Ásdís: Fyrsta skipti í langan tíma sem ég vissi ekki hvort ég fengi gull, silfur eða brons Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 17. júlí 2018 11:30 Ásdís Hjálmsdóttir vann tvö gull og eitt silfur á Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum sem fram fór á Sauðárkróki um helgina. Ásdís fagnar því að fá samkeppni á íslensku mótunum og er ánægð með þá kynslóð af ungum kvenkösturum sem eru að stíga upp á stóra sviðið. Ásdís hefur undanfarin ár verið ein farsælasta frjálsíþróttakona Íslands og hún fagnaði silfurverðlaununum mikið. „Ég er búin að vera að vinna þessar greinar á Íslandsmótunum núna undan farin ár, sem ég á ekki að vera að gera sem spjótkastari, en það var bara vegna þess að það vantaði stelpur í aðrar greinar,“ sagði Ásdís við Júlíönu Þóru Hálfdánardóttur í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöld. Ásdís vann silfur í kringlukasti um helgina en gull í kúluvarpi og hennar aðalgrein, spjótkasti. „Núna er að koma upp mikil breidd og mikið af ungum stúlkum. Það var ótrúlega gaman núna að í fyrsta skipti í langan tíma var ég að keppa á Meistaramóti og ég vissi ekkert hvort ég fengi gull, silfur eða bros í kringlunni.“ „Hún Thelma Lind [Kristjánsdóttir], sem vann kringluna, hún er búin að kasta lengra en ég í sumar og er að standa sig rosalega vel. Mér finnst það bara alveg æðislegt að sjá þessar ungu stelpur koma upp og ná þessum árangri og við erum að fá fleiri kvenkastara inn á stórmót.“Ásdís setti færslu á Facebook á sunnudag sem vakti mikla athygli, þar sem hún sagðist vera ánægðust með silfurverðlaunin sín af verðlaunapeningunum þremur sem hún tók með sér heim. „Ég fékk þessa spurningu, hvort ég væri pirruð yfir því að hafa tapað, en ég var ekkert að tapa gullinu, ég var að vinna silfrið vegna þess að ég hefði alveg eins geta verið í þriðja sæti. Það er miklu skemmtilegra að keppa þannig heldur en að koma inn og sækja medalíurnar því það er engin samkeppni.“ Ásdís hefur keppt á þremur Ólympíuleikum og á þar best 11. sæti frá London 2012. Hún hefur verið fastur gestur á Evrópu- og heimsmeistaramótum síðustu ár og mun taka þátt á EM í Berlín í byrjun ágúst. „Ég ætla ekki að gefa út nein svakaleg markmið fyrir þetta mót núna,“ sagði Ásdís sem er að koma til baka úr erfiðum meiðslum. „Það er búið að ganga rosalega vel núna að koma til baka. Ég er búin að kasta yfir 60 [metra] og ég á miklu meira inni. Ég þarf að bæta aðeins stöðugleika í tækninni til að vera að kasta jafnt mjög vel. En ég ætla í úrslit og ég vona að það gangi eftir.“ Ásdís varð 11. á HM í London í fyrra og í 8. sæti á EM fyrir tveimur árum. Það er jafnframt hennar besti árangur á stórmóti, að undanskildum Smáþjóðaleikunum þar sem hún hefur oftast tekið gull. Keppni í spjótkasti á EM í Berlín hefst fimmtudaginn 9. ágúst. Frjálsar íþróttir Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Sjá meira
Ásdís Hjálmsdóttir vann tvö gull og eitt silfur á Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum sem fram fór á Sauðárkróki um helgina. Ásdís fagnar því að fá samkeppni á íslensku mótunum og er ánægð með þá kynslóð af ungum kvenkösturum sem eru að stíga upp á stóra sviðið. Ásdís hefur undanfarin ár verið ein farsælasta frjálsíþróttakona Íslands og hún fagnaði silfurverðlaununum mikið. „Ég er búin að vera að vinna þessar greinar á Íslandsmótunum núna undan farin ár, sem ég á ekki að vera að gera sem spjótkastari, en það var bara vegna þess að það vantaði stelpur í aðrar greinar,“ sagði Ásdís við Júlíönu Þóru Hálfdánardóttur í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöld. Ásdís vann silfur í kringlukasti um helgina en gull í kúluvarpi og hennar aðalgrein, spjótkasti. „Núna er að koma upp mikil breidd og mikið af ungum stúlkum. Það var ótrúlega gaman núna að í fyrsta skipti í langan tíma var ég að keppa á Meistaramóti og ég vissi ekkert hvort ég fengi gull, silfur eða bros í kringlunni.“ „Hún Thelma Lind [Kristjánsdóttir], sem vann kringluna, hún er búin að kasta lengra en ég í sumar og er að standa sig rosalega vel. Mér finnst það bara alveg æðislegt að sjá þessar ungu stelpur koma upp og ná þessum árangri og við erum að fá fleiri kvenkastara inn á stórmót.“Ásdís setti færslu á Facebook á sunnudag sem vakti mikla athygli, þar sem hún sagðist vera ánægðust með silfurverðlaunin sín af verðlaunapeningunum þremur sem hún tók með sér heim. „Ég fékk þessa spurningu, hvort ég væri pirruð yfir því að hafa tapað, en ég var ekkert að tapa gullinu, ég var að vinna silfrið vegna þess að ég hefði alveg eins geta verið í þriðja sæti. Það er miklu skemmtilegra að keppa þannig heldur en að koma inn og sækja medalíurnar því það er engin samkeppni.“ Ásdís hefur keppt á þremur Ólympíuleikum og á þar best 11. sæti frá London 2012. Hún hefur verið fastur gestur á Evrópu- og heimsmeistaramótum síðustu ár og mun taka þátt á EM í Berlín í byrjun ágúst. „Ég ætla ekki að gefa út nein svakaleg markmið fyrir þetta mót núna,“ sagði Ásdís sem er að koma til baka úr erfiðum meiðslum. „Það er búið að ganga rosalega vel núna að koma til baka. Ég er búin að kasta yfir 60 [metra] og ég á miklu meira inni. Ég þarf að bæta aðeins stöðugleika í tækninni til að vera að kasta jafnt mjög vel. En ég ætla í úrslit og ég vona að það gangi eftir.“ Ásdís varð 11. á HM í London í fyrra og í 8. sæti á EM fyrir tveimur árum. Það er jafnframt hennar besti árangur á stórmóti, að undanskildum Smáþjóðaleikunum þar sem hún hefur oftast tekið gull. Keppni í spjótkasti á EM í Berlín hefst fimmtudaginn 9. ágúst.
Frjálsar íþróttir Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Sjá meira