Tölfræðin segir að De Gea sé lélegasti markvörðurinn í sögu HM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. júlí 2018 10:30 David de Gea. Vísir/Getty David de Gea og félagar í spænska fótboltalandsliðinu eru á heimleið í dag eftir að liðið datt út úr sextán liða úrslitum keppninnar í gær. Þetta var döpur heimsmeistarakeppni fyrir spænska landsliðið en hún var alveg skelfileg fyrir markvörð Manchester United sem var fyrir HM talinn vera einn besti markvörður heims. Frammistaða hans á HM í Rússlandi fær eflaust marga knattspyrnuspekinga til að endurskoða það mat sitt en var hún sögulega léleg. David de Gea hefur verið betri en enginn í marki Manchester United síðustu ár og er án vafa búinn að vera besti markvörður ensku úrvalsdeildarinnar undanfarin tímabil. Þess vegna skilja svo fáir hvernig hann spilaði á HM í Rússlandi. Tölfræðilega er hægt að halda því fram að David de Gea sé lélegasti markvörðurinn í sögu HM eins og sjá má í þessari staðreynd á Twitter-síðu spænska stórblaðsins Marca.4 games. 7shots. 6goals conceded. 1save. Not since 1966 has a goalkeeper made fewer saves in a #WorldCup. Yet it is the record of David de Gea.https://t.co/HXWOiGU7d5pic.twitter.com/leGfopfyLU — MARCA in English (@MARCAinENGLISH) July 2, 2018 David de Gea fékk á sig sex mörk í keppninni og varði ekki nema eitt skot. Síðan að menn fóru að halda utan um varin skot á HM árið 1966 hefur enginn markvörður varið svona fá skot í einni heimsmeistarakeppni. Í viðbót við það þá skoruðu Rússar úr öllum fjórum vítaspyrnunum á móti honum í vítakeppninni í gær á meðan kollegi hans í rússneska markinu, Igor Akinfeev, varði tvær spyrnur Spánverja. David de Gea varði því í raun aðeins 1 af 11 skotum sem komu á hann á HM í Rússlandi. Eitt af ellefu skotum gera 9 prósent markvörslu hjá þessum virta markverði.David de Gea.Vísir/Getty HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Myndband: Fallegar kveðjur til Víkinga fyrir átök kvöldsins Sindri Kristinn á óskalista KA Fyrstur allra með þrennu á Nývangi og Santiago Bernabéu í Meistaradeild Býst við Grikkjunum betri í kvöld Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Sjá meira
David de Gea og félagar í spænska fótboltalandsliðinu eru á heimleið í dag eftir að liðið datt út úr sextán liða úrslitum keppninnar í gær. Þetta var döpur heimsmeistarakeppni fyrir spænska landsliðið en hún var alveg skelfileg fyrir markvörð Manchester United sem var fyrir HM talinn vera einn besti markvörður heims. Frammistaða hans á HM í Rússlandi fær eflaust marga knattspyrnuspekinga til að endurskoða það mat sitt en var hún sögulega léleg. David de Gea hefur verið betri en enginn í marki Manchester United síðustu ár og er án vafa búinn að vera besti markvörður ensku úrvalsdeildarinnar undanfarin tímabil. Þess vegna skilja svo fáir hvernig hann spilaði á HM í Rússlandi. Tölfræðilega er hægt að halda því fram að David de Gea sé lélegasti markvörðurinn í sögu HM eins og sjá má í þessari staðreynd á Twitter-síðu spænska stórblaðsins Marca.4 games. 7shots. 6goals conceded. 1save. Not since 1966 has a goalkeeper made fewer saves in a #WorldCup. Yet it is the record of David de Gea.https://t.co/HXWOiGU7d5pic.twitter.com/leGfopfyLU — MARCA in English (@MARCAinENGLISH) July 2, 2018 David de Gea fékk á sig sex mörk í keppninni og varði ekki nema eitt skot. Síðan að menn fóru að halda utan um varin skot á HM árið 1966 hefur enginn markvörður varið svona fá skot í einni heimsmeistarakeppni. Í viðbót við það þá skoruðu Rússar úr öllum fjórum vítaspyrnunum á móti honum í vítakeppninni í gær á meðan kollegi hans í rússneska markinu, Igor Akinfeev, varði tvær spyrnur Spánverja. David de Gea varði því í raun aðeins 1 af 11 skotum sem komu á hann á HM í Rússlandi. Eitt af ellefu skotum gera 9 prósent markvörslu hjá þessum virta markverði.David de Gea.Vísir/Getty
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Myndband: Fallegar kveðjur til Víkinga fyrir átök kvöldsins Sindri Kristinn á óskalista KA Fyrstur allra með þrennu á Nývangi og Santiago Bernabéu í Meistaradeild Býst við Grikkjunum betri í kvöld Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Sjá meira