Tesla nær loks markmiði um aukna framleiðslu Kjartan Kjartansson skrifar 2. júlí 2018 09:59 Model 3 var auglýst sem ódýrari fólksbíll en Tesla hafði áður framleitt. Enn sem komið er hefur fyrirtækið aðeins framleitt dýrari útgáfu af bílnum. Vísir/EPA Rafbílaframleiðandanum Tesla tókst að framleiða fimm þúsund Model 3-bíla í síðustu viku annars ársfjórðungs, nokkrum klukkustundum eftir frest sem Elon Musk, forstjóri fyrirtækisins, hafði sett til að auka framleiðsluna. Ekki liggur þó fyrir hvort að Tesla geti haldið þeim dampi í framleiðslunni áfram. Tesla hefur átt í mestu erfiðleikum með að fylla pantanir og bíður fjöldi viðskiptavina mánuðum eða jafnvel árum saman eftir að fá bíla sína afhenta. Því hefur Musk lagt allt kapp á að auka framleiðsluna í verksmiðju Tesla. Setti Musk markmið um að 5.000 bílar af tegundinni Model 3 yrðu framleiddir á viku fyrir lok júní. Reuters-fréttastofan segir að markmiðið um 5.000 bíla hafi náðst snemma á sunnudagsmorgun, þegar nokkrar klukkustundir voru liðnar frá mánaðamótum. Ætlunin er að auka framleiðsluna upp í 6.000 bíla á viku í næsta mánuði. Samkvæmt heimildum Reuters voru starfsmenn færðir úr öðrum deildum Tesla til að vinna við framleiðsluna á Model 3 og gripið var til sérstakra ráðstafna til þess að hún stöðvaðist ekki. Óvíst er hvort að fyrirtækið geti haldið sama hraða í framleiðslunni áfram. Fyrirtækið hefur tapað fé að undanförnu sem hefur valdið óróa á meðal fjárfesta. Hlutabréfaverð í Tesla hefur þó hækkað um 40 prósent frá því í apríl þegar sem mest gekk á. Tesla Tengdar fréttir Musk heldur í stjórnartaumana hjá Tesla Tillaga kom fram á ársfundi sem hefði bolað Musk úr stöðu stjórnarformanns rafbílaframleiðandans. 6. júní 2018 09:01 Tesla tók dýfu eftir ókurteisi Elons Musk Virði hlutabréfa í Tesla minnkaði um sjö prósent í gær eftir að Elon Musk, eigandi og forstjóri, tók þá óvæntu ákvörðun að neita að svara spurningum fjármálagreinenda á símafundi um fjármál fyrirtækisins. 4. maí 2018 06:00 Þúsundum starfsmanna Tesla sagt upp Rafbílaframleiðandinn Tesla segir að til standi að segja upp um 9 prósent allra starfsmanna fyrirtækisins. 13. júní 2018 07:13 Samdráttur hjá Tesla kemur niður á sólarorku Uppsetningarstöðvum sólarsellna verður fækkað samhliða fækkun starfsfólks hjá rafbílaframleiðandanum. 22. júní 2018 08:26 Mest lesið Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Rafbílaframleiðandanum Tesla tókst að framleiða fimm þúsund Model 3-bíla í síðustu viku annars ársfjórðungs, nokkrum klukkustundum eftir frest sem Elon Musk, forstjóri fyrirtækisins, hafði sett til að auka framleiðsluna. Ekki liggur þó fyrir hvort að Tesla geti haldið þeim dampi í framleiðslunni áfram. Tesla hefur átt í mestu erfiðleikum með að fylla pantanir og bíður fjöldi viðskiptavina mánuðum eða jafnvel árum saman eftir að fá bíla sína afhenta. Því hefur Musk lagt allt kapp á að auka framleiðsluna í verksmiðju Tesla. Setti Musk markmið um að 5.000 bílar af tegundinni Model 3 yrðu framleiddir á viku fyrir lok júní. Reuters-fréttastofan segir að markmiðið um 5.000 bíla hafi náðst snemma á sunnudagsmorgun, þegar nokkrar klukkustundir voru liðnar frá mánaðamótum. Ætlunin er að auka framleiðsluna upp í 6.000 bíla á viku í næsta mánuði. Samkvæmt heimildum Reuters voru starfsmenn færðir úr öðrum deildum Tesla til að vinna við framleiðsluna á Model 3 og gripið var til sérstakra ráðstafna til þess að hún stöðvaðist ekki. Óvíst er hvort að fyrirtækið geti haldið sama hraða í framleiðslunni áfram. Fyrirtækið hefur tapað fé að undanförnu sem hefur valdið óróa á meðal fjárfesta. Hlutabréfaverð í Tesla hefur þó hækkað um 40 prósent frá því í apríl þegar sem mest gekk á.
Tesla Tengdar fréttir Musk heldur í stjórnartaumana hjá Tesla Tillaga kom fram á ársfundi sem hefði bolað Musk úr stöðu stjórnarformanns rafbílaframleiðandans. 6. júní 2018 09:01 Tesla tók dýfu eftir ókurteisi Elons Musk Virði hlutabréfa í Tesla minnkaði um sjö prósent í gær eftir að Elon Musk, eigandi og forstjóri, tók þá óvæntu ákvörðun að neita að svara spurningum fjármálagreinenda á símafundi um fjármál fyrirtækisins. 4. maí 2018 06:00 Þúsundum starfsmanna Tesla sagt upp Rafbílaframleiðandinn Tesla segir að til standi að segja upp um 9 prósent allra starfsmanna fyrirtækisins. 13. júní 2018 07:13 Samdráttur hjá Tesla kemur niður á sólarorku Uppsetningarstöðvum sólarsellna verður fækkað samhliða fækkun starfsfólks hjá rafbílaframleiðandanum. 22. júní 2018 08:26 Mest lesið Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Musk heldur í stjórnartaumana hjá Tesla Tillaga kom fram á ársfundi sem hefði bolað Musk úr stöðu stjórnarformanns rafbílaframleiðandans. 6. júní 2018 09:01
Tesla tók dýfu eftir ókurteisi Elons Musk Virði hlutabréfa í Tesla minnkaði um sjö prósent í gær eftir að Elon Musk, eigandi og forstjóri, tók þá óvæntu ákvörðun að neita að svara spurningum fjármálagreinenda á símafundi um fjármál fyrirtækisins. 4. maí 2018 06:00
Þúsundum starfsmanna Tesla sagt upp Rafbílaframleiðandinn Tesla segir að til standi að segja upp um 9 prósent allra starfsmanna fyrirtækisins. 13. júní 2018 07:13
Samdráttur hjá Tesla kemur niður á sólarorku Uppsetningarstöðvum sólarsellna verður fækkað samhliða fækkun starfsfólks hjá rafbílaframleiðandanum. 22. júní 2018 08:26