Sjónvarpsútsendingin veglegri en áætlað var Sighvatur Arnmundsson skrifar 18. júlí 2018 06:00 Kostnaður við fundinn fór umtalsvert fram úr áætlun vegna veglegri sjónvarpsútsendingar en gert hafði verið ráð fyrir. EINAR Á.E. SÆMUNDSEN Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, segir aukinn kostnað við hátíðarþingfund Alþingis á Þingvöllum fyrst og fremst skýrast af mun veglegri sjónvarpsútsendingu en gert var ráð fyrir í upphafi. Eins og Fréttablaðið sagði frá í gær er áætlaður kostnaður við fundinn nú talinn 70 til 80 milljónir króna en upphafleg áætlun hafði gert ráð fyrir 45 milljóna króna kostnaði. Hann segir að upphafleg áætlun hafi verið með fyrirvörum um nánari útfærslu. „Við reynum samt að hafa alla umgjörð eins einfalda og hægt er. Stærsta frávikið er í gæðum útsendingar. Kröfur tímans kalla á aukin gæði sem auka kostnaðinn. Öll þjóðin á að geta fylgst með hvar sem hún er á landinu.“ Steingrímur segir ástæðu til að leggja áherslu á að allir séu velkomnir á fundinn á Þingvöllum en hann hefst klukkan 14 í dag. „Það var tekin ákvörðun um það á sínum tíma að halda veglega upp á fullveldisafmælið og ákveðið að setja fjármuni í það. Þessi hátíðarfundur á Þingvöllum er liður í því en ég minni á að allt árið er undir með fjölda annarra viðburða,“ segir Steingrímur.Sjá einnig: 80 milljónir í Þingvallafund Alþingis Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, sendi Steingrími fyrirspurn í vor um kostnað við hátíðarfundinn. Hann segist hissa á þessum mikla aukakostnaði. „Þetta er eitthvað sem ég hefði haldið að væri ekki ófyrirsjáanlegt, ætti að vera frekar augljóst,“ segir Björn Leví. „Það er ekkert að því að halda svona hátíð og um að gera að fagna þessu 100 ára afmæli fullveldisins. Við gætum samt gert þetta aðeins betur. Ég veit til dæmis ekki hvort þessi þingfundur er rétt athöfn. Mér finnst óþægilegt að sitja á einhverjum palli. Ég hefði persónulega frekar viljað vera áhorfandi.“ Hann segir það einkennandi fyrir Alþingi að við þetta tækifæri eigi að afgreiða mál með hraði. Það sé til að mynda sérstakt að nú sé ákveðið að veita 3,5 milljörðum í nýtt hafrannsóknaskip. Hann hafi áður spurt ráðherra sérstaklega að því í þinginu hvort nýtt hafrannsóknaskip rúmaðist innan ramma fjármálaáætlunar og fengið þau svör að svo væri ekki. Hann viti því ekki hvaðan þessir peningar komi. Þá gagnrýndu átta bókaútgefendur þingsályktunartillögu sem til stendur til að samþykkja á Þingvöllum í dag og snýr að útgáfu ritverka um Þingvelli í íslenskri myndlist og sögu íslenskra bókmennta frá landnámi til 21. aldar. Samkvæmt tillögunni mun Alþingi ganga til samstarfs við Hið íslenska bókmenntafélag um útgáfu umræddra verka. Segja útgefendurnir í aðsendri grein í Morgunblaðinu að þingið verði að tryggja jafnræði hvað varðar aðkomu útgefenda. Þessi vinnubrögð séu afturhvarf til fortíðar. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir 80 milljónir í Þingvallafund Alþingis Áætlaður kostnaður við hátíðarþingfund Alþingis á Þingvöllum og hátíðarkvöldverð þingforseta er 70 til 80 milljónir króna. Allt að 78 prósent meira en kostnaðaráætlun hafði gert ráð fyrir. 17. júlí 2018 07:00 Tvö mál afgreidd á Alþingi í tilefni fullveldisafmælisins Tvö mál verða afgreidd á Alþingi þann 17. og 18. júlí. 13. júlí 2018 11:38 Alþingi fagnar því að 100 ár eru liðin frá samningi þess við Dani um fullveldi Íslands Forseti Alþingis segir eðlilegt að þingið minnist fullveldis Íslands með hátíðarfundi á Þingvöllum á morgun, enda hafi Alþingi haft veg og vanda að fullveldissamningunum við danska þingið á sínum tíma. 17. júlí 2018 12:30 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, segir aukinn kostnað við hátíðarþingfund Alþingis á Þingvöllum fyrst og fremst skýrast af mun veglegri sjónvarpsútsendingu en gert var ráð fyrir í upphafi. Eins og Fréttablaðið sagði frá í gær er áætlaður kostnaður við fundinn nú talinn 70 til 80 milljónir króna en upphafleg áætlun hafði gert ráð fyrir 45 milljóna króna kostnaði. Hann segir að upphafleg áætlun hafi verið með fyrirvörum um nánari útfærslu. „Við reynum samt að hafa alla umgjörð eins einfalda og hægt er. Stærsta frávikið er í gæðum útsendingar. Kröfur tímans kalla á aukin gæði sem auka kostnaðinn. Öll þjóðin á að geta fylgst með hvar sem hún er á landinu.“ Steingrímur segir ástæðu til að leggja áherslu á að allir séu velkomnir á fundinn á Þingvöllum en hann hefst klukkan 14 í dag. „Það var tekin ákvörðun um það á sínum tíma að halda veglega upp á fullveldisafmælið og ákveðið að setja fjármuni í það. Þessi hátíðarfundur á Þingvöllum er liður í því en ég minni á að allt árið er undir með fjölda annarra viðburða,“ segir Steingrímur.Sjá einnig: 80 milljónir í Þingvallafund Alþingis Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, sendi Steingrími fyrirspurn í vor um kostnað við hátíðarfundinn. Hann segist hissa á þessum mikla aukakostnaði. „Þetta er eitthvað sem ég hefði haldið að væri ekki ófyrirsjáanlegt, ætti að vera frekar augljóst,“ segir Björn Leví. „Það er ekkert að því að halda svona hátíð og um að gera að fagna þessu 100 ára afmæli fullveldisins. Við gætum samt gert þetta aðeins betur. Ég veit til dæmis ekki hvort þessi þingfundur er rétt athöfn. Mér finnst óþægilegt að sitja á einhverjum palli. Ég hefði persónulega frekar viljað vera áhorfandi.“ Hann segir það einkennandi fyrir Alþingi að við þetta tækifæri eigi að afgreiða mál með hraði. Það sé til að mynda sérstakt að nú sé ákveðið að veita 3,5 milljörðum í nýtt hafrannsóknaskip. Hann hafi áður spurt ráðherra sérstaklega að því í þinginu hvort nýtt hafrannsóknaskip rúmaðist innan ramma fjármálaáætlunar og fengið þau svör að svo væri ekki. Hann viti því ekki hvaðan þessir peningar komi. Þá gagnrýndu átta bókaútgefendur þingsályktunartillögu sem til stendur til að samþykkja á Þingvöllum í dag og snýr að útgáfu ritverka um Þingvelli í íslenskri myndlist og sögu íslenskra bókmennta frá landnámi til 21. aldar. Samkvæmt tillögunni mun Alþingi ganga til samstarfs við Hið íslenska bókmenntafélag um útgáfu umræddra verka. Segja útgefendurnir í aðsendri grein í Morgunblaðinu að þingið verði að tryggja jafnræði hvað varðar aðkomu útgefenda. Þessi vinnubrögð séu afturhvarf til fortíðar.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir 80 milljónir í Þingvallafund Alþingis Áætlaður kostnaður við hátíðarþingfund Alþingis á Þingvöllum og hátíðarkvöldverð þingforseta er 70 til 80 milljónir króna. Allt að 78 prósent meira en kostnaðaráætlun hafði gert ráð fyrir. 17. júlí 2018 07:00 Tvö mál afgreidd á Alþingi í tilefni fullveldisafmælisins Tvö mál verða afgreidd á Alþingi þann 17. og 18. júlí. 13. júlí 2018 11:38 Alþingi fagnar því að 100 ár eru liðin frá samningi þess við Dani um fullveldi Íslands Forseti Alþingis segir eðlilegt að þingið minnist fullveldis Íslands með hátíðarfundi á Þingvöllum á morgun, enda hafi Alþingi haft veg og vanda að fullveldissamningunum við danska þingið á sínum tíma. 17. júlí 2018 12:30 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Sjá meira
80 milljónir í Þingvallafund Alþingis Áætlaður kostnaður við hátíðarþingfund Alþingis á Þingvöllum og hátíðarkvöldverð þingforseta er 70 til 80 milljónir króna. Allt að 78 prósent meira en kostnaðaráætlun hafði gert ráð fyrir. 17. júlí 2018 07:00
Tvö mál afgreidd á Alþingi í tilefni fullveldisafmælisins Tvö mál verða afgreidd á Alþingi þann 17. og 18. júlí. 13. júlí 2018 11:38
Alþingi fagnar því að 100 ár eru liðin frá samningi þess við Dani um fullveldi Íslands Forseti Alþingis segir eðlilegt að þingið minnist fullveldis Íslands með hátíðarfundi á Þingvöllum á morgun, enda hafi Alþingi haft veg og vanda að fullveldissamningunum við danska þingið á sínum tíma. 17. júlí 2018 12:30