Erlent

Fleiri smitast af HIV-veirunni

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
HIV-vírus
HIV-vírus Vísir/Getty
Einstaklingum sýktum af HIV fjölgar ár frá ári í um fimmtíu ríkjum. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sameiginlegrar áætlunar Sameinuðu þjóðanna gegn alnæmi (UNAIDS).

Kemur þar einnig fram að helmingur þeirra sem nýlega hafa sýkst af HIV fái ekki viðeigandi meðferð. Samkvæmt BBC hafa 37 milljónir manna sýkst af veirunni.

Sjá einnig: Aldrei eins mörg HIV smit: „Erum orðin of kærulaus“

Sjúkdómurinn verður um um milljón manns að bana hvert ár og varar UNAIDS því sérstaklega við því að það sé að hægjast á baráttunni gegn útbreiðslu HIV.

Í Vesturog Mið-Afríku er ástandið einna verst og kemur fram í skýrslunni að þrjú af hverjum fjórum börnum sem smituð eru og þrír af hverjum fjórum fullorðnum fái ekki meðferð við sjúkdómnum. Ástandið sé einna verst í Nígeríu.


Tengdar fréttir

Sóttvarnalæknir fór í sitt fyrsta HIV-próf

Framkvæmdastjóri HIV Ísland segir að þrátt fyrir fjölgun HIV jákvæðra á Íslandi hafi smithætta ekki aukist enda komi margir smitaðir erlendis frá. Hann fagnar nýju og aðgengilegu prófi á HIV en af tilefni alþjóðlega Alnæmisdagsins í dag fór sóttvarnarlæknir í slíkt HIV próf.

Hefja tilraunir með mögulegt bóluefni við HIV í mönnum

Tilraunir með nýtt bóluefni við HIV-sýkingu í ósmituðum einstaklingum og öpum hefur borið afar góða árangur. Vísindamönnunum tókst að framkalla heppilega ónæmissvörun með því gefa þessum einstaklingum blöndu af nokkrum lyfjum sem áður hafa gefið góð raun í baráttunni við HIV.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×