Óli Stefán: Allt liðið var vont í dag Smári Jökull Jónsson skrifar 1. júlí 2018 18:31 Óli Stefán Flóventsson þjálfari Grindavíkur sagði lið hans hafa verið vont í dag. Vísir/Andri Marínó „Ég held að það sé alveg klárt að þetta var versta frammistaða okkar í sumar. Við vorum vondir á allan hátt, kraftlitlir og náðum varla að klukka góða Eyjamenn. Þetta var mjög vondur dagur í dag,“ sagði Óli Stefán Flóventsson þjálfari Grindavíkur eftir 3-0 tap gegn ÍBV í Eyjum í dag. Eyjamenn hafa yfirleitt spilað með þrjá miðverði í sumar en breyttu í dag yfir í 4-4-2 leikkerfið með fínni pressu sem virtist koma Grindvíkingum pínulítið í opna skjöldu. „Við vorum búnir að tala um að það gæti orðið og þá með tvo framherja eins og þeir gera í hinu kerfinu. Það sem þeir gerðu vel að þegar þeir unnu vel þá keyrðu þeir í svæðið fyrir aftan okkur og við vorum búnir að fara vel í það í vikunni að fara ekki með boltann í svæðin þar sem þeir eru þéttir.“ „En við teiknuðum það svo sannarlega upp fyrir þá í dag og hvað eftir annað fengu þeir boltann á stórhættulegum svæðum og kláruðu þrjú mörk upp úr því,“ bætti Óli Stefán við. Rodrigo Gomes Mateo var í leikbanni í dag og fyrirliðinn Gunnar Þorsteinsson meiddur. Það var augljóst að Grindvíkingar söknuðu þeirra á miðsvæðinu. „Það særði jafnvægið í liðinu að annar hvor þeirra var ekki með og svo er Brynjar Ásgeir meiddur líka. Við höfum verið að tala um að hópurinn sé breiðari en í fyrra og þeir sem koma inn eiga að taka við keflinu og spila sig inn í liðið. Það er ekkert við þá að sakast í dag því allt liðið var vont í dag,“ sagði Óli Stefán að lokum. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: ÍBV - Grindavík 3-0 | Öruggur sigur Eyjamanna gegn slökum Grindvíkingum ÍBV vann öruggan sigur á Grindavík í Eyjum í dag þegar liðin mættust í 11.umferð Pepsi-deildarinnar. Lokatölur urðu 3-0 og lyfta Eyjamenn sér úr fallsæti með sigrinum en Grindvíkingar sitja áfram í 4.sæti. 1. júlí 2018 19:15 Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Leik lokið: Fram - KR 0-1 | Vesturbæingar ná í fyrsta útisigurinn Íslenski boltinn Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Íslenski boltinn Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Enski boltinn Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Fram - KR 0-1 | Vesturbæingar ná í fyrsta útisigurinn Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Sjá meira
„Ég held að það sé alveg klárt að þetta var versta frammistaða okkar í sumar. Við vorum vondir á allan hátt, kraftlitlir og náðum varla að klukka góða Eyjamenn. Þetta var mjög vondur dagur í dag,“ sagði Óli Stefán Flóventsson þjálfari Grindavíkur eftir 3-0 tap gegn ÍBV í Eyjum í dag. Eyjamenn hafa yfirleitt spilað með þrjá miðverði í sumar en breyttu í dag yfir í 4-4-2 leikkerfið með fínni pressu sem virtist koma Grindvíkingum pínulítið í opna skjöldu. „Við vorum búnir að tala um að það gæti orðið og þá með tvo framherja eins og þeir gera í hinu kerfinu. Það sem þeir gerðu vel að þegar þeir unnu vel þá keyrðu þeir í svæðið fyrir aftan okkur og við vorum búnir að fara vel í það í vikunni að fara ekki með boltann í svæðin þar sem þeir eru þéttir.“ „En við teiknuðum það svo sannarlega upp fyrir þá í dag og hvað eftir annað fengu þeir boltann á stórhættulegum svæðum og kláruðu þrjú mörk upp úr því,“ bætti Óli Stefán við. Rodrigo Gomes Mateo var í leikbanni í dag og fyrirliðinn Gunnar Þorsteinsson meiddur. Það var augljóst að Grindvíkingar söknuðu þeirra á miðsvæðinu. „Það særði jafnvægið í liðinu að annar hvor þeirra var ekki með og svo er Brynjar Ásgeir meiddur líka. Við höfum verið að tala um að hópurinn sé breiðari en í fyrra og þeir sem koma inn eiga að taka við keflinu og spila sig inn í liðið. Það er ekkert við þá að sakast í dag því allt liðið var vont í dag,“ sagði Óli Stefán að lokum.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: ÍBV - Grindavík 3-0 | Öruggur sigur Eyjamanna gegn slökum Grindvíkingum ÍBV vann öruggan sigur á Grindavík í Eyjum í dag þegar liðin mættust í 11.umferð Pepsi-deildarinnar. Lokatölur urðu 3-0 og lyfta Eyjamenn sér úr fallsæti með sigrinum en Grindvíkingar sitja áfram í 4.sæti. 1. júlí 2018 19:15 Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Leik lokið: Fram - KR 0-1 | Vesturbæingar ná í fyrsta útisigurinn Íslenski boltinn Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Íslenski boltinn Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Enski boltinn Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Fram - KR 0-1 | Vesturbæingar ná í fyrsta útisigurinn Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Sjá meira
Leik lokið: ÍBV - Grindavík 3-0 | Öruggur sigur Eyjamanna gegn slökum Grindvíkingum ÍBV vann öruggan sigur á Grindavík í Eyjum í dag þegar liðin mættust í 11.umferð Pepsi-deildarinnar. Lokatölur urðu 3-0 og lyfta Eyjamenn sér úr fallsæti með sigrinum en Grindvíkingar sitja áfram í 4.sæti. 1. júlí 2018 19:15