80 milljónir í Þingvallafund Alþingis Sighvatur Arnmundsson skrifar 17. júlí 2018 07:00 Búið er að reisa svið á Þingvöllum vegna fundarins. EINAR Á.E. SÆMUNDSEN Kostnaður vegna hátíðarþingfundar á Þingvöllum gæti farið allt að 78 prósent umfram áætlun. Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, segir kostnaðinn nú áætlaðan 70 til 80 milljónir króna. Í svari Steingríms J. Sigfússonar, forseta Alþingis, við fyrirspurn Björns Leví Gunnarssonar frá því í júnílok kemur fram að kostnaður í rekstraráætlun ársins vegna fundarins hafi verið um 45 milljónir. Þó væri ljóst að eftir því sem umfang viðburðarins hefði skýrst gæti kostnaður orðið eitthvað meiri. Fundurinn verður sýndur í beinni útsendingu og segir Helgi að því fylgi töluverður kostnaður þar sem taka þurfi tillit til þess í skipulagningu. Þá hefur verið settur upp sérstakur pallur fyrir neðan Lögberg sem ætlaður er þingmönnum og boðsgestum.Helgi Bernódusson.VísirMeðal boðsgesta eru forseti Íslands og þingforsetar Norðurlanda og Eystrasaltsríkja. Forseti Alþingis mun svo bjóða þingmönnum og gestum til hátíðarkvöldverðar. Fundurinn á Þingvöllum er liður í hátíðarhöldum í tilefni af 100 ára fullveldisafmæli Íslands. Þar stendur til að samþykkja þingsályktunartillögur um stofnun Barnamenningarsjóðs, byggingu nýs hafrannsóknaskips og útgáfu ritverka um Þingvelli í íslenskri myndlist og bókmenntasögu frá landnámi til 21. aldar. Á morgun verða 100 ár liðin frá undirritun samninga um sambandslögin. Lögin tóku gildi 1. desember 1918 eftir þjóðaratkvæðagreiðslu um haustið. „Starfsfólk þingsins er á kafi í undirbúningi. Við höfum verið í miklu samstarfi við þjóðgarðsvörðinn og hans starfslið. Einnig í miklu og góðu samstarfi við lögreglu, utanríkisráðuneytið og ekki síst Sjónvarpið,“ segir Helgi. Einar Á. E. Sæmundsen, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum, segir undirbúning almennt hafa gengið vel. Fundurinn nú sé einfaldari í sniðum en fyrri hátíðarfundir sem hafa verið haldnir á staðnum. „Þó setur aukinn ferðamannafjöldi þetta í annað samhengi en einnig eru töluvert meiri öryggiskröfur nú en til dæmis árið 2000, þegar Alþingi kom síðast saman á Þingvöllum.“ Einar segir að fundinum fylgi einhver röskun á hefðbundnu flæði ferðaþjónustufyrirtækja. Til að mynda verður vegi inn að gestastofu á Hakinu og bílastæði þar lokað frá klukkan átta um morguninn til klukkan sex um kvöldið. Að sögn Einars hafa rúmlega fimm þúsund manns að meðaltali gengið um Almannagjá á hverjum degi það sem af er júlí. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Málið sem stjórnmálin skulda þjóðinni rætt á Þingvöllum Formenn allra flokka funduðu um breytingar á stjórnarskránni í gær. Forsætisráðherra segir þjóðina eiga það inni hjá stjórnmálamönnum að þeir reyni sitt besta til að ná samstöðu. 30. júní 2018 09:30 Tvö mál afgreidd á Alþingi í tilefni fullveldisafmælisins Tvö mál verða afgreidd á Alþingi þann 17. og 18. júlí. 13. júlí 2018 11:38 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Erlent Fleiri fréttir Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sjá meira
Kostnaður vegna hátíðarþingfundar á Þingvöllum gæti farið allt að 78 prósent umfram áætlun. Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, segir kostnaðinn nú áætlaðan 70 til 80 milljónir króna. Í svari Steingríms J. Sigfússonar, forseta Alþingis, við fyrirspurn Björns Leví Gunnarssonar frá því í júnílok kemur fram að kostnaður í rekstraráætlun ársins vegna fundarins hafi verið um 45 milljónir. Þó væri ljóst að eftir því sem umfang viðburðarins hefði skýrst gæti kostnaður orðið eitthvað meiri. Fundurinn verður sýndur í beinni útsendingu og segir Helgi að því fylgi töluverður kostnaður þar sem taka þurfi tillit til þess í skipulagningu. Þá hefur verið settur upp sérstakur pallur fyrir neðan Lögberg sem ætlaður er þingmönnum og boðsgestum.Helgi Bernódusson.VísirMeðal boðsgesta eru forseti Íslands og þingforsetar Norðurlanda og Eystrasaltsríkja. Forseti Alþingis mun svo bjóða þingmönnum og gestum til hátíðarkvöldverðar. Fundurinn á Þingvöllum er liður í hátíðarhöldum í tilefni af 100 ára fullveldisafmæli Íslands. Þar stendur til að samþykkja þingsályktunartillögur um stofnun Barnamenningarsjóðs, byggingu nýs hafrannsóknaskips og útgáfu ritverka um Þingvelli í íslenskri myndlist og bókmenntasögu frá landnámi til 21. aldar. Á morgun verða 100 ár liðin frá undirritun samninga um sambandslögin. Lögin tóku gildi 1. desember 1918 eftir þjóðaratkvæðagreiðslu um haustið. „Starfsfólk þingsins er á kafi í undirbúningi. Við höfum verið í miklu samstarfi við þjóðgarðsvörðinn og hans starfslið. Einnig í miklu og góðu samstarfi við lögreglu, utanríkisráðuneytið og ekki síst Sjónvarpið,“ segir Helgi. Einar Á. E. Sæmundsen, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum, segir undirbúning almennt hafa gengið vel. Fundurinn nú sé einfaldari í sniðum en fyrri hátíðarfundir sem hafa verið haldnir á staðnum. „Þó setur aukinn ferðamannafjöldi þetta í annað samhengi en einnig eru töluvert meiri öryggiskröfur nú en til dæmis árið 2000, þegar Alþingi kom síðast saman á Þingvöllum.“ Einar segir að fundinum fylgi einhver röskun á hefðbundnu flæði ferðaþjónustufyrirtækja. Til að mynda verður vegi inn að gestastofu á Hakinu og bílastæði þar lokað frá klukkan átta um morguninn til klukkan sex um kvöldið. Að sögn Einars hafa rúmlega fimm þúsund manns að meðaltali gengið um Almannagjá á hverjum degi það sem af er júlí.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Málið sem stjórnmálin skulda þjóðinni rætt á Þingvöllum Formenn allra flokka funduðu um breytingar á stjórnarskránni í gær. Forsætisráðherra segir þjóðina eiga það inni hjá stjórnmálamönnum að þeir reyni sitt besta til að ná samstöðu. 30. júní 2018 09:30 Tvö mál afgreidd á Alþingi í tilefni fullveldisafmælisins Tvö mál verða afgreidd á Alþingi þann 17. og 18. júlí. 13. júlí 2018 11:38 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Erlent Fleiri fréttir Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sjá meira
Málið sem stjórnmálin skulda þjóðinni rætt á Þingvöllum Formenn allra flokka funduðu um breytingar á stjórnarskránni í gær. Forsætisráðherra segir þjóðina eiga það inni hjá stjórnmálamönnum að þeir reyni sitt besta til að ná samstöðu. 30. júní 2018 09:30
Tvö mál afgreidd á Alþingi í tilefni fullveldisafmælisins Tvö mál verða afgreidd á Alþingi þann 17. og 18. júlí. 13. júlí 2018 11:38