Misstu allt tímaskyn inni í hellinum og lýsa björguninni sem kraftaverki Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. júlí 2018 11:45 Nokkrir drengjanna úr fótboltaliðinu, sem heitir Wild Boars, á blaðamannafundinum í gær. vísir/ap Fótboltastrákarnir tólf sem sátu fastir í helli í norðurhluta Taílands í meira en tvær vikur ásamt þjálfaranum sínum, Ekaphol Chantawong, segjast hafa misst allt tímaskyn á meðan þeir þurftu að dvelja í hellinum. Því hafi ein fyrsta spurningin sem þeir spurðu bresku kafarana sem fundu þá hvað þeir hefðu verið lengi í hellinum. Strákarnir lýsa björguninni úr hellinum sem kraftaverki en sjálfir reyndu þeir að grafa sig út úr hellinum þar sem þeim fannst þeir ekki geta bara beðið eftir því að yfirvöld kæmu þeim til bjargar. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem haldinn var í gær en þar svöruðu strákarnir og þjálfarinn spurningum fjölmiðla í fyrsta sinn.Ætluðu að vera í hellinum í um klukkustund Við upphaf blaðamannafundarins var spilað myndband þar sem fótboltastrákarnir sjást gráta á meðan þeir þakka heilbrigðisstarfsfólkinu sem hafði annast þá í um viku eftir að þeim var bjargað. „Allir voru svo áhyggjufullir. Ég er orðlaus,“ sagði hinn 14 ára gamli Adul Sam-on í myndbandinu. Ekaphol, þjálfari drengjanna, sagði að þeir hefðu ákveðið að fara í hellinn þann 23. júní þar sem enginn þeirra hafði komið þangað áður. Þeir hjóluðu að hellinum eftir fótboltaæfingu og ætluðu að vera inni í um klukkustund en þegar þeir reyndu að komast til baka tóku þeir eftir að vatnsyfirborðið var farið að hækka.Reyndi að hugsa ekki um mat til að verða ekki svengri Ekaphol sagði að næstum allir drengirnir kynnu að synda en sumir þeirra væru ekki sérstaklega góðir sundmenn. Þá áttaði þjálfarinn sig á því að eftir því sem myrkrið í hellinum varð meira þá yrði erfiðara fyrir liðið að komast út. Hann ákvað þess vegna að fara með strákana lengra inn í hellinn þar sem þeir hugðust dvelja um nóttina og vonaði að vatnsyfirborðið myndi lækka. Enginn matur var í hellinum og þá var ekki hægt að hafa nein samskipti við umheiminn þaðan. Hvorki drengirnir né þjálfarinn gátu því látið vita af sér. Strákarnir lýstu því hvernig þeir urðu meira og meira veikburða eftir því sem dagarnir liðu án matar. Þeir gátu þó drukkið vatn sem draup úr veggjum hellsins. „Við vorum í lagi fyrsta daginn en eftir tvo daga vorum við orðnir þreyttir,“ sagði Pornchai Kamluan, 16 ára. Yngsti meðlimur liðsins, hinn 11 ára gamli Chanin Wiboonrungrueng, sagðist hafa verið máttlaus. „Ég reyndi að hugsa ekki um mat svo að ég yrði ekki svengri,“ sagði hann. Aðstæður við björgun drengjanna voru afar erfiðar meðal annars vegna mikils myrkurs og vatns í hellakerfinu.vísir/apVarð hissa þegar hann heyrði kafarana tala ensku en ekki taílensku Það voru breskir kafarar sem fundu hópinn í hellinum eftir 10 daga leit. Margir höfðu þá gefið upp alla von um að þeir myndu einhvern tímann finnast. Adul, 14 ára gamall, er sá eini úr hópnum sem talar ensku. Hann segir það hafa verið kraftaverkastund þegar hann heyrði í bresku köfurunum tveimur. „Við vorum að grafa upp steina og við heyrðum raddir. Við vorum ekki vissir um að þetta væri raunverulegt svo við stoppuðum og hlustuðum, og þetta reyndist satt. Ég var í sjokki,“ sagði Adul. Þá kvaðst hann hafa orðið hissa þegar hann heyrði kafarana tala ensku en ekki taílensku. Hann sagði að kafararnir hafi spurt hvernig þeir hefðu það. Adul svaraði að þeir hefðu það fínt og sagði að þeir væru allir öruggir. Ein af fyrstu spurningunum sem drengirnir spurðu kafarana að var hversu marga daga þeir hefðu verið í hellinum. „Heilastarfsemi okkar var orðin mjög hæg og við höfðum gleymt öllu um stærðfræði,“ sagði Adul.Strákarnir sjást hér á spítalanum sem þeir dvöldu á í um viku eftir að þeim var bjargað úr hellinum í síðustu viku.vísir/apÁkváðu sjálfir í hvaða röð þeim yrði bjargað út Á fundinum kom einnig fram að lokaákvörðunin um hver drengjanna færi fyrstur út úr hellinum þegar björgunaraðgerðir hófust hafi ekki byggst á því hver væri hraustastur heldur ákváðu strákarnir röðina sjálfir. Röðin byggðist á því hver bjó lengst í burtu frá hellinum og þyrfti því að hjóla lengstu leiðina heim. Drengirnir sögðu jafnframt frá því að þeir hefðu flestir ekki sagt foreldrum sínum frá því hvert þeir væru að fara eftir fótboltaæfingu. Sögðust þeir vera fullir eftirsjár vegna þess sem foreldrar þeirra þurftu að ganga í gegnum. Strákarnir fóru heim til foreldra sinna í gær. Ráðlögðu læknar fjölskyldum þeirra að drengirnir myndu ekki eiga í meiri samskiptum við fjölmiðla að minnsta kosti næsta mánuðinn eða svo. Fastir í helli í Taílandi Taíland Tengdar fréttir Wild Boars boðið á Gothia Cup Mótshaldarar stærsta knattspyrnumóts unglinga í heimi hafa ákveðið að bjóða taílensku fótboltastrákunum að taka þátt á næsta ári, án endurgjalds. 15. júlí 2018 13:23 Segir að allir fótboltastrákarnir hafi samþykkt að fara inn í hellinn Hinn 25 ára gamli Ake, fótboltaþjálfari strákanna tólf sem festust í helli í norðurhluta Taílands, ásamt þjálfaranum í síðasta mánuði, segir að allir strákarnir hafi samþykkt að fara inn í hellinn. 18. júlí 2018 11:58 Fótboltastrákarnir útskrifaðir af spítala degi fyrr en áætlað var Taílensku fótboltastrákarnir tólf og þjálfari þeirra verða útskrifaðir degi fyrr en áætlað var, nánar tiltekið á morgun. 17. júlí 2018 15:13 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Sjá meira
Fótboltastrákarnir tólf sem sátu fastir í helli í norðurhluta Taílands í meira en tvær vikur ásamt þjálfaranum sínum, Ekaphol Chantawong, segjast hafa misst allt tímaskyn á meðan þeir þurftu að dvelja í hellinum. Því hafi ein fyrsta spurningin sem þeir spurðu bresku kafarana sem fundu þá hvað þeir hefðu verið lengi í hellinum. Strákarnir lýsa björguninni úr hellinum sem kraftaverki en sjálfir reyndu þeir að grafa sig út úr hellinum þar sem þeim fannst þeir ekki geta bara beðið eftir því að yfirvöld kæmu þeim til bjargar. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem haldinn var í gær en þar svöruðu strákarnir og þjálfarinn spurningum fjölmiðla í fyrsta sinn.Ætluðu að vera í hellinum í um klukkustund Við upphaf blaðamannafundarins var spilað myndband þar sem fótboltastrákarnir sjást gráta á meðan þeir þakka heilbrigðisstarfsfólkinu sem hafði annast þá í um viku eftir að þeim var bjargað. „Allir voru svo áhyggjufullir. Ég er orðlaus,“ sagði hinn 14 ára gamli Adul Sam-on í myndbandinu. Ekaphol, þjálfari drengjanna, sagði að þeir hefðu ákveðið að fara í hellinn þann 23. júní þar sem enginn þeirra hafði komið þangað áður. Þeir hjóluðu að hellinum eftir fótboltaæfingu og ætluðu að vera inni í um klukkustund en þegar þeir reyndu að komast til baka tóku þeir eftir að vatnsyfirborðið var farið að hækka.Reyndi að hugsa ekki um mat til að verða ekki svengri Ekaphol sagði að næstum allir drengirnir kynnu að synda en sumir þeirra væru ekki sérstaklega góðir sundmenn. Þá áttaði þjálfarinn sig á því að eftir því sem myrkrið í hellinum varð meira þá yrði erfiðara fyrir liðið að komast út. Hann ákvað þess vegna að fara með strákana lengra inn í hellinn þar sem þeir hugðust dvelja um nóttina og vonaði að vatnsyfirborðið myndi lækka. Enginn matur var í hellinum og þá var ekki hægt að hafa nein samskipti við umheiminn þaðan. Hvorki drengirnir né þjálfarinn gátu því látið vita af sér. Strákarnir lýstu því hvernig þeir urðu meira og meira veikburða eftir því sem dagarnir liðu án matar. Þeir gátu þó drukkið vatn sem draup úr veggjum hellsins. „Við vorum í lagi fyrsta daginn en eftir tvo daga vorum við orðnir þreyttir,“ sagði Pornchai Kamluan, 16 ára. Yngsti meðlimur liðsins, hinn 11 ára gamli Chanin Wiboonrungrueng, sagðist hafa verið máttlaus. „Ég reyndi að hugsa ekki um mat svo að ég yrði ekki svengri,“ sagði hann. Aðstæður við björgun drengjanna voru afar erfiðar meðal annars vegna mikils myrkurs og vatns í hellakerfinu.vísir/apVarð hissa þegar hann heyrði kafarana tala ensku en ekki taílensku Það voru breskir kafarar sem fundu hópinn í hellinum eftir 10 daga leit. Margir höfðu þá gefið upp alla von um að þeir myndu einhvern tímann finnast. Adul, 14 ára gamall, er sá eini úr hópnum sem talar ensku. Hann segir það hafa verið kraftaverkastund þegar hann heyrði í bresku köfurunum tveimur. „Við vorum að grafa upp steina og við heyrðum raddir. Við vorum ekki vissir um að þetta væri raunverulegt svo við stoppuðum og hlustuðum, og þetta reyndist satt. Ég var í sjokki,“ sagði Adul. Þá kvaðst hann hafa orðið hissa þegar hann heyrði kafarana tala ensku en ekki taílensku. Hann sagði að kafararnir hafi spurt hvernig þeir hefðu það. Adul svaraði að þeir hefðu það fínt og sagði að þeir væru allir öruggir. Ein af fyrstu spurningunum sem drengirnir spurðu kafarana að var hversu marga daga þeir hefðu verið í hellinum. „Heilastarfsemi okkar var orðin mjög hæg og við höfðum gleymt öllu um stærðfræði,“ sagði Adul.Strákarnir sjást hér á spítalanum sem þeir dvöldu á í um viku eftir að þeim var bjargað úr hellinum í síðustu viku.vísir/apÁkváðu sjálfir í hvaða röð þeim yrði bjargað út Á fundinum kom einnig fram að lokaákvörðunin um hver drengjanna færi fyrstur út úr hellinum þegar björgunaraðgerðir hófust hafi ekki byggst á því hver væri hraustastur heldur ákváðu strákarnir röðina sjálfir. Röðin byggðist á því hver bjó lengst í burtu frá hellinum og þyrfti því að hjóla lengstu leiðina heim. Drengirnir sögðu jafnframt frá því að þeir hefðu flestir ekki sagt foreldrum sínum frá því hvert þeir væru að fara eftir fótboltaæfingu. Sögðust þeir vera fullir eftirsjár vegna þess sem foreldrar þeirra þurftu að ganga í gegnum. Strákarnir fóru heim til foreldra sinna í gær. Ráðlögðu læknar fjölskyldum þeirra að drengirnir myndu ekki eiga í meiri samskiptum við fjölmiðla að minnsta kosti næsta mánuðinn eða svo.
Fastir í helli í Taílandi Taíland Tengdar fréttir Wild Boars boðið á Gothia Cup Mótshaldarar stærsta knattspyrnumóts unglinga í heimi hafa ákveðið að bjóða taílensku fótboltastrákunum að taka þátt á næsta ári, án endurgjalds. 15. júlí 2018 13:23 Segir að allir fótboltastrákarnir hafi samþykkt að fara inn í hellinn Hinn 25 ára gamli Ake, fótboltaþjálfari strákanna tólf sem festust í helli í norðurhluta Taílands, ásamt þjálfaranum í síðasta mánuði, segir að allir strákarnir hafi samþykkt að fara inn í hellinn. 18. júlí 2018 11:58 Fótboltastrákarnir útskrifaðir af spítala degi fyrr en áætlað var Taílensku fótboltastrákarnir tólf og þjálfari þeirra verða útskrifaðir degi fyrr en áætlað var, nánar tiltekið á morgun. 17. júlí 2018 15:13 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Sjá meira
Wild Boars boðið á Gothia Cup Mótshaldarar stærsta knattspyrnumóts unglinga í heimi hafa ákveðið að bjóða taílensku fótboltastrákunum að taka þátt á næsta ári, án endurgjalds. 15. júlí 2018 13:23
Segir að allir fótboltastrákarnir hafi samþykkt að fara inn í hellinn Hinn 25 ára gamli Ake, fótboltaþjálfari strákanna tólf sem festust í helli í norðurhluta Taílands, ásamt þjálfaranum í síðasta mánuði, segir að allir strákarnir hafi samþykkt að fara inn í hellinn. 18. júlí 2018 11:58
Fótboltastrákarnir útskrifaðir af spítala degi fyrr en áætlað var Taílensku fótboltastrákarnir tólf og þjálfari þeirra verða útskrifaðir degi fyrr en áætlað var, nánar tiltekið á morgun. 17. júlí 2018 15:13