Sjötíu ár frá fyrsta sigri landsliðsins í knattspyrnu Jóhann Óli Eiðsson skrifar 2. júlí 2018 06:00 Frá æfingu Austur-Þýslands á Melavellinum árið 1961 sem var lengi vel þjóðarleikvangur Íslands. LJÓSMYNDASAFNREYKJAVÍKUR Í dag eru 70 ár liðin frá því að Ísland vann í fyrsta sinn landsleik í knattspyrnu. Mótherjinn var Finnland, leikvangurinn var Melavöllurinn sálugi og skoraði goðsögnin Ríkharður Jónsson bæði mörk í Íslands í 2-0 sigri. „Þegar landsliðsleikurinn milli Finna og Íslendinga hófst í gærkvöldi var strekkingskaldi á vestan og veittist leikmönnum erfitt að hemja knöttinn af þeirri ástæðu,“ sagði í umfjöllun Morgunblaðsins um leikinn. Var þar haft á orði að finnska landsliðið væri ekki eins sterkt og þau landslið sem höfðu sótt Ísland heim áður. Vald þeirra á knettinum væri minna en frískir voru þeir og „snarir í snúningum“. Leikurinn var markalaus þar til sex mínútur lifðu leiks. Þá skoraði Ríkharður Jónsson með óverjandi skoti eftir fast leikatriði. Um fjórum mínútum síðar innsiglaði hann sigurinn en knötturinn hafði viðkomu í varnarmanni Finna á leið í netið. Markið er þrátt fyrir það eignað Ríkharði á heimasíðu KSÍ. „Það hefur gríðarlega margt gerst og við farið langan veg í þessum efnum. Við getum rétt ímyndað okkur aðstöðumuninn þá og nú,“ segir Guðni Bergsson, formaður KSÍ. Formaðurinn er um þessar mundir í Rússlandi en hann var fulltrúi UEFA í aganefnd FIFA á leik Rússlands og Spánar á HM í gær.Guðni Bergsson er formaður Knattspyrnusambands Íslands og spilaði sjálfur ófáa landsleiki fyrir hönd Íslands við góðan orðstír.knattspyrnusamband íslandsÁ árdögum knattspyrnunnar hér á landi fóru margir leikir fram á malarvöllum en aðstaðan hefur batnað jafnt og þétt. Með batnandi aðstöðu hefur fagmennska í kringum þjálfun, allt frá barnastarfi og upp í meistaraflokk, aukist líka. Sem alþjóð er kunnugt hefur það skilað sér í gríðargóðum árangri landsliða Íslands undanfarin ár. „Við vorum með ágætis landslið hér á árum áður en stöðugleikinn var ekki til staðar. Undanfarin ár höfum við ávallt verið í baráttu um að komast á stórmót og ratað inn á nokkur slík. Þar viljum við vera,“ segir Guðni. Frá því 1946 hefur landslið karla leikið 471 leik. 136 þeirra hafa unnist, tæpur fimmtungur endað með jafntefli en ríflega helmingur tapast. Markatalan er neikvæð upp á 250 mörk. „Verkefni okkar hreyfingar er að horfa til þess hvernig við getum haldið áfram þessari jákvæðu þróun með landsliðunum okkar. Árangur þeirra er gríðarlega hvetjandi fyrir yngri flokkana og við stuðningsmenn höfum gaman af því. Þetta byrjar allt í grasrótinni og við megum aldrei gleyma því að hlúa vel að yngstu iðkendunum,“ segir Guðni. Birtist í Fréttablaðinu Íslenski boltinn Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Í dag eru 70 ár liðin frá því að Ísland vann í fyrsta sinn landsleik í knattspyrnu. Mótherjinn var Finnland, leikvangurinn var Melavöllurinn sálugi og skoraði goðsögnin Ríkharður Jónsson bæði mörk í Íslands í 2-0 sigri. „Þegar landsliðsleikurinn milli Finna og Íslendinga hófst í gærkvöldi var strekkingskaldi á vestan og veittist leikmönnum erfitt að hemja knöttinn af þeirri ástæðu,“ sagði í umfjöllun Morgunblaðsins um leikinn. Var þar haft á orði að finnska landsliðið væri ekki eins sterkt og þau landslið sem höfðu sótt Ísland heim áður. Vald þeirra á knettinum væri minna en frískir voru þeir og „snarir í snúningum“. Leikurinn var markalaus þar til sex mínútur lifðu leiks. Þá skoraði Ríkharður Jónsson með óverjandi skoti eftir fast leikatriði. Um fjórum mínútum síðar innsiglaði hann sigurinn en knötturinn hafði viðkomu í varnarmanni Finna á leið í netið. Markið er þrátt fyrir það eignað Ríkharði á heimasíðu KSÍ. „Það hefur gríðarlega margt gerst og við farið langan veg í þessum efnum. Við getum rétt ímyndað okkur aðstöðumuninn þá og nú,“ segir Guðni Bergsson, formaður KSÍ. Formaðurinn er um þessar mundir í Rússlandi en hann var fulltrúi UEFA í aganefnd FIFA á leik Rússlands og Spánar á HM í gær.Guðni Bergsson er formaður Knattspyrnusambands Íslands og spilaði sjálfur ófáa landsleiki fyrir hönd Íslands við góðan orðstír.knattspyrnusamband íslandsÁ árdögum knattspyrnunnar hér á landi fóru margir leikir fram á malarvöllum en aðstaðan hefur batnað jafnt og þétt. Með batnandi aðstöðu hefur fagmennska í kringum þjálfun, allt frá barnastarfi og upp í meistaraflokk, aukist líka. Sem alþjóð er kunnugt hefur það skilað sér í gríðargóðum árangri landsliða Íslands undanfarin ár. „Við vorum með ágætis landslið hér á árum áður en stöðugleikinn var ekki til staðar. Undanfarin ár höfum við ávallt verið í baráttu um að komast á stórmót og ratað inn á nokkur slík. Þar viljum við vera,“ segir Guðni. Frá því 1946 hefur landslið karla leikið 471 leik. 136 þeirra hafa unnist, tæpur fimmtungur endað með jafntefli en ríflega helmingur tapast. Markatalan er neikvæð upp á 250 mörk. „Verkefni okkar hreyfingar er að horfa til þess hvernig við getum haldið áfram þessari jákvæðu þróun með landsliðunum okkar. Árangur þeirra er gríðarlega hvetjandi fyrir yngri flokkana og við stuðningsmenn höfum gaman af því. Þetta byrjar allt í grasrótinni og við megum aldrei gleyma því að hlúa vel að yngstu iðkendunum,“ segir Guðni.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenski boltinn Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira