Handritin markvisst notuð í sjálfstæðisbaráttu Íslendinga Heimir Már Pétursson skrifar 17. júlí 2018 19:30 Gömlu handritin hafa haft og hafa enn mikil áhrif á sjálfsmynd Íslendinga að mati sýningarstjóra á sýningu um verðmætustu handrit þjóðarinnar og margs konar list í gegnum aldirnar en sýningin var formlega opnuð í dag. Forseti Íslands var fullur tilhlökkunar þegar hann á staðinn. Við sögðum frá því í síðustu viku þegar elsta handrit Njálssögu og Ormsbók, eitt höfuðrita Snorra Eddu, komu til landsins að láni frá Danmörku í tilefni hundrað ára afmælis lýðveldisins og í raun sjálfstæði Íslendinga. Á næstu vikum og mánuðum gefst fólki kostur á að berja augum tvö verðmætustu handrit Íslendinga hér í listasafni Íslands. Þessi tvö handrit hafa ekki verið á íslandi frá því á sautjándu öld. En þau eru varðveitt í stofnun Árna Magnússonar í Kaupmannahöfn. En það eru líka fleiri skjöl til sýnis á sýningunni. Til að mynda eintök af stjórnarskránni og gamla sáttmála frá 1262. Sigrún Alba Sigurðardóttir sýningarstjóri segir marga hafa kallað fullveldislögin nýja sáttmála en einnig má finna á sýningunni nútímalist í bland við verk eldri listamanna. „Við viljum bjóða þjóðinni til samtals um fullveldið. Á sýningunni spyrjum við ýmissa spurninga sem varða fullveldið. Er það sjálfgefið, kemur það til með að vara að eilífu,“ segir Sigrún Alba. Guðni Th. Jóhannesson, sjötti forseti íslenska lýðveldisins, var eins og langflestir aðrir í höfuðborginni í sólskinsskapi þegar hann kom á tveimur jafnfljótum á opnun sýningarinnar í dag sem verður opin án endurgjalds á morgun.Sameinast nú áhugi og tilhlökkun sagnfræðingsins og forsetans í einum og sama manninum?„Ætli það megi ekki segja það.“Hefur þú séð þessi gömlu handrit áður sem eru hérna?„Ekki berum augum nei. En hlakka til,“ sagði Guðni. Og það voru fleiri með sólskin í sálinni en forsetinn í blíðskaparveðrinu í dag en þrjár menningarstofnanir landsins, Árnastofnun, Þjóðskjalasafnið og Listasafn Íslands hafa unnið mánuðum saman að undirbúningi sýningarinnar. Sýningarstjórinn segir handritin markvisst hafa verið notuð í sjálfstæðisbaráttunni.Tengjast hreint og beint sjálfsmynd Íslendinga?„Mjög sterkt og ýmis önnur atriði sem varða sjálfsmyndina. Eins og í sambandslagasamningnum er kveðið á um hlutleysi Íslands. Þetta er eitthvað sem hefur líka mikið að gera með sjálfsmynd þjóðarinnar að gera,“ segir Sigrún Alba Sigurðardóttir. Handritasafn Árna Magnússonar Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Fleiri fréttir Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Sjá meira
Gömlu handritin hafa haft og hafa enn mikil áhrif á sjálfsmynd Íslendinga að mati sýningarstjóra á sýningu um verðmætustu handrit þjóðarinnar og margs konar list í gegnum aldirnar en sýningin var formlega opnuð í dag. Forseti Íslands var fullur tilhlökkunar þegar hann á staðinn. Við sögðum frá því í síðustu viku þegar elsta handrit Njálssögu og Ormsbók, eitt höfuðrita Snorra Eddu, komu til landsins að láni frá Danmörku í tilefni hundrað ára afmælis lýðveldisins og í raun sjálfstæði Íslendinga. Á næstu vikum og mánuðum gefst fólki kostur á að berja augum tvö verðmætustu handrit Íslendinga hér í listasafni Íslands. Þessi tvö handrit hafa ekki verið á íslandi frá því á sautjándu öld. En þau eru varðveitt í stofnun Árna Magnússonar í Kaupmannahöfn. En það eru líka fleiri skjöl til sýnis á sýningunni. Til að mynda eintök af stjórnarskránni og gamla sáttmála frá 1262. Sigrún Alba Sigurðardóttir sýningarstjóri segir marga hafa kallað fullveldislögin nýja sáttmála en einnig má finna á sýningunni nútímalist í bland við verk eldri listamanna. „Við viljum bjóða þjóðinni til samtals um fullveldið. Á sýningunni spyrjum við ýmissa spurninga sem varða fullveldið. Er það sjálfgefið, kemur það til með að vara að eilífu,“ segir Sigrún Alba. Guðni Th. Jóhannesson, sjötti forseti íslenska lýðveldisins, var eins og langflestir aðrir í höfuðborginni í sólskinsskapi þegar hann kom á tveimur jafnfljótum á opnun sýningarinnar í dag sem verður opin án endurgjalds á morgun.Sameinast nú áhugi og tilhlökkun sagnfræðingsins og forsetans í einum og sama manninum?„Ætli það megi ekki segja það.“Hefur þú séð þessi gömlu handrit áður sem eru hérna?„Ekki berum augum nei. En hlakka til,“ sagði Guðni. Og það voru fleiri með sólskin í sálinni en forsetinn í blíðskaparveðrinu í dag en þrjár menningarstofnanir landsins, Árnastofnun, Þjóðskjalasafnið og Listasafn Íslands hafa unnið mánuðum saman að undirbúningi sýningarinnar. Sýningarstjórinn segir handritin markvisst hafa verið notuð í sjálfstæðisbaráttunni.Tengjast hreint og beint sjálfsmynd Íslendinga?„Mjög sterkt og ýmis önnur atriði sem varða sjálfsmyndina. Eins og í sambandslagasamningnum er kveðið á um hlutleysi Íslands. Þetta er eitthvað sem hefur líka mikið að gera með sjálfsmynd þjóðarinnar að gera,“ segir Sigrún Alba Sigurðardóttir.
Handritasafn Árna Magnússonar Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Fleiri fréttir Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Sjá meira