Bergþóra skipuð forstjóri Vegagerðarinnar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. júlí 2018 14:17 Bergþóra Þorkelsdóttir er menntaður dýralæknir en hefur sinnt stjórnunarstöðum síðustu tuttugu ár. vísir/gva Bergþóra Þorkelsdóttir dýralæknir hefur verið skipuð forstjóri Vegagerðarinnar. Umsækjendum um starfið var tilkynnt um ákvörðun setts samgönguráðherra að loknum vinnudegi á föstudaginn sem var síðasti dagur Hreins Haraldssonar hjá Vegagerðinni eftir tíu ára starf. Skipunarferlið hefði mátt ganga betur. Samgönguráðuneytið gleymdi að auglýsa starfið í Lögbirtingablaðinu, eins og lög gera ráð fyrir, og þurfti að framlengja umsóknarfrestinn um tvær vikur. Umsækjendum fjölgaði úr 15 í 25 við framlenginguna. Stundin greindi fyrst frá skipun Bergþóru í dag og er ferill hennar rakin þar. Hún stundaði nám við Chartered Institute of Marketing í Bretlandi og nam rekstrar- og viðskiptafræði við Háskóla Íslands. Hún er menntaður dýralæknir og var við nám í Kaupmannahöfn á sama tíma og Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Vegna kunningsskapsins sagði Sigurður Ingi sig frá skipuninni og var Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra og flokkssystir Sigurðar Inga, sett ráðherra.Hreinn Haraldsson vegamálastjóri.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Engrar reynslu af verkfræði krafist Lilja tók ákvörðunina eftir umsögn þriggja manna nefndar sem skipuð var til að meta hæfni umsækjenda. Í nefndinni áttu sæti Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík, Aðalsteinn Ingólfsson, forstjóri Skinneyjar-Þinganess og Guðný Elísabet Ingadóttir, mannauðsstjóri samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins. Athygli vakti að engrar reynslu af verkfræði eða verklegum framkvæmdum var krafist í auglýsingu um starfið líkt og gert var árið 2008 þegar Hreinn Haraldsson var ráðinn. Þá var krafist háskólamenntunar í verkfræði eða sambærilegrar menntunar. Hreinn var með doktorsgráðu í jarðfærði og hafði starfað sem framkvæmdastjóri hjá Vegagerðinni þegar hann var ráðinn þangað. Hæfniskröfurnar voru í fimm liðum: -Háskólamenntun á meistarastigi eða sambærileg reynsla sem nýtist í starfi -Árangursík reynsla af áætlunargerð, stjórnun og rekstri -Góð þekking og reynsla af stefnumótun -Reynsla af alþjóða samstarfi kostur -Færni til tjáningar í ræðu og riti á íslensku og ensku nauðsynleg Í pósti frá samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytinu á föstudaginn til umsækjenda sagði: „Bergþóra hefur víðtæka reynslu úr atvinnulífinu og hefur starfað sem stjórnandi síðustu tuttugu ár, síðast sem forstjóri Isam ehf. Þá hefur hún m.a. starfað sem framkvæmdastjóri Líflands og Kornax og hjá Fastus. Hún lauk kandídatsprófi í dýralækningum árið 1991, námi í rekstrar og viðskiptafræði árið 2000 og markaðsfræðum árið 2005.“ Ráðningar Tengdar fréttir Þessi sóttu um embætti forstjóra Vegagerðarinnar Alls sóttu 25 um embætti forstjóra Vegagerðarinnar. 22. maí 2018 16:29 Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Bergþóra Þorkelsdóttir dýralæknir hefur verið skipuð forstjóri Vegagerðarinnar. Umsækjendum um starfið var tilkynnt um ákvörðun setts samgönguráðherra að loknum vinnudegi á föstudaginn sem var síðasti dagur Hreins Haraldssonar hjá Vegagerðinni eftir tíu ára starf. Skipunarferlið hefði mátt ganga betur. Samgönguráðuneytið gleymdi að auglýsa starfið í Lögbirtingablaðinu, eins og lög gera ráð fyrir, og þurfti að framlengja umsóknarfrestinn um tvær vikur. Umsækjendum fjölgaði úr 15 í 25 við framlenginguna. Stundin greindi fyrst frá skipun Bergþóru í dag og er ferill hennar rakin þar. Hún stundaði nám við Chartered Institute of Marketing í Bretlandi og nam rekstrar- og viðskiptafræði við Háskóla Íslands. Hún er menntaður dýralæknir og var við nám í Kaupmannahöfn á sama tíma og Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Vegna kunningsskapsins sagði Sigurður Ingi sig frá skipuninni og var Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra og flokkssystir Sigurðar Inga, sett ráðherra.Hreinn Haraldsson vegamálastjóri.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Engrar reynslu af verkfræði krafist Lilja tók ákvörðunina eftir umsögn þriggja manna nefndar sem skipuð var til að meta hæfni umsækjenda. Í nefndinni áttu sæti Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík, Aðalsteinn Ingólfsson, forstjóri Skinneyjar-Þinganess og Guðný Elísabet Ingadóttir, mannauðsstjóri samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins. Athygli vakti að engrar reynslu af verkfræði eða verklegum framkvæmdum var krafist í auglýsingu um starfið líkt og gert var árið 2008 þegar Hreinn Haraldsson var ráðinn. Þá var krafist háskólamenntunar í verkfræði eða sambærilegrar menntunar. Hreinn var með doktorsgráðu í jarðfærði og hafði starfað sem framkvæmdastjóri hjá Vegagerðinni þegar hann var ráðinn þangað. Hæfniskröfurnar voru í fimm liðum: -Háskólamenntun á meistarastigi eða sambærileg reynsla sem nýtist í starfi -Árangursík reynsla af áætlunargerð, stjórnun og rekstri -Góð þekking og reynsla af stefnumótun -Reynsla af alþjóða samstarfi kostur -Færni til tjáningar í ræðu og riti á íslensku og ensku nauðsynleg Í pósti frá samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytinu á föstudaginn til umsækjenda sagði: „Bergþóra hefur víðtæka reynslu úr atvinnulífinu og hefur starfað sem stjórnandi síðustu tuttugu ár, síðast sem forstjóri Isam ehf. Þá hefur hún m.a. starfað sem framkvæmdastjóri Líflands og Kornax og hjá Fastus. Hún lauk kandídatsprófi í dýralækningum árið 1991, námi í rekstrar og viðskiptafræði árið 2000 og markaðsfræðum árið 2005.“
Ráðningar Tengdar fréttir Þessi sóttu um embætti forstjóra Vegagerðarinnar Alls sóttu 25 um embætti forstjóra Vegagerðarinnar. 22. maí 2018 16:29 Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Þessi sóttu um embætti forstjóra Vegagerðarinnar Alls sóttu 25 um embætti forstjóra Vegagerðarinnar. 22. maí 2018 16:29