Fær 16 milljónir í bætur vegna rangrar meðferðar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. júlí 2018 10:14 Héraðsdómur Reykjavíkur. Fréttablaðið/valli Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt íslenska ríkið til að greiða karlmanni sextán milljónir króna vegna mistaka við sjúkdómsgreiningu þegar maðurinn leitaði til Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja vegna langvarandi verkja á milli herðablaða. Á nýársdag 2011 leitaði maðurinn til heilbrigðisstofnunarinnar og kvartaði undan fyrrgreindu ástandi. Sagðist maðurinn hafa verið stanslausan verk á milli herðablaðanna í nokkra daga. Var maðurinn greindur með bakflæði og voru honum ávísuð lyf vegna þess. Í september 2012 leitaði hann aftur til heilbrigðisstofnunarinnar vegna mikilla verkja á milli herðablaða. Var hann þá greindur með kransæðastíflu og sendur með sjúkrabíl í forgangsakstri til Reykjavíkur. Gekkst maðurinn undir hjartaþræðingu en alls fór hann í þrjár slíkar á nokkurra vikna tímabili.Hafði veruleg áhrif á störf mannsins að mati matsmanna Sjúkratryggingar Íslands greiddu manninum bætur vegna málsins, alls rúmlega tíu milljónir og taldi íslensa ríkið því að tjón mannsins hafi verið bætt. Í matsgerð sem lögð var fyrir dóminn kom fram það mat álitsmanna að sú meðferð sem stefnandi fékk á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja á nýársdag 2011 hefði verið með öllu ófullnægjandi, hefði hann verið skoðaður með fullnægjandi hætti hefði mögulega mátt koma í veg fyrir hjartaáfallið í september 2012. Töldu matsmenn líklegt að maðurinn myndi þurfa að minnka vinnu í framtíðinni, gæti ekki unnið vaktavinnu og að hann gæti þurft að skipta um starfsvettvang og stunda léttari störf auk þess sem hætta á uppsögn væri til staðar. Í skýrslu hjartalæknis var einnig skýrt að drep í hjartavöðva mannsins væri til þess fallið að draga verulega úr starfsgetu hans og að ólíklegra væri að hann gæti stundað vinnu til lengri tíma litið en einstaklingur með heilbrigt hjarta. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur segir að íslenska ríkinu hafi ekki tekist að sýna fram á að matsgerðin væri haldin slíkum göllum að hún væri ekki lögð til grundvallar í málinu og var hún því lögð til grundvallar. Fallist var á að heildartjón mannsins næmi 16,6 milljónum króna, auk vaxta, að frádregnum þeim bótum sem hann hafði þegar fengið greitt frá Sjúkratryggingum Íslands.Þá þarf íslenska ríkið einnig að greiða málskostnað, 1,4 milljónir króna.Dóm héraðsdóms má sjá hér. Dómsmál Heilbrigðismál Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Titringur á Alþingi Innlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Fleiri fréttir Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt íslenska ríkið til að greiða karlmanni sextán milljónir króna vegna mistaka við sjúkdómsgreiningu þegar maðurinn leitaði til Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja vegna langvarandi verkja á milli herðablaða. Á nýársdag 2011 leitaði maðurinn til heilbrigðisstofnunarinnar og kvartaði undan fyrrgreindu ástandi. Sagðist maðurinn hafa verið stanslausan verk á milli herðablaðanna í nokkra daga. Var maðurinn greindur með bakflæði og voru honum ávísuð lyf vegna þess. Í september 2012 leitaði hann aftur til heilbrigðisstofnunarinnar vegna mikilla verkja á milli herðablaða. Var hann þá greindur með kransæðastíflu og sendur með sjúkrabíl í forgangsakstri til Reykjavíkur. Gekkst maðurinn undir hjartaþræðingu en alls fór hann í þrjár slíkar á nokkurra vikna tímabili.Hafði veruleg áhrif á störf mannsins að mati matsmanna Sjúkratryggingar Íslands greiddu manninum bætur vegna málsins, alls rúmlega tíu milljónir og taldi íslensa ríkið því að tjón mannsins hafi verið bætt. Í matsgerð sem lögð var fyrir dóminn kom fram það mat álitsmanna að sú meðferð sem stefnandi fékk á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja á nýársdag 2011 hefði verið með öllu ófullnægjandi, hefði hann verið skoðaður með fullnægjandi hætti hefði mögulega mátt koma í veg fyrir hjartaáfallið í september 2012. Töldu matsmenn líklegt að maðurinn myndi þurfa að minnka vinnu í framtíðinni, gæti ekki unnið vaktavinnu og að hann gæti þurft að skipta um starfsvettvang og stunda léttari störf auk þess sem hætta á uppsögn væri til staðar. Í skýrslu hjartalæknis var einnig skýrt að drep í hjartavöðva mannsins væri til þess fallið að draga verulega úr starfsgetu hans og að ólíklegra væri að hann gæti stundað vinnu til lengri tíma litið en einstaklingur með heilbrigt hjarta. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur segir að íslenska ríkinu hafi ekki tekist að sýna fram á að matsgerðin væri haldin slíkum göllum að hún væri ekki lögð til grundvallar í málinu og var hún því lögð til grundvallar. Fallist var á að heildartjón mannsins næmi 16,6 milljónum króna, auk vaxta, að frádregnum þeim bótum sem hann hafði þegar fengið greitt frá Sjúkratryggingum Íslands.Þá þarf íslenska ríkið einnig að greiða málskostnað, 1,4 milljónir króna.Dóm héraðsdóms má sjá hér.
Dómsmál Heilbrigðismál Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Titringur á Alþingi Innlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Fleiri fréttir Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt Sjá meira