Táraðist næstum því í leikslok eftir ógeðslega erfitt ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. október 2017 06:00 Dagný Brynjarsdóttir í leik með íslenska landsliðinu. Vísir/Getty Dagný Brynjarsdóttir varð meistari í þriðja landinu á laugardagskvöldið þegar hún og félagar hennar í liði Portland Thorns tryggðu sér bandaríska meistaratitilinn með 1-0 sigri á deildarmeisturum North Carolina Courage í úrslitaleik. Dagný hafði áður orðið Íslandsmeistari í fjórgang og svo þýskur meistari með Bayern München. Þá bættist hún í hóp þeirra leikmanna sem hafa bæði unnið meistaratitilinn í háskóladeildinni og atvinnumannadeildinni. Árið sem hún byrjaði, meidd og í algjöri óvissu, er því að enda frábærlega og íslenska landsliðskonan segist loksins vera búin að ná fullum styrk eftir meiðslin.Meidd í nokkra mánuði „Við kláruðum þetta og þetta var mjög ljúft. Næstum því helmingurinn af liðinu þeirra er jafnstór og ég og þær dældu boltum inn í teig. Það lá svolítið á okkur en við kláruðum þetta,“ sagði Dagný um úrslitaleikinn en það hefur líka reynt mikið á íslensku landsliðskonuna í ár. „Þetta er búið að vera ógeðlega erfitt ár fyrir mig. Ég var meidd í nokkra mánuði og það var ekki víst hvort ég myndi ná EM. Svo náði ég EM og núna er ég loksins upp á mitt besta eftir að vera búin að ná því að spila í nokkra mánuði,“ segir Dagný. Hún var þarna að vinna sinn ellefta stóra titil á ferlinum og þekkir því vel að vera með gull um hálsinn.Yassssss pic.twitter.com/EDJJ0jWKI1 — Dagný Brynjarsdóttir (@dagnybrynjars) October 15, 2017 Dagný Brynjarsdóttir í leik með landsliðinu á EM.Vísir/GettyÞessi er risastór „Vonandi heldur þetta bara áfram svona þangað til ég hætti. Maður er ekkert að hata þetta. Ég er í þessu til að vinna titla og þetta er geggjað,“ segir Dagný en er þessi titill eitthvað öðruvísi en allir hinir? „Auðvitað er þessi risastór. Margir af bestu leikmönnunum í heimi spila í þessari deild og mér finnst þetta klárlega vera erfiðasta deildin sem ég hef spilað í. Ég held samt að það sé sama hvaða titil maður vinnur því þetta er alltaf jafn sætt,“ segir Dagný en bætir við: „Af því að þetta er búið að vera erfitt ár þá var þessi kannski extra sætur. Ég er ekki mikið að grenja fyrir framan fólk en ég átti erfitt með mig eftir leik. Ég viðurkenni alveg að ég þurfti að halda aftur af tárunum,“ segir Dagný. Já, árið 2017 er búið að reyna á þessa 26 ára gömlu knattspyrnukonu. „Á tímabili vissi ég hvort ég gæti spilað fótbolta á árinu. Það fann enginn út hvernig ég átti að verða betri en einhvern veginn fór þetta að koma. Þá varð ég að koma mér aftur í gang því ég var frá í fimm mánuði. Það tók sinn tíma að koma sér aftur af stað,“ segir Dagný. „Ég var klár fyrir EM en ég var ekki upp á mitt besta. Ég hef aldrei spilað ár sem hefur tekið eins mikið á og þetta, bæði fótboltalega og líkamlega. Þetta er búið að vera erfitt en ég er með góðan stuðning heima í vinum og fjölskyldu og liðsfélögum. Það er búið að hugsa vel um mig,“ segir Dagný og nefnir líka landsliðið og gamla þjálfarann hennar heima á Íslandi. Hún horfir til næstu landsleikja og undankeppni HM og segir að árangur karlalandsliðsins og farseðill þeirra á HM í Rússlandi gefi stelpunum aukinn kraft.Vísir/GettyEf þeir geta það þá getum við „Karlarnir náðu þessu eftir að hafa verið í erfiðum riðli það gefur okkur trú. Ef þeir geta þetta þá eigum við alveg að geta þetta. Vonandi tökum við þrjú stig í báðum þessum landsleikjum og þá fer ég virkilega sátt í smá frí,“ segir Dagný en segist þó ekki þurfa langt frí. „Ég byrjaði ekki að æfa á fullu fyrr en í lok maí. Ég þarf nú varla neitt frí. Ég get ekki beðið eftir að komast heim og fara á aukaæfingar. Ég er strax byrjuð að semja við þjálfarana heima um að taka mig á aukaæfingar,“ segir Dagný að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Handbolti Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Fleiri fréttir Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Sjá meira
Dagný Brynjarsdóttir varð meistari í þriðja landinu á laugardagskvöldið þegar hún og félagar hennar í liði Portland Thorns tryggðu sér bandaríska meistaratitilinn með 1-0 sigri á deildarmeisturum North Carolina Courage í úrslitaleik. Dagný hafði áður orðið Íslandsmeistari í fjórgang og svo þýskur meistari með Bayern München. Þá bættist hún í hóp þeirra leikmanna sem hafa bæði unnið meistaratitilinn í háskóladeildinni og atvinnumannadeildinni. Árið sem hún byrjaði, meidd og í algjöri óvissu, er því að enda frábærlega og íslenska landsliðskonan segist loksins vera búin að ná fullum styrk eftir meiðslin.Meidd í nokkra mánuði „Við kláruðum þetta og þetta var mjög ljúft. Næstum því helmingurinn af liðinu þeirra er jafnstór og ég og þær dældu boltum inn í teig. Það lá svolítið á okkur en við kláruðum þetta,“ sagði Dagný um úrslitaleikinn en það hefur líka reynt mikið á íslensku landsliðskonuna í ár. „Þetta er búið að vera ógeðlega erfitt ár fyrir mig. Ég var meidd í nokkra mánuði og það var ekki víst hvort ég myndi ná EM. Svo náði ég EM og núna er ég loksins upp á mitt besta eftir að vera búin að ná því að spila í nokkra mánuði,“ segir Dagný. Hún var þarna að vinna sinn ellefta stóra titil á ferlinum og þekkir því vel að vera með gull um hálsinn.Yassssss pic.twitter.com/EDJJ0jWKI1 — Dagný Brynjarsdóttir (@dagnybrynjars) October 15, 2017 Dagný Brynjarsdóttir í leik með landsliðinu á EM.Vísir/GettyÞessi er risastór „Vonandi heldur þetta bara áfram svona þangað til ég hætti. Maður er ekkert að hata þetta. Ég er í þessu til að vinna titla og þetta er geggjað,“ segir Dagný en er þessi titill eitthvað öðruvísi en allir hinir? „Auðvitað er þessi risastór. Margir af bestu leikmönnunum í heimi spila í þessari deild og mér finnst þetta klárlega vera erfiðasta deildin sem ég hef spilað í. Ég held samt að það sé sama hvaða titil maður vinnur því þetta er alltaf jafn sætt,“ segir Dagný en bætir við: „Af því að þetta er búið að vera erfitt ár þá var þessi kannski extra sætur. Ég er ekki mikið að grenja fyrir framan fólk en ég átti erfitt með mig eftir leik. Ég viðurkenni alveg að ég þurfti að halda aftur af tárunum,“ segir Dagný. Já, árið 2017 er búið að reyna á þessa 26 ára gömlu knattspyrnukonu. „Á tímabili vissi ég hvort ég gæti spilað fótbolta á árinu. Það fann enginn út hvernig ég átti að verða betri en einhvern veginn fór þetta að koma. Þá varð ég að koma mér aftur í gang því ég var frá í fimm mánuði. Það tók sinn tíma að koma sér aftur af stað,“ segir Dagný. „Ég var klár fyrir EM en ég var ekki upp á mitt besta. Ég hef aldrei spilað ár sem hefur tekið eins mikið á og þetta, bæði fótboltalega og líkamlega. Þetta er búið að vera erfitt en ég er með góðan stuðning heima í vinum og fjölskyldu og liðsfélögum. Það er búið að hugsa vel um mig,“ segir Dagný og nefnir líka landsliðið og gamla þjálfarann hennar heima á Íslandi. Hún horfir til næstu landsleikja og undankeppni HM og segir að árangur karlalandsliðsins og farseðill þeirra á HM í Rússlandi gefi stelpunum aukinn kraft.Vísir/GettyEf þeir geta það þá getum við „Karlarnir náðu þessu eftir að hafa verið í erfiðum riðli það gefur okkur trú. Ef þeir geta þetta þá eigum við alveg að geta þetta. Vonandi tökum við þrjú stig í báðum þessum landsleikjum og þá fer ég virkilega sátt í smá frí,“ segir Dagný en segist þó ekki þurfa langt frí. „Ég byrjaði ekki að æfa á fullu fyrr en í lok maí. Ég þarf nú varla neitt frí. Ég get ekki beðið eftir að komast heim og fara á aukaæfingar. Ég er strax byrjuð að semja við þjálfarana heima um að taka mig á aukaæfingar,“ segir Dagný að lokum.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Handbolti Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Fleiri fréttir Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Sjá meira
Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu