískur meistari í fótbolta. 16. október 2017 06:00 Þjálfarinn hló ekki að brandara Dagnýjar Dagný Brynjarsdóttir er fjölhæfur leikmaður sem getur spilað margar stöður á vellinum þótt að hún vilji sjálf helst vera inn á miðjunni. 16. október 2017 07:30 Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Víkingar komnir í 750 milljónir og gætu spilað fram í febrúar Fótbolti Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Handbolti Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Enski boltinn Sjáðu dramatíkina í París og öll mörkin úr Meistaradeildinni Fótbolti McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golf Fleiri fréttir Tvö mörk á tveimur mínútum tryggðu sigur Galatasaray tók toppsætið af Tottenham Tvö lið með fullt hús stiga í Sambandsdeildinni Í beinni: Man. Utd - PAOK | Kemur fyrsti sigurinn í kvöld? Í beinni: Plzen - Real Sociedad | Orri í Tékklandi Í beinni: Chelsea - Noah | Af örkinni á Brúna Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Í beinni: Ísland - Slóvakía | Mikið breytt landslið mætir Slóvökum Ákvörðun þjálfarans að kalla Mbappé ekki inn í landsliðshópinn „Frammistaða upp á 8,5 í þessum leik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Víkingi sextíu milljónir til viðbótar Víkingar komnir í 750 milljónir og gætu spilað fram í febrúar Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna „Þetta er liðið hans Höskuldar“ Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ Ísland í riðli með Frökkum og Maríu Ragnar ráðinn til AGF Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða „Leið eins og ég væri í einhverju sorgarferli“ Sjáðu dramatíkina í París og öll mörkin úr Meistaradeildinni McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir „Verður sérstök stund fyrir hana“ Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Íslensku stelpurnar gætu lent í riðli með heimsmeisturunum Sjá meira
Dagný í Selfoss Dagný Brynjarsdóttir hefur skrifað undir samning við Selfoss í Pepsi-deild kvenna. Samningurinn er út yfirstandandi leiktíð. 16. júlí 2018 21:47
Táraðist næstum því í leikslok eftir ógeðslega erfitt ár Dagný Brynjarsdóttir vann sinn ellefta stóra titil á ferlinum um helgina þegar hún varð bandarískur meistari með Portland Thorns. Hún er fyrsti Íslendingurinn sem verður bandarískur meistari í fótbolta. 16. október 2017 06:00
Þjálfarinn hló ekki að brandara Dagnýjar Dagný Brynjarsdóttir er fjölhæfur leikmaður sem getur spilað margar stöður á vellinum þótt að hún vilji sjálf helst vera inn á miðjunni. 16. október 2017 07:30
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti