Körfubolti

Haukur Helgi heldur sig í Frakklandi en semur við nýtt lið

Anton Ingi Leifsson skrifar
Haukur Helgi í leik með íslenska landsliðinu.
Haukur Helgi í leik með íslenska landsliðinu. vísir/getty
Haukur Helgi Pálsson hefur skrifað undir samning við franska féagið Nanterre 92 en félagið tilkynnti þetta í kvöld. Hann heldur sig því í sömu deild.

Haukar spilaði á síðasta tímabili með Cholet í sömu deild, frönsku úrvalsdeildinni, en Cholet endaði í fimmtánda sæti deildarinnar með 28 stig.

Haukur Helgi hefur nú tekið næsta skref og hefur samið við Nanterre sem endaði í sjöunda sæti deildarinnar á síðustu leiktíð.

Þeir fóru í úrslitakeppnina í fyrra og duttu þar út fyrir Strasbourg, 2-0, í átta liða úrslitunum. Þeir duttu út í undanúrslitum bikarins gegn sama liði.

Á síðasta tímabili skoraði Haukur að meðaltali rúmlega níu stig en einnig tók hann 2,5 fráköst og gaf 1,7 stoðsendingar. Framlag upp á níu í hverjum leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×