Íslenski boltinn

Pepsimörkin: „Hann gat alveg fengið rautt fyrir þetta“

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
KA-maðurinn Aleksandar Trninic fékk gul spjöld með þrettán mínútna millibli á móti Breiðablik í 11. umferð Pepsi-deildar karla og skildi liðsfélaga sína í KA eftir tíu á móti ellefu í 40 mínútur.

Pepsimörkin fóru yfir þessi gulu spjöld og samkvæmt þeim þá átti Aleksandar Trninic bara að fá beint rautt spjald í fyrra spjaldinu sem kom á 38. mínútu leiksins.

Aleksandar Trninic bætti líka um betur með því að sýna dómara leiksins, Vilhjálmi Alvari Þórarinssyni, þá vanvirðingu að klappa framan í opið geðið á honum. Þar slapp hann aftur.

„Þetta er bara rautt spjald. Hann gat alveg fengið rautt fyrir þetta. Svo klappar hann á eftir,“ sagði Reynir Leósson og Þorvaldur Örlygsson skaut svo inn í: „Hann datt allavega ekki á hann“.

„Þetta er alveg galið,“ sagði Reynir og svo fóru þeir í seinna gula spjaldið á Aleksandar Trninic sem kom á 51. mínútu.

„En leikur KA versnaði ekkert mikið við þetta.,“ sagði Hörður Magnússon um það að KA-menn misstu Aleksandar Trninic af velli með rautt spjald.

Það má sjá í spilaranum hér fyrir ofan hvað sérfræðingarnir höfðu um það að segja um það sem Hörður sagði sem og alla umfjöllun Pepsimarkanna um rauða spjaldið hjá Aleksandar Trninic.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×