Fengu hraunmola í gegnum þakið Stefán Ó. Jónsson skrifar 17. júlí 2018 06:16 Hér má sjá hvar hraunmoli fór í gegnum þak bátsins. HAWAII DNLR Tuttugu og þrír farþegar slösuðust þegar stærðarinnar hraunklumpur hafnaði á ferðaþjónustubát á Havaí. Bátnum hafði verið siglt meðfram eldfjallinu Kilauea sem gaus í maí síðastliðnum. Allar götur síðan hefur reykur og hraun liðast úr fjallinu, ásamt því að vart hefur orðið við reglulegar sprengingar í gosstöðinni. Ein slík sprenging varð í gær þegar báturinn var skammt frá fjallinu. Í sprengingunni flugu upp stórir hraunmolar sem höfnuðu á bátnum sem fyrr segir. Þeir fóru meðal annars í gegnum þak bátsins og urðu til þess að fótbrjóta einn farþegann. Fjöldi annarra farþega brenndist og er nú hlúð að þeim á sjúkrahúsi. Í samtali við breska ríkisútvarpið lýsa farþegar siglingunni, sem þeir segja hafa verið hræðilega. „Þegar þú sást það [hraunið] koma þá hafðirðu ekki tíma til að forða þér og það versta var að báturinn var lítill,“ er haft eftir einum farþeganum. „Þannig að hrauni rignir yfir þig og þú getur ekki flúið. Maður var einungis með um sex metra og allir reyndu að fela sig á sama staðnum. Þetta var frekar ógnvekjandi.“ Talið er að báturinn gæti hafa hætt sér út fyrir svæði sem landhelgigæsla eyjanna hafði sagt vera öruggt. Málið er nú til rannsóknar af þarlendum samgönguyfirvöldum. Eldgos og jarðhræringar Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Sviptir Harris vernd Erlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Fleiri fréttir Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Sjá meira
Tuttugu og þrír farþegar slösuðust þegar stærðarinnar hraunklumpur hafnaði á ferðaþjónustubát á Havaí. Bátnum hafði verið siglt meðfram eldfjallinu Kilauea sem gaus í maí síðastliðnum. Allar götur síðan hefur reykur og hraun liðast úr fjallinu, ásamt því að vart hefur orðið við reglulegar sprengingar í gosstöðinni. Ein slík sprenging varð í gær þegar báturinn var skammt frá fjallinu. Í sprengingunni flugu upp stórir hraunmolar sem höfnuðu á bátnum sem fyrr segir. Þeir fóru meðal annars í gegnum þak bátsins og urðu til þess að fótbrjóta einn farþegann. Fjöldi annarra farþega brenndist og er nú hlúð að þeim á sjúkrahúsi. Í samtali við breska ríkisútvarpið lýsa farþegar siglingunni, sem þeir segja hafa verið hræðilega. „Þegar þú sást það [hraunið] koma þá hafðirðu ekki tíma til að forða þér og það versta var að báturinn var lítill,“ er haft eftir einum farþeganum. „Þannig að hrauni rignir yfir þig og þú getur ekki flúið. Maður var einungis með um sex metra og allir reyndu að fela sig á sama staðnum. Þetta var frekar ógnvekjandi.“ Talið er að báturinn gæti hafa hætt sér út fyrir svæði sem landhelgigæsla eyjanna hafði sagt vera öruggt. Málið er nú til rannsóknar af þarlendum samgönguyfirvöldum.
Eldgos og jarðhræringar Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Sviptir Harris vernd Erlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Fleiri fréttir Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Sjá meira