Geta ekki unnið vinnuna sína án ljósmæðra Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 3. júlí 2018 11:41 Læknarnir segja að starfsemin muni smám saman lamast. VÍSIR/VILHELM Sérfræðilæknar Kvennadeildar Landspítalans hafa miklar áhyggjur af ljósmæðradeilunni, enda virðist engin lausn í sjónmáli. Læknarnir sendu frá sér yfirlýsingu í dag þar sem kemur fram að næstu vikur verði erfiðar og fækkunin muni strax segja til sín í minni þjónustu. „Við læknarnir getum nefnilega ekki unnið vinnuna okkar án ljósmæðra, svo einfalt er það. Samstarf okkar er mjög mikið og náið og við treystum á þær og þær á okkur. Þó að við reynum að láta öryggi fæðandi kvenna ganga fyrir með þeim mannafla sem við höfum vitum við að störf ljósmæðra snúast um svo miklu meira en að taka á móti börnum.“Vinna erfið störf af fórnfýsi og hugsjón Benda fæðinga- og kvensjúkdómalæknarnir á að umönnun þungaðra kvenna og sængurkvenna, að sinna brjóstagjöf og fylgjast með nýburum, er fyrst og fremst í höndum ljósmæðra. „Þessi störf geta stundum beðið en alls ekki alltaf. Við verðum að geta treyst á að þessir mikilvægu samstarfsmenn okkar séu til staðar. Annars mun starfsemin smám saman lamast.“ Nú er verulega byrjað að kvarnast úr hópi ljósmæðra, helstu samstarfsmanna fæðinga- og kvensjúkdómalækna. „Ljósmæður eru langelsta kvennastétt landsins og hafa þurft að vinna erfið störf af fórnfýsi og hugsjón öldum saman. Laun þeirra hafa oft ekki verið mikil á veraldlegan mælikvarða en þær eiga sérstakt sæti í hjörtum flestra kvenna sem fætt hafa barn og þakklæti maka þeirra og fjölskyldnanna allra. Þekking á meðgöngu og fæðingu hefur aukist á undangenginni öld og nú lifa miklu fleiri börn en áður og eiga ljósmæður sinn hlut í því að mæðra- og ungbarnadauði er hér með því lægsta sem gerist í heiminum. Við sættum okkur ekki við annað en að halda áfram á þeirri braut.“Það verður að semja Læknarnir segja að menntunarkröfur ljósmæðra hafi aukist og því sé ekki nema sanngjarnt að menntunin og ábyrgðin endurspeglist í laununum. „Við getum líka öll spurt okkur hvort þær hefðu fengið sömu laun á öldum áður ef þær hefðu verið karlar. Menntun þeirra var heilmikil á þeirra tíma mælikvarða og þær þurftu oft að yfirgefa börn og bú vikum saman vegna þess ábyrgðarhlutverks sem þær gegndu.“ Nú sé því kominn tími til að meta störf þeirra og sérþekkingu að verðleikum. „Við sem þekkjum til fæðinga og starfa ljósmæðra efumst ekki um að þær standi við orð sín. Það er nefnilega ekki nóg að sýna mildi og kærleik til að hjálpa konu að fæða barn. Til þess þarf líka oft mikla þrautseigju og ákveðni og uppgjöf er ekki til í þeirra orðabók. Því segjum við: það verður að semja og það verður að gerast strax.“Yfirlýsingu fæðinga- og kvensjúkdómalækna má lesa í heild sinni hér að neðan:Yfirlýsing frá sérfræðilæknum Kvennadeildar LandspítalansFæðinga- og kvensjúkdómalæknar á Landspítalanum hafa af því miklar áhyggjur hvað taki við nú þegar verulega er byrjað að kvarnast úr hópi þeirra helstu samstarfsmanna, ljósmæðra. Engin lausn virðist í sjónmáli í deilu þeirra við fjármálaráðuneytið um kaup og kjör. Næstu vikur verða erfiðar og fækkunin mun segja strax til sín í minni þjónustu við sængurkonur. Við læknarnir getum nefnilega ekki unnið vinnuna okkar án ljósmæðra, svo einfalt er það. Samstarf okkar er mjög mikið og náið og við treystum á þær og þær á okkur. Þó að við reynum að láta öryggi fæðandi kvenna ganga fyrir með þeim mannafla sem við höfum vitum við að störf ljósmæðra snúast um svo miklu meira en að taka á móti börnum. Umönnun þungaðra kvenna og sængurkvenna, að sinna brjóstagjöf og fylgjast með nýburum er fyrst og fremst í þeirra höndum. Þessi störf geta stundum beðið en alls ekki alltaf. Við verðum að geta treyst á að þessir mikilvægu samstarfsmenn okkar séu til staðar. Annars mun starfsemin smám saman lamast. Ljósmæður eru langelsta kvennastétt landsins og hafa þurft að vinna erfið störf af fórnfýsi og hugsjón öldum saman. Laun þeirra hafa oft ekki verið mikil á veraldlegan mælikvarða en þær eiga sérstakt sæti í hjörtum flestra kvenna sem fætt hafa barn og þakklæti maka þeirra og fjölskyldnanna allra. Þekking á meðgöngu og fæðingu hefur aukist á undangenginni öld og nú lifa miklu fleiri börn en áður og eiga ljósmæður sinn hlut í því að mæðra- og ungbarnadauði er hér með því lægsta sem gerist í heiminum. Við sættum okkur ekki við annað en að halda áfram á þeirri braut. Til þess að stuðla að þessari góðu útkomu hafa menntunarkröfur ljósmæðra aukist og það er ekki nema sanngjarnt að menntunin og ábyrgðin sem þær bera endurspeglist í laununum. Við getum líka öll spurt okkur hvort þær hefðu fengið sömu laun á öldum áður ef þær hefðu verið karlar. Menntun þeirra var heilmikil á þeirra tíma mælikvarða og þær þurftu oft að yfirgefa börn og bú vikum saman vegna þess ábyrgðarhlutverks sem þær gegndu. Nú er kominn tími til að meta störf þeirra og sérþekkingu að verðleikum. Við sem þekkjum til fæðinga og starfa ljósmæðra efumst ekki um að þær standi við orð sín. Það er nefnilega ekki nóg að sýna mildi og kærleik til að hjálpa konu að fæða barn. Til þess þarf líka oft mikla þrautseigju og ákveðni og uppgjöf er ekki til í þeirra orðabók. Því segjum við: það verður að semja og það verður að gerast strax. Kjaramál Tengdar fréttir Velferðarnefnd fundar vegna ljósmæðradeilunnar Nefndin mun funda með fulltrúum heilbrigðisráðuneytisins og Landspítalans. 3. júlí 2018 10:03 Ljósmæður vantar á allar vaktir á LSH Fjölmargir áhyggjufullir verðandi foreldrar hafa haft samband við Landspítala til að fá upplýsingar um stöðu mála á fæðingardeild. Framkvæmdastjóri kvenna- og barnasviðs kvíðir því þegar deildin fyllist af verðandi mæðrum. 3. júlí 2018 06:00 Sakar fjármálaráðherra um ábyrgðarleysi og hroka í kjaradeilu Formaður samninganefndar ljósmæðra sakar fjármálaráðherra um ábyrgðarleysi og hroka. Hann svari ekki skilaboðum og hafi gefið út að kröfur þeirra ógni stöðuleika meðan hann hafi sjálfur þegið tugprósenta launahækkun á síðasta ári. Formaðurinn hefur sagt starfi sínu sem ljósmóðir lausu. 2. júlí 2018 19:00 Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Fleiri fréttir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Sjá meira
Sérfræðilæknar Kvennadeildar Landspítalans hafa miklar áhyggjur af ljósmæðradeilunni, enda virðist engin lausn í sjónmáli. Læknarnir sendu frá sér yfirlýsingu í dag þar sem kemur fram að næstu vikur verði erfiðar og fækkunin muni strax segja til sín í minni þjónustu. „Við læknarnir getum nefnilega ekki unnið vinnuna okkar án ljósmæðra, svo einfalt er það. Samstarf okkar er mjög mikið og náið og við treystum á þær og þær á okkur. Þó að við reynum að láta öryggi fæðandi kvenna ganga fyrir með þeim mannafla sem við höfum vitum við að störf ljósmæðra snúast um svo miklu meira en að taka á móti börnum.“Vinna erfið störf af fórnfýsi og hugsjón Benda fæðinga- og kvensjúkdómalæknarnir á að umönnun þungaðra kvenna og sængurkvenna, að sinna brjóstagjöf og fylgjast með nýburum, er fyrst og fremst í höndum ljósmæðra. „Þessi störf geta stundum beðið en alls ekki alltaf. Við verðum að geta treyst á að þessir mikilvægu samstarfsmenn okkar séu til staðar. Annars mun starfsemin smám saman lamast.“ Nú er verulega byrjað að kvarnast úr hópi ljósmæðra, helstu samstarfsmanna fæðinga- og kvensjúkdómalækna. „Ljósmæður eru langelsta kvennastétt landsins og hafa þurft að vinna erfið störf af fórnfýsi og hugsjón öldum saman. Laun þeirra hafa oft ekki verið mikil á veraldlegan mælikvarða en þær eiga sérstakt sæti í hjörtum flestra kvenna sem fætt hafa barn og þakklæti maka þeirra og fjölskyldnanna allra. Þekking á meðgöngu og fæðingu hefur aukist á undangenginni öld og nú lifa miklu fleiri börn en áður og eiga ljósmæður sinn hlut í því að mæðra- og ungbarnadauði er hér með því lægsta sem gerist í heiminum. Við sættum okkur ekki við annað en að halda áfram á þeirri braut.“Það verður að semja Læknarnir segja að menntunarkröfur ljósmæðra hafi aukist og því sé ekki nema sanngjarnt að menntunin og ábyrgðin endurspeglist í laununum. „Við getum líka öll spurt okkur hvort þær hefðu fengið sömu laun á öldum áður ef þær hefðu verið karlar. Menntun þeirra var heilmikil á þeirra tíma mælikvarða og þær þurftu oft að yfirgefa börn og bú vikum saman vegna þess ábyrgðarhlutverks sem þær gegndu.“ Nú sé því kominn tími til að meta störf þeirra og sérþekkingu að verðleikum. „Við sem þekkjum til fæðinga og starfa ljósmæðra efumst ekki um að þær standi við orð sín. Það er nefnilega ekki nóg að sýna mildi og kærleik til að hjálpa konu að fæða barn. Til þess þarf líka oft mikla þrautseigju og ákveðni og uppgjöf er ekki til í þeirra orðabók. Því segjum við: það verður að semja og það verður að gerast strax.“Yfirlýsingu fæðinga- og kvensjúkdómalækna má lesa í heild sinni hér að neðan:Yfirlýsing frá sérfræðilæknum Kvennadeildar LandspítalansFæðinga- og kvensjúkdómalæknar á Landspítalanum hafa af því miklar áhyggjur hvað taki við nú þegar verulega er byrjað að kvarnast úr hópi þeirra helstu samstarfsmanna, ljósmæðra. Engin lausn virðist í sjónmáli í deilu þeirra við fjármálaráðuneytið um kaup og kjör. Næstu vikur verða erfiðar og fækkunin mun segja strax til sín í minni þjónustu við sængurkonur. Við læknarnir getum nefnilega ekki unnið vinnuna okkar án ljósmæðra, svo einfalt er það. Samstarf okkar er mjög mikið og náið og við treystum á þær og þær á okkur. Þó að við reynum að láta öryggi fæðandi kvenna ganga fyrir með þeim mannafla sem við höfum vitum við að störf ljósmæðra snúast um svo miklu meira en að taka á móti börnum. Umönnun þungaðra kvenna og sængurkvenna, að sinna brjóstagjöf og fylgjast með nýburum er fyrst og fremst í þeirra höndum. Þessi störf geta stundum beðið en alls ekki alltaf. Við verðum að geta treyst á að þessir mikilvægu samstarfsmenn okkar séu til staðar. Annars mun starfsemin smám saman lamast. Ljósmæður eru langelsta kvennastétt landsins og hafa þurft að vinna erfið störf af fórnfýsi og hugsjón öldum saman. Laun þeirra hafa oft ekki verið mikil á veraldlegan mælikvarða en þær eiga sérstakt sæti í hjörtum flestra kvenna sem fætt hafa barn og þakklæti maka þeirra og fjölskyldnanna allra. Þekking á meðgöngu og fæðingu hefur aukist á undangenginni öld og nú lifa miklu fleiri börn en áður og eiga ljósmæður sinn hlut í því að mæðra- og ungbarnadauði er hér með því lægsta sem gerist í heiminum. Við sættum okkur ekki við annað en að halda áfram á þeirri braut. Til þess að stuðla að þessari góðu útkomu hafa menntunarkröfur ljósmæðra aukist og það er ekki nema sanngjarnt að menntunin og ábyrgðin sem þær bera endurspeglist í laununum. Við getum líka öll spurt okkur hvort þær hefðu fengið sömu laun á öldum áður ef þær hefðu verið karlar. Menntun þeirra var heilmikil á þeirra tíma mælikvarða og þær þurftu oft að yfirgefa börn og bú vikum saman vegna þess ábyrgðarhlutverks sem þær gegndu. Nú er kominn tími til að meta störf þeirra og sérþekkingu að verðleikum. Við sem þekkjum til fæðinga og starfa ljósmæðra efumst ekki um að þær standi við orð sín. Það er nefnilega ekki nóg að sýna mildi og kærleik til að hjálpa konu að fæða barn. Til þess þarf líka oft mikla þrautseigju og ákveðni og uppgjöf er ekki til í þeirra orðabók. Því segjum við: það verður að semja og það verður að gerast strax.
Kjaramál Tengdar fréttir Velferðarnefnd fundar vegna ljósmæðradeilunnar Nefndin mun funda með fulltrúum heilbrigðisráðuneytisins og Landspítalans. 3. júlí 2018 10:03 Ljósmæður vantar á allar vaktir á LSH Fjölmargir áhyggjufullir verðandi foreldrar hafa haft samband við Landspítala til að fá upplýsingar um stöðu mála á fæðingardeild. Framkvæmdastjóri kvenna- og barnasviðs kvíðir því þegar deildin fyllist af verðandi mæðrum. 3. júlí 2018 06:00 Sakar fjármálaráðherra um ábyrgðarleysi og hroka í kjaradeilu Formaður samninganefndar ljósmæðra sakar fjármálaráðherra um ábyrgðarleysi og hroka. Hann svari ekki skilaboðum og hafi gefið út að kröfur þeirra ógni stöðuleika meðan hann hafi sjálfur þegið tugprósenta launahækkun á síðasta ári. Formaðurinn hefur sagt starfi sínu sem ljósmóðir lausu. 2. júlí 2018 19:00 Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Fleiri fréttir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Sjá meira
Velferðarnefnd fundar vegna ljósmæðradeilunnar Nefndin mun funda með fulltrúum heilbrigðisráðuneytisins og Landspítalans. 3. júlí 2018 10:03
Ljósmæður vantar á allar vaktir á LSH Fjölmargir áhyggjufullir verðandi foreldrar hafa haft samband við Landspítala til að fá upplýsingar um stöðu mála á fæðingardeild. Framkvæmdastjóri kvenna- og barnasviðs kvíðir því þegar deildin fyllist af verðandi mæðrum. 3. júlí 2018 06:00
Sakar fjármálaráðherra um ábyrgðarleysi og hroka í kjaradeilu Formaður samninganefndar ljósmæðra sakar fjármálaráðherra um ábyrgðarleysi og hroka. Hann svari ekki skilaboðum og hafi gefið út að kröfur þeirra ógni stöðuleika meðan hann hafi sjálfur þegið tugprósenta launahækkun á síðasta ári. Formaðurinn hefur sagt starfi sínu sem ljósmóðir lausu. 2. júlí 2018 19:00