Schmeichel eldri sendi hjartnæma kveðju á Twitter Arnar Geir Halldórsson skrifar 2. júlí 2018 12:30 Peter Schmeichel fór mikinn í stúkunni í gær vísir/getty Danmörk er úr leik á HM í Rússlandi eftir sárgrætilegt tap fyrir Króatíu eftir vítaspyrnukeppni í gær.Þrátt fyrir það átti Kasper Schmeichel stórleik í marki Dana. Hann varði vítaspyrnu Luka Modric í framlengingunni og hélt þar með Dönum inn í leiknum. Ekki er við Schmeichel að sakast að Danir hafi tapað vítaspyrnukeppninni þar sem hann gerði sér lítið fyrir og varði tvær vítaspyrnur Króata. Myndavélunum var ítrekað beint upp í stúku þar sem faðir Kasper, Manchester United goðsögnin Peter Schmeichel, fór mikinn og var augljóslega stoltur af syninum. Peter er einnig í miklum metum hjá dönsku þjóðinni enda átti hann stóran þátt í því að Danir skyldu vinna EM 1992 ásamt því að vera leikjahæsti landsliðsmaður Dana frá upphafi. Hann sendi löndum sínum kveðju á Twitter sem sjá má hér fyrir neðan. Færslunni fylgir svo mynd af þeim feðgum á Old Trafford árið 1992, þá var Kasper sex ára gamall. „Ég er orðlaus. Ég gæti ekki verið stoltari af landinu mínu, syni mínum, liðsfélögum hans, öllu starfsliðinu og okkar frábæra landsliðsþjálfara, Age Hareide. Þegar við höfum þerrað tárin munum við átta okkur á því hversu vel við gerðum," segir í færslu Peter.Lost for words. Can't be more proud of my country, my son, his teammates, all the staff and our fantastic national coach Åge Hareide. When all the tears have dried out we will realise how well we did #WorldCup pic.twitter.com/vhGZQtDyJm— Peter Schmeichel (@Pschmeichel1) July 2, 2018 HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Subasic sendi Dani heim Króatar eru komnir í 8-liða úrslit á heimsmeistaramótinu eftir að þeir báru sigur úr býtum gegn Dönum en leikurinn fór í vítaspyrnukeppni. 1. júlí 2018 21:00 Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Sport „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Sport Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Íslenski boltinn Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Fleiri fréttir Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn Í beinni: Man. City - Crystal Palace | Palace oft vegnað vel gegn City Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Grealish og Foden líður ekki vel Sævar Atli með fyrsta markið sitt á árinu 2025 Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur Suður-Ameríka vill 64 lið á HM 2030 svo enginn verði útundan Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Sjá meira
Danmörk er úr leik á HM í Rússlandi eftir sárgrætilegt tap fyrir Króatíu eftir vítaspyrnukeppni í gær.Þrátt fyrir það átti Kasper Schmeichel stórleik í marki Dana. Hann varði vítaspyrnu Luka Modric í framlengingunni og hélt þar með Dönum inn í leiknum. Ekki er við Schmeichel að sakast að Danir hafi tapað vítaspyrnukeppninni þar sem hann gerði sér lítið fyrir og varði tvær vítaspyrnur Króata. Myndavélunum var ítrekað beint upp í stúku þar sem faðir Kasper, Manchester United goðsögnin Peter Schmeichel, fór mikinn og var augljóslega stoltur af syninum. Peter er einnig í miklum metum hjá dönsku þjóðinni enda átti hann stóran þátt í því að Danir skyldu vinna EM 1992 ásamt því að vera leikjahæsti landsliðsmaður Dana frá upphafi. Hann sendi löndum sínum kveðju á Twitter sem sjá má hér fyrir neðan. Færslunni fylgir svo mynd af þeim feðgum á Old Trafford árið 1992, þá var Kasper sex ára gamall. „Ég er orðlaus. Ég gæti ekki verið stoltari af landinu mínu, syni mínum, liðsfélögum hans, öllu starfsliðinu og okkar frábæra landsliðsþjálfara, Age Hareide. Þegar við höfum þerrað tárin munum við átta okkur á því hversu vel við gerðum," segir í færslu Peter.Lost for words. Can't be more proud of my country, my son, his teammates, all the staff and our fantastic national coach Åge Hareide. When all the tears have dried out we will realise how well we did #WorldCup pic.twitter.com/vhGZQtDyJm— Peter Schmeichel (@Pschmeichel1) July 2, 2018
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Subasic sendi Dani heim Króatar eru komnir í 8-liða úrslit á heimsmeistaramótinu eftir að þeir báru sigur úr býtum gegn Dönum en leikurinn fór í vítaspyrnukeppni. 1. júlí 2018 21:00 Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Sport „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Sport Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Íslenski boltinn Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Fleiri fréttir Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn Í beinni: Man. City - Crystal Palace | Palace oft vegnað vel gegn City Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Grealish og Foden líður ekki vel Sævar Atli með fyrsta markið sitt á árinu 2025 Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur Suður-Ameríka vill 64 lið á HM 2030 svo enginn verði útundan Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Sjá meira
Subasic sendi Dani heim Króatar eru komnir í 8-liða úrslit á heimsmeistaramótinu eftir að þeir báru sigur úr býtum gegn Dönum en leikurinn fór í vítaspyrnukeppni. 1. júlí 2018 21:00