Neymar: Tilraun til þess að grafa undan mér Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 2. júlí 2018 23:00 Neymar í leiknum gegn Sviss í fyrstu umferðinni. vísir/getty Neymar var maður leiksins fyrir Brasilíu sem sló Mexíkó út í 16-liða úrslitum á HM í Rússlandi í dag. Hann var þó harkalega gagnrýndur fyrir mikinn leikaraskap í leiknum. Neymar gerði annað mark Brasilíu í 2-0 sigrinum á Mexíkó. Undir lok leiksins virtist Miguel Layun stíga nokkuð harkalega á kálfann á Neymar og voru viðbrögð Brasilíumannsins svo mikil að fólk kepptist við að gagnrýna hann á samfélagsmiðlum fyrir leikaraskap. Layun hefði líklega fengið rautt spjald ef dómari leiksins hefði ákveðið að notast við myndbandstæknina en hann ákvað að gera það ekki. Viðbrögð Neymar eru talin spila þar inn í, hann hafi ekki viljað verðlauna slíkt. „Heyrðu, ég held þetta sé frekar tilraun til þess að grafa undan mér heldur en eitthvað annað. Ég er ekki hrifinn af gagnrýni, ekki einu sinni frá fjölmiðlum, því þetta getur haft áhrif á íþróttamenn,“ sagði Neymar eftir leikinn. „Ég fór ekki í viðtöl eftir síðustu tvo leiki því það er svo mikið af fólki að tala um mig. Ég vil bara spila og hjálpa liðsfélögunum. Til þess er ég hér, ekki til neins annars.“ Neymar er nýkominn til baka úr meiðslum en hann hafði ekki spilað fótboltaleik síðan í febrúar þegar hann fótbrotnaði áður en til HM kom. „Ég vissi að það myndi taka tíma að komast aftur í mitt venjulega form og hraða og í dag leið mér miklu betur. Ég er mjög glaður með að hafa unnið leikinn og vil óska liðsfélögunum til hamingju með sigurinn,“ sagði Neymar. Strákarnir í Sumarmessunni ræddu Neymar og þetta atvik í þætti kvöldsins. Sumarmessan er á dagskrá á Stöð 2 Sport að kvöldi hvers leikdags á HM. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Fleiri fréttir Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Sjá meira
Neymar var maður leiksins fyrir Brasilíu sem sló Mexíkó út í 16-liða úrslitum á HM í Rússlandi í dag. Hann var þó harkalega gagnrýndur fyrir mikinn leikaraskap í leiknum. Neymar gerði annað mark Brasilíu í 2-0 sigrinum á Mexíkó. Undir lok leiksins virtist Miguel Layun stíga nokkuð harkalega á kálfann á Neymar og voru viðbrögð Brasilíumannsins svo mikil að fólk kepptist við að gagnrýna hann á samfélagsmiðlum fyrir leikaraskap. Layun hefði líklega fengið rautt spjald ef dómari leiksins hefði ákveðið að notast við myndbandstæknina en hann ákvað að gera það ekki. Viðbrögð Neymar eru talin spila þar inn í, hann hafi ekki viljað verðlauna slíkt. „Heyrðu, ég held þetta sé frekar tilraun til þess að grafa undan mér heldur en eitthvað annað. Ég er ekki hrifinn af gagnrýni, ekki einu sinni frá fjölmiðlum, því þetta getur haft áhrif á íþróttamenn,“ sagði Neymar eftir leikinn. „Ég fór ekki í viðtöl eftir síðustu tvo leiki því það er svo mikið af fólki að tala um mig. Ég vil bara spila og hjálpa liðsfélögunum. Til þess er ég hér, ekki til neins annars.“ Neymar er nýkominn til baka úr meiðslum en hann hafði ekki spilað fótboltaleik síðan í febrúar þegar hann fótbrotnaði áður en til HM kom. „Ég vissi að það myndi taka tíma að komast aftur í mitt venjulega form og hraða og í dag leið mér miklu betur. Ég er mjög glaður með að hafa unnið leikinn og vil óska liðsfélögunum til hamingju með sigurinn,“ sagði Neymar. Strákarnir í Sumarmessunni ræddu Neymar og þetta atvik í þætti kvöldsins. Sumarmessan er á dagskrá á Stöð 2 Sport að kvöldi hvers leikdags á HM.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Fleiri fréttir Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Sjá meira