Hafa fengið að útvíkka starfsemi sína Kristinn Ingi Jónsson skrifar 18. júlí 2018 07:00 Til þess að sefa áhyggjur Samkeppniseftirlitsins, sem hefur kaup Haga á Olís til rannsóknar, hafa stjórnendur Haga meðal annars boðist til þess að selja tvær Bónusverslanir og þrjár bensínstöðvar Olís. VÍSIR/VILHELM Stærstu félögin á matvörumörkuðum á Norðurlöndunum einskorða sig ekki eingöngu við rekstur hefðbundinna matvöruverslana heldur nær starfsemi þeirra einnig til meðal annars sölu lyfja, hreinlætisvara, eldsneytis og bíla og jafnvel reksturs banka og fasteigna. Er hefð fyrir því að stór norræn smásölufélög útvíkki þannig starfsemi sína. Í því ljósi eru fyrirætlanir Haga um að kaupa Olís rökréttar. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í nýlegu verðmati hagfræðideildar Landsbankans á Högum. Í matinu, sem Markaðurinn hefur undir höndum, segir jafnframt að stórar matvörukeðjur á Norðurlöndunum hafi fengið samþykki samkeppnisyfirvalda til þess að kaupa bæði skyldan og óskyldan rekstur í gegnum tíðina. Til dæmis hafi verslanakeðjan ICA keypt Hjärtat, eina stærstu apótekakeðju í Svíþjóð, í byrjun árs 2015, en ICA rekur apótekin við matvöruverslanir sínar, án þess að þarlend samkeppnisyfirvöld hafi fett fingur út í þau kaup. Á móti hafa samkeppnisyfirvöld, að sögn greinenda Landsbankans, einnig sett samrunum á smásölumarkaði skilyrði, líkt og í tilfelli kaupa norsku keðjunnar Coop á ICA í Noregi í október 2015, en þá var norsku keðjunni gert að selja 93 af 550 verslunum ICA til óskylds fyrirtækis. Í því tilviki var hins vegar um að ræða samruna tveggja stórra smásölukeðja í beinni samkeppni. „Í tilfelli Haga og Olís sýnist okkur sem svo að rekstur félaganna sé það ólíkur að rök fyrir kröfu um sölu reksturs séu óskýr,“ segir í umfjöllun hagfræðideildarinnarSamkeppniseftirlitið hefur sem kunnugt er til skoðunar fyrirhuguð kaup Haga, stærsta smásölufélags landsins, á Olís en eftirlitið hefur þegar látið í ljós það frummat sitt að kaupin muni að óbreyttu „draga með alvarlegum hætti úr virkri samkeppni“. Fallist eftirlitið ekki á sáttatillögur Haga, en félagið hefur meðal annars boðist til þess að selja tvær verslanir Bónuss og þrjár bensínstöðvar Olís, mun það ógilda kaupin. Hérlend samkeppnisyfirvöld ógiltu, eins og frægt er orðið, kaup Haga á Lyfju síðasta sumar en það var mat þeirra að kaupin hefðu leitt til „skaðlegrar samþjöppunar“ á þeim mörkuðum sem félögin starfa bæði á, ekki hvað síst á hreinlætisog snyrtivörumarkaði.Léttvæg rök eftirlitsins Sérfræðingar Landsbankans telja umrædd rök léttvæg og segja erfitt að sjá hvernig neytendur hefðu borið skarðan hlut frá borði vegna kaupanna. „Versta niðurstaðan hefði líklega verið lægra verð til neytenda,“ segja þeir. Vandséð sé hvernig rekstur apóteks samhliða verslunum Haga hefði komið niður á neytendum. Hagfræðideildin bendir auk þess á að verslanaumhverfið sé að breytast hratt og nauðsynlegt sé fyrir verslanir, smærri sem stærri, að taka þátt í þeim breytingum. Þá fari vægi jarðefnaeldsneytis minnkandi samfara tæknibreytingum og telja verði það samfélagslega hagkvæmt að rekstur fyrirtækja á þeim markaði geti tekið breytingum, neytendum til hagsbóta. „Sala á þremur þjónustumiðstöðvum til nýrra aðila á þverrandi markaði hlýtur að teljast óhagræði og neytendur borga fyrir óhagræði,“ nefna greinendurnir. Auk þess er bent á í verðmatinu að ekki sé gengið að vísum gróða í sölu á matvörum hér á landi. Atlantsolía hafi sem dæmi verið til sölu í nokkurn tíma án þess að kaupendur hafi fundist og þá hafi verslanir Víðis og Kosts nýverið verið teknar til gjaldþrotaskipta. Litlir í norrænum samanburði Í verðmatinu kemur fram að Hagar séu lítið félag í norrænum samanburði. Þannig séu sölustaðir Haga aðeins 46 talsins en sölustaðir NorgesGruppen í Noregi 1.835, ICA í Svíþjóð 1.296, Kesko í Finnlandi 1.282 og Coop í Danmörku 1.174. Hlutdeild umræddra matvörukeðja á sínum heimamörkuðum er jafnframt svipuð. Þannig er hlutdeild Haga á innlendum matvörumarkaði um 48 prósent og er hlutfallið það sama hjá ICA á sænska markaðinum. Hlutdeild NorgesGruppen er 42 prósent í Noregi, 43 prósent hjá Kesko í Finnlandi og 38 prósent hjá Coop í Danmörku. Er jafnframt bent á að félögin einskorði sig ekki aðeins við rekstur hefðbundinna matvöruverslana. Coop í Danmörku starfi til að mynda einnig á sviði netverslunar og lyfja- og hreinlætisvara. ICA í Svíþjóð sé með starfsemi í Eystrasaltsríkjunum og Noregi og reki auk þess banka. Kesko í Finnlandi selji byggingavörur, bíla og tæki. Reitan Group, sem rekur matvöruverslanirnar Rema 1000 í Noregi, sé umsvifamikið í rekstri söluturna í gegnum 7Eleven og Pressbyran á Norðurlöndunum og í Eystrasaltsríkjunum ásamt því að selja eldsneyti og stýra fasteignafélagi. Ljóst er því, að sögn greinenda Landsbankans, að í norrænu samhengi er hefð fyrir því að stór félög á smásölumarkaði útvíkki starfsemi sína. Birtist í Fréttablaðinu Norðurlönd Tengdar fréttir Hagar tilbúið til að selja Bónusverslanir og bensínstöðvar til að liðka fyrir kaupunum á Olís Hagar er meðal annars reiðubúið til þess að selja tvær Bónusverslanir, tvær Olís-stöðvar og eina ÓB-stöð til þess að eyða þeim samkeppnishindrunum sem Samkeppniseftirlitið hefur talið að leitt gætu af samruna Haga og Olís. 3. júlí 2018 17:51 Samkeppnislöggjöfin úrelt að sögn framkvæmdastjóra Viðskiptaráð Mikil samþjöppun blasir við á dagvöru- og eldsneytismarkaði nái fyrirhugaðir samrunar sem tilkynnt hefur verið um nýverið fram að ganga. Þessi þróun kemur ekki á óvart að sögn framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs sem segir gildandi samkeppnislöggjöf vera úrelta. 15. júlí 2018 20:30 Innreið Costco breytir ekki stöðu Haga Samkeppniseftirlitið telur ekki að innkoma Costco á innlendan dagvörumarkað hafi breytt stöðu Haga á markaðinum í grundvallaratriðum. Hagar telja "alls ekki rök fyrir umfangsmeiri ráðstöfun eigna“ en lagt er til í sáttatillögum félagsins vegna kaupa þess á Olís. 5. júlí 2018 08:00 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Stærstu félögin á matvörumörkuðum á Norðurlöndunum einskorða sig ekki eingöngu við rekstur hefðbundinna matvöruverslana heldur nær starfsemi þeirra einnig til meðal annars sölu lyfja, hreinlætisvara, eldsneytis og bíla og jafnvel reksturs banka og fasteigna. Er hefð fyrir því að stór norræn smásölufélög útvíkki þannig starfsemi sína. Í því ljósi eru fyrirætlanir Haga um að kaupa Olís rökréttar. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í nýlegu verðmati hagfræðideildar Landsbankans á Högum. Í matinu, sem Markaðurinn hefur undir höndum, segir jafnframt að stórar matvörukeðjur á Norðurlöndunum hafi fengið samþykki samkeppnisyfirvalda til þess að kaupa bæði skyldan og óskyldan rekstur í gegnum tíðina. Til dæmis hafi verslanakeðjan ICA keypt Hjärtat, eina stærstu apótekakeðju í Svíþjóð, í byrjun árs 2015, en ICA rekur apótekin við matvöruverslanir sínar, án þess að þarlend samkeppnisyfirvöld hafi fett fingur út í þau kaup. Á móti hafa samkeppnisyfirvöld, að sögn greinenda Landsbankans, einnig sett samrunum á smásölumarkaði skilyrði, líkt og í tilfelli kaupa norsku keðjunnar Coop á ICA í Noregi í október 2015, en þá var norsku keðjunni gert að selja 93 af 550 verslunum ICA til óskylds fyrirtækis. Í því tilviki var hins vegar um að ræða samruna tveggja stórra smásölukeðja í beinni samkeppni. „Í tilfelli Haga og Olís sýnist okkur sem svo að rekstur félaganna sé það ólíkur að rök fyrir kröfu um sölu reksturs séu óskýr,“ segir í umfjöllun hagfræðideildarinnarSamkeppniseftirlitið hefur sem kunnugt er til skoðunar fyrirhuguð kaup Haga, stærsta smásölufélags landsins, á Olís en eftirlitið hefur þegar látið í ljós það frummat sitt að kaupin muni að óbreyttu „draga með alvarlegum hætti úr virkri samkeppni“. Fallist eftirlitið ekki á sáttatillögur Haga, en félagið hefur meðal annars boðist til þess að selja tvær verslanir Bónuss og þrjár bensínstöðvar Olís, mun það ógilda kaupin. Hérlend samkeppnisyfirvöld ógiltu, eins og frægt er orðið, kaup Haga á Lyfju síðasta sumar en það var mat þeirra að kaupin hefðu leitt til „skaðlegrar samþjöppunar“ á þeim mörkuðum sem félögin starfa bæði á, ekki hvað síst á hreinlætisog snyrtivörumarkaði.Léttvæg rök eftirlitsins Sérfræðingar Landsbankans telja umrædd rök léttvæg og segja erfitt að sjá hvernig neytendur hefðu borið skarðan hlut frá borði vegna kaupanna. „Versta niðurstaðan hefði líklega verið lægra verð til neytenda,“ segja þeir. Vandséð sé hvernig rekstur apóteks samhliða verslunum Haga hefði komið niður á neytendum. Hagfræðideildin bendir auk þess á að verslanaumhverfið sé að breytast hratt og nauðsynlegt sé fyrir verslanir, smærri sem stærri, að taka þátt í þeim breytingum. Þá fari vægi jarðefnaeldsneytis minnkandi samfara tæknibreytingum og telja verði það samfélagslega hagkvæmt að rekstur fyrirtækja á þeim markaði geti tekið breytingum, neytendum til hagsbóta. „Sala á þremur þjónustumiðstöðvum til nýrra aðila á þverrandi markaði hlýtur að teljast óhagræði og neytendur borga fyrir óhagræði,“ nefna greinendurnir. Auk þess er bent á í verðmatinu að ekki sé gengið að vísum gróða í sölu á matvörum hér á landi. Atlantsolía hafi sem dæmi verið til sölu í nokkurn tíma án þess að kaupendur hafi fundist og þá hafi verslanir Víðis og Kosts nýverið verið teknar til gjaldþrotaskipta. Litlir í norrænum samanburði Í verðmatinu kemur fram að Hagar séu lítið félag í norrænum samanburði. Þannig séu sölustaðir Haga aðeins 46 talsins en sölustaðir NorgesGruppen í Noregi 1.835, ICA í Svíþjóð 1.296, Kesko í Finnlandi 1.282 og Coop í Danmörku 1.174. Hlutdeild umræddra matvörukeðja á sínum heimamörkuðum er jafnframt svipuð. Þannig er hlutdeild Haga á innlendum matvörumarkaði um 48 prósent og er hlutfallið það sama hjá ICA á sænska markaðinum. Hlutdeild NorgesGruppen er 42 prósent í Noregi, 43 prósent hjá Kesko í Finnlandi og 38 prósent hjá Coop í Danmörku. Er jafnframt bent á að félögin einskorði sig ekki aðeins við rekstur hefðbundinna matvöruverslana. Coop í Danmörku starfi til að mynda einnig á sviði netverslunar og lyfja- og hreinlætisvara. ICA í Svíþjóð sé með starfsemi í Eystrasaltsríkjunum og Noregi og reki auk þess banka. Kesko í Finnlandi selji byggingavörur, bíla og tæki. Reitan Group, sem rekur matvöruverslanirnar Rema 1000 í Noregi, sé umsvifamikið í rekstri söluturna í gegnum 7Eleven og Pressbyran á Norðurlöndunum og í Eystrasaltsríkjunum ásamt því að selja eldsneyti og stýra fasteignafélagi. Ljóst er því, að sögn greinenda Landsbankans, að í norrænu samhengi er hefð fyrir því að stór félög á smásölumarkaði útvíkki starfsemi sína.
Birtist í Fréttablaðinu Norðurlönd Tengdar fréttir Hagar tilbúið til að selja Bónusverslanir og bensínstöðvar til að liðka fyrir kaupunum á Olís Hagar er meðal annars reiðubúið til þess að selja tvær Bónusverslanir, tvær Olís-stöðvar og eina ÓB-stöð til þess að eyða þeim samkeppnishindrunum sem Samkeppniseftirlitið hefur talið að leitt gætu af samruna Haga og Olís. 3. júlí 2018 17:51 Samkeppnislöggjöfin úrelt að sögn framkvæmdastjóra Viðskiptaráð Mikil samþjöppun blasir við á dagvöru- og eldsneytismarkaði nái fyrirhugaðir samrunar sem tilkynnt hefur verið um nýverið fram að ganga. Þessi þróun kemur ekki á óvart að sögn framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs sem segir gildandi samkeppnislöggjöf vera úrelta. 15. júlí 2018 20:30 Innreið Costco breytir ekki stöðu Haga Samkeppniseftirlitið telur ekki að innkoma Costco á innlendan dagvörumarkað hafi breytt stöðu Haga á markaðinum í grundvallaratriðum. Hagar telja "alls ekki rök fyrir umfangsmeiri ráðstöfun eigna“ en lagt er til í sáttatillögum félagsins vegna kaupa þess á Olís. 5. júlí 2018 08:00 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Hagar tilbúið til að selja Bónusverslanir og bensínstöðvar til að liðka fyrir kaupunum á Olís Hagar er meðal annars reiðubúið til þess að selja tvær Bónusverslanir, tvær Olís-stöðvar og eina ÓB-stöð til þess að eyða þeim samkeppnishindrunum sem Samkeppniseftirlitið hefur talið að leitt gætu af samruna Haga og Olís. 3. júlí 2018 17:51
Samkeppnislöggjöfin úrelt að sögn framkvæmdastjóra Viðskiptaráð Mikil samþjöppun blasir við á dagvöru- og eldsneytismarkaði nái fyrirhugaðir samrunar sem tilkynnt hefur verið um nýverið fram að ganga. Þessi þróun kemur ekki á óvart að sögn framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs sem segir gildandi samkeppnislöggjöf vera úrelta. 15. júlí 2018 20:30
Innreið Costco breytir ekki stöðu Haga Samkeppniseftirlitið telur ekki að innkoma Costco á innlendan dagvörumarkað hafi breytt stöðu Haga á markaðinum í grundvallaratriðum. Hagar telja "alls ekki rök fyrir umfangsmeiri ráðstöfun eigna“ en lagt er til í sáttatillögum félagsins vegna kaupa þess á Olís. 5. júlí 2018 08:00