„Go Kane“ eða „cocaine“ á forsíðu The Sun: Kólumbíumenn skíthræddir við Harry Kane Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. júlí 2018 10:00 Harry Kane Vísir/Getty Kólumbíumenn verða límdir við sjónvarpstækin í kvöld alveg eins og flestir Englendingar og stór hluti heimsins þegar England og Kólumbía mætast í lokaleik 16 liða úrslita HM í fótbolta í Rússlandi. Enska blaðið The Sun sendi blaðamann til Kólumbíu til að komast að því hvað Kólumbíumönnum finnst um enska landsliðið. Í þeim viðtölum fór ekkert á milli mála að Kólumbíumenn eru skíthræddir við Harry Kane. Viðtölin voru tekin í Bógóta, höfuðborg Kólumbíu, og niðurstaðan úr þessari óformlegu könnun var að fimmtíu milljónir Kólumbíumanna óttast framherja enska landsliðsins í leiknum í kvöld. Harry Kane skoraði fimm mörk í fyrstu tveimur leikjum enska landsliðsins á mótinu en var svo hvíldur í lokaleik riðilsins á móti Belgíu. „Allir í Kólumbíu vita að Harry Kane getur klárað okkur. Hann er þegar búinn að skora fimm mörk. Þvílíkur leikmaður. Stórkostlegur. Mér þykir leiðinlegt að viðurkenna það en Kane en maðurinn sem mun kremja hjörtu okkar,“ sagði Philipe Sanches sem er 51 árs leigubílstjóri. „Þið eruð með þennan strák sem heitir Harry Kane. Fjölskyldan mín talar um engan annan en hann. Hann er maðurinn sem skelfir okkur. Hann getur tekið drauminn frá okkur,“ sagði Sofia Spirez sem er 23 ára gömul búðarkona. The Sun slær leiknum upp á forsíðu sína með risamynd af Harry Kane þar sem hann hefur klætt sig í enska fánann. Fyrirsögnin er „Go Kane“ en sumir lesa þó annað út úr henni eða „cocaine“ sem þýðir kókaín á íslensku. Yfirfyrirsögnin ýjar líka að því en hún er: „Ljónin okkar undir búa sig fyrir leik á móti þjóð sem gaf okkur Shakiru, frábært kaffi og uh hitt stöffið. Við öskrum .. Áfram Kane. Forsíðuna má sjá hér fyrir neðan. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Arsenal í undanúrslit eftir vító Enski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Glódís framlengir samninginn við Bayern Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Sjá meira
Kólumbíumenn verða límdir við sjónvarpstækin í kvöld alveg eins og flestir Englendingar og stór hluti heimsins þegar England og Kólumbía mætast í lokaleik 16 liða úrslita HM í fótbolta í Rússlandi. Enska blaðið The Sun sendi blaðamann til Kólumbíu til að komast að því hvað Kólumbíumönnum finnst um enska landsliðið. Í þeim viðtölum fór ekkert á milli mála að Kólumbíumenn eru skíthræddir við Harry Kane. Viðtölin voru tekin í Bógóta, höfuðborg Kólumbíu, og niðurstaðan úr þessari óformlegu könnun var að fimmtíu milljónir Kólumbíumanna óttast framherja enska landsliðsins í leiknum í kvöld. Harry Kane skoraði fimm mörk í fyrstu tveimur leikjum enska landsliðsins á mótinu en var svo hvíldur í lokaleik riðilsins á móti Belgíu. „Allir í Kólumbíu vita að Harry Kane getur klárað okkur. Hann er þegar búinn að skora fimm mörk. Þvílíkur leikmaður. Stórkostlegur. Mér þykir leiðinlegt að viðurkenna það en Kane en maðurinn sem mun kremja hjörtu okkar,“ sagði Philipe Sanches sem er 51 árs leigubílstjóri. „Þið eruð með þennan strák sem heitir Harry Kane. Fjölskyldan mín talar um engan annan en hann. Hann er maðurinn sem skelfir okkur. Hann getur tekið drauminn frá okkur,“ sagði Sofia Spirez sem er 23 ára gömul búðarkona. The Sun slær leiknum upp á forsíðu sína með risamynd af Harry Kane þar sem hann hefur klætt sig í enska fánann. Fyrirsögnin er „Go Kane“ en sumir lesa þó annað út úr henni eða „cocaine“ sem þýðir kókaín á íslensku. Yfirfyrirsögnin ýjar líka að því en hún er: „Ljónin okkar undir búa sig fyrir leik á móti þjóð sem gaf okkur Shakiru, frábært kaffi og uh hitt stöffið. Við öskrum .. Áfram Kane. Forsíðuna má sjá hér fyrir neðan.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Arsenal í undanúrslit eftir vító Enski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Glódís framlengir samninginn við Bayern Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Sjá meira