Halda FH-ingar áfram að hefna?: 10-2 á móti Stjörnumönnum frá 2014 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. júlí 2018 11:45 Stjörnumenn fagna í Kaplakrika í byrjun október 2014. Vísir/Andri Marinó Stórleikur 11. umferðar Pepsi-deildar karla er jafnframt lokaleikur hennar og eini leikur kvöldsins. FH-ingar fá Stjörnumenn í heimsókn í Kaplakrikann klukkan átta í kvöld og er leikurinn einnig sýndur beint á Stöð 2 Sport. Hvorki FH-ingar né Stjörnumenn munu líklega aldrei gleyma 4. október 2014 þegar lið þeirra mættust í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn. FH-ingar voru búnir að vera á toppnum samfellt síðan í júní og nægði jafntefli í leiknum. Stjörnumenn tryggðu sér hinsvegar titilinn með marki úr vítaspyrnu í uppbótartíma. FH-ingar voru mjög ósáttir út í dómara leiksins, fyrra mark Stjörnumanna var augljós rangstaða og þá voru Hafnfirðingar allt annað en sáttir með vítaspyrnudóminn. Stjörnumenn fögnuðu aftur á móti fyrsta og eina Íslandsmeistaratitli sínum. Það má vissulega líta þannig á að FH-ingar hafi verið að hefna fyrir þetta sára tap undanfarin sumur. Stjörnumenn hafa nefnilega ekki sótt stig í Hafnarfjörðinn síðan í október 2014. FH hefur unnið þrjá síðustu leiki liðanna í Kaplakrika og það með markatölunni 10-2. FH vann 4-0 sigur í ágúst 2015, 3-2 sigur í ágúst 2016 og 3-0 sigur í júní 2017. Tveir af síðustu fjórum tapleikjum Stjörnuliðsins í Pepsi-deildinni hafa komið í Kaplakrika. Liðin hafa mæst þrisvar sinnum í Garðabæ á þessum tíma og allir leikirnir hafa endað með 1-1 jafntefli. Stjörnumenn hafa því ekki unnið FH í Pepsi-deildinni síðan að þeir „stálu“ Íslandsmeistaratitlinum í uppbótartíma 4. október 2014. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti „Hræddir erum við ekki“ Sport Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Enski boltinn Fleiri fréttir Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Sjá meira
Stórleikur 11. umferðar Pepsi-deildar karla er jafnframt lokaleikur hennar og eini leikur kvöldsins. FH-ingar fá Stjörnumenn í heimsókn í Kaplakrikann klukkan átta í kvöld og er leikurinn einnig sýndur beint á Stöð 2 Sport. Hvorki FH-ingar né Stjörnumenn munu líklega aldrei gleyma 4. október 2014 þegar lið þeirra mættust í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn. FH-ingar voru búnir að vera á toppnum samfellt síðan í júní og nægði jafntefli í leiknum. Stjörnumenn tryggðu sér hinsvegar titilinn með marki úr vítaspyrnu í uppbótartíma. FH-ingar voru mjög ósáttir út í dómara leiksins, fyrra mark Stjörnumanna var augljós rangstaða og þá voru Hafnfirðingar allt annað en sáttir með vítaspyrnudóminn. Stjörnumenn fögnuðu aftur á móti fyrsta og eina Íslandsmeistaratitli sínum. Það má vissulega líta þannig á að FH-ingar hafi verið að hefna fyrir þetta sára tap undanfarin sumur. Stjörnumenn hafa nefnilega ekki sótt stig í Hafnarfjörðinn síðan í október 2014. FH hefur unnið þrjá síðustu leiki liðanna í Kaplakrika og það með markatölunni 10-2. FH vann 4-0 sigur í ágúst 2015, 3-2 sigur í ágúst 2016 og 3-0 sigur í júní 2017. Tveir af síðustu fjórum tapleikjum Stjörnuliðsins í Pepsi-deildinni hafa komið í Kaplakrika. Liðin hafa mæst þrisvar sinnum í Garðabæ á þessum tíma og allir leikirnir hafa endað með 1-1 jafntefli. Stjörnumenn hafa því ekki unnið FH í Pepsi-deildinni síðan að þeir „stálu“ Íslandsmeistaratitlinum í uppbótartíma 4. október 2014.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti „Hræddir erum við ekki“ Sport Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Enski boltinn Fleiri fréttir Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Sjá meira