Geta ekki unnið vinnuna sína án ljósmæðra Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 3. júlí 2018 11:41 Læknarnir segja að starfsemin muni smám saman lamast. VÍSIR/VILHELM Sérfræðilæknar Kvennadeildar Landspítalans hafa miklar áhyggjur af ljósmæðradeilunni, enda virðist engin lausn í sjónmáli. Læknarnir sendu frá sér yfirlýsingu í dag þar sem kemur fram að næstu vikur verði erfiðar og fækkunin muni strax segja til sín í minni þjónustu. „Við læknarnir getum nefnilega ekki unnið vinnuna okkar án ljósmæðra, svo einfalt er það. Samstarf okkar er mjög mikið og náið og við treystum á þær og þær á okkur. Þó að við reynum að láta öryggi fæðandi kvenna ganga fyrir með þeim mannafla sem við höfum vitum við að störf ljósmæðra snúast um svo miklu meira en að taka á móti börnum.“Vinna erfið störf af fórnfýsi og hugsjón Benda fæðinga- og kvensjúkdómalæknarnir á að umönnun þungaðra kvenna og sængurkvenna, að sinna brjóstagjöf og fylgjast með nýburum, er fyrst og fremst í höndum ljósmæðra. „Þessi störf geta stundum beðið en alls ekki alltaf. Við verðum að geta treyst á að þessir mikilvægu samstarfsmenn okkar séu til staðar. Annars mun starfsemin smám saman lamast.“ Nú er verulega byrjað að kvarnast úr hópi ljósmæðra, helstu samstarfsmanna fæðinga- og kvensjúkdómalækna. „Ljósmæður eru langelsta kvennastétt landsins og hafa þurft að vinna erfið störf af fórnfýsi og hugsjón öldum saman. Laun þeirra hafa oft ekki verið mikil á veraldlegan mælikvarða en þær eiga sérstakt sæti í hjörtum flestra kvenna sem fætt hafa barn og þakklæti maka þeirra og fjölskyldnanna allra. Þekking á meðgöngu og fæðingu hefur aukist á undangenginni öld og nú lifa miklu fleiri börn en áður og eiga ljósmæður sinn hlut í því að mæðra- og ungbarnadauði er hér með því lægsta sem gerist í heiminum. Við sættum okkur ekki við annað en að halda áfram á þeirri braut.“Það verður að semja Læknarnir segja að menntunarkröfur ljósmæðra hafi aukist og því sé ekki nema sanngjarnt að menntunin og ábyrgðin endurspeglist í laununum. „Við getum líka öll spurt okkur hvort þær hefðu fengið sömu laun á öldum áður ef þær hefðu verið karlar. Menntun þeirra var heilmikil á þeirra tíma mælikvarða og þær þurftu oft að yfirgefa börn og bú vikum saman vegna þess ábyrgðarhlutverks sem þær gegndu.“ Nú sé því kominn tími til að meta störf þeirra og sérþekkingu að verðleikum. „Við sem þekkjum til fæðinga og starfa ljósmæðra efumst ekki um að þær standi við orð sín. Það er nefnilega ekki nóg að sýna mildi og kærleik til að hjálpa konu að fæða barn. Til þess þarf líka oft mikla þrautseigju og ákveðni og uppgjöf er ekki til í þeirra orðabók. Því segjum við: það verður að semja og það verður að gerast strax.“Yfirlýsingu fæðinga- og kvensjúkdómalækna má lesa í heild sinni hér að neðan:Yfirlýsing frá sérfræðilæknum Kvennadeildar LandspítalansFæðinga- og kvensjúkdómalæknar á Landspítalanum hafa af því miklar áhyggjur hvað taki við nú þegar verulega er byrjað að kvarnast úr hópi þeirra helstu samstarfsmanna, ljósmæðra. Engin lausn virðist í sjónmáli í deilu þeirra við fjármálaráðuneytið um kaup og kjör. Næstu vikur verða erfiðar og fækkunin mun segja strax til sín í minni þjónustu við sængurkonur. Við læknarnir getum nefnilega ekki unnið vinnuna okkar án ljósmæðra, svo einfalt er það. Samstarf okkar er mjög mikið og náið og við treystum á þær og þær á okkur. Þó að við reynum að láta öryggi fæðandi kvenna ganga fyrir með þeim mannafla sem við höfum vitum við að störf ljósmæðra snúast um svo miklu meira en að taka á móti börnum. Umönnun þungaðra kvenna og sængurkvenna, að sinna brjóstagjöf og fylgjast með nýburum er fyrst og fremst í þeirra höndum. Þessi störf geta stundum beðið en alls ekki alltaf. Við verðum að geta treyst á að þessir mikilvægu samstarfsmenn okkar séu til staðar. Annars mun starfsemin smám saman lamast. Ljósmæður eru langelsta kvennastétt landsins og hafa þurft að vinna erfið störf af fórnfýsi og hugsjón öldum saman. Laun þeirra hafa oft ekki verið mikil á veraldlegan mælikvarða en þær eiga sérstakt sæti í hjörtum flestra kvenna sem fætt hafa barn og þakklæti maka þeirra og fjölskyldnanna allra. Þekking á meðgöngu og fæðingu hefur aukist á undangenginni öld og nú lifa miklu fleiri börn en áður og eiga ljósmæður sinn hlut í því að mæðra- og ungbarnadauði er hér með því lægsta sem gerist í heiminum. Við sættum okkur ekki við annað en að halda áfram á þeirri braut. Til þess að stuðla að þessari góðu útkomu hafa menntunarkröfur ljósmæðra aukist og það er ekki nema sanngjarnt að menntunin og ábyrgðin sem þær bera endurspeglist í laununum. Við getum líka öll spurt okkur hvort þær hefðu fengið sömu laun á öldum áður ef þær hefðu verið karlar. Menntun þeirra var heilmikil á þeirra tíma mælikvarða og þær þurftu oft að yfirgefa börn og bú vikum saman vegna þess ábyrgðarhlutverks sem þær gegndu. Nú er kominn tími til að meta störf þeirra og sérþekkingu að verðleikum. Við sem þekkjum til fæðinga og starfa ljósmæðra efumst ekki um að þær standi við orð sín. Það er nefnilega ekki nóg að sýna mildi og kærleik til að hjálpa konu að fæða barn. Til þess þarf líka oft mikla þrautseigju og ákveðni og uppgjöf er ekki til í þeirra orðabók. Því segjum við: það verður að semja og það verður að gerast strax. Kjaramál Tengdar fréttir Velferðarnefnd fundar vegna ljósmæðradeilunnar Nefndin mun funda með fulltrúum heilbrigðisráðuneytisins og Landspítalans. 3. júlí 2018 10:03 Ljósmæður vantar á allar vaktir á LSH Fjölmargir áhyggjufullir verðandi foreldrar hafa haft samband við Landspítala til að fá upplýsingar um stöðu mála á fæðingardeild. Framkvæmdastjóri kvenna- og barnasviðs kvíðir því þegar deildin fyllist af verðandi mæðrum. 3. júlí 2018 06:00 Sakar fjármálaráðherra um ábyrgðarleysi og hroka í kjaradeilu Formaður samninganefndar ljósmæðra sakar fjármálaráðherra um ábyrgðarleysi og hroka. Hann svari ekki skilaboðum og hafi gefið út að kröfur þeirra ógni stöðuleika meðan hann hafi sjálfur þegið tugprósenta launahækkun á síðasta ári. Formaðurinn hefur sagt starfi sínu sem ljósmóðir lausu. 2. júlí 2018 19:00 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Fleiri fréttir Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Sjá meira
Sérfræðilæknar Kvennadeildar Landspítalans hafa miklar áhyggjur af ljósmæðradeilunni, enda virðist engin lausn í sjónmáli. Læknarnir sendu frá sér yfirlýsingu í dag þar sem kemur fram að næstu vikur verði erfiðar og fækkunin muni strax segja til sín í minni þjónustu. „Við læknarnir getum nefnilega ekki unnið vinnuna okkar án ljósmæðra, svo einfalt er það. Samstarf okkar er mjög mikið og náið og við treystum á þær og þær á okkur. Þó að við reynum að láta öryggi fæðandi kvenna ganga fyrir með þeim mannafla sem við höfum vitum við að störf ljósmæðra snúast um svo miklu meira en að taka á móti börnum.“Vinna erfið störf af fórnfýsi og hugsjón Benda fæðinga- og kvensjúkdómalæknarnir á að umönnun þungaðra kvenna og sængurkvenna, að sinna brjóstagjöf og fylgjast með nýburum, er fyrst og fremst í höndum ljósmæðra. „Þessi störf geta stundum beðið en alls ekki alltaf. Við verðum að geta treyst á að þessir mikilvægu samstarfsmenn okkar séu til staðar. Annars mun starfsemin smám saman lamast.“ Nú er verulega byrjað að kvarnast úr hópi ljósmæðra, helstu samstarfsmanna fæðinga- og kvensjúkdómalækna. „Ljósmæður eru langelsta kvennastétt landsins og hafa þurft að vinna erfið störf af fórnfýsi og hugsjón öldum saman. Laun þeirra hafa oft ekki verið mikil á veraldlegan mælikvarða en þær eiga sérstakt sæti í hjörtum flestra kvenna sem fætt hafa barn og þakklæti maka þeirra og fjölskyldnanna allra. Þekking á meðgöngu og fæðingu hefur aukist á undangenginni öld og nú lifa miklu fleiri börn en áður og eiga ljósmæður sinn hlut í því að mæðra- og ungbarnadauði er hér með því lægsta sem gerist í heiminum. Við sættum okkur ekki við annað en að halda áfram á þeirri braut.“Það verður að semja Læknarnir segja að menntunarkröfur ljósmæðra hafi aukist og því sé ekki nema sanngjarnt að menntunin og ábyrgðin endurspeglist í laununum. „Við getum líka öll spurt okkur hvort þær hefðu fengið sömu laun á öldum áður ef þær hefðu verið karlar. Menntun þeirra var heilmikil á þeirra tíma mælikvarða og þær þurftu oft að yfirgefa börn og bú vikum saman vegna þess ábyrgðarhlutverks sem þær gegndu.“ Nú sé því kominn tími til að meta störf þeirra og sérþekkingu að verðleikum. „Við sem þekkjum til fæðinga og starfa ljósmæðra efumst ekki um að þær standi við orð sín. Það er nefnilega ekki nóg að sýna mildi og kærleik til að hjálpa konu að fæða barn. Til þess þarf líka oft mikla þrautseigju og ákveðni og uppgjöf er ekki til í þeirra orðabók. Því segjum við: það verður að semja og það verður að gerast strax.“Yfirlýsingu fæðinga- og kvensjúkdómalækna má lesa í heild sinni hér að neðan:Yfirlýsing frá sérfræðilæknum Kvennadeildar LandspítalansFæðinga- og kvensjúkdómalæknar á Landspítalanum hafa af því miklar áhyggjur hvað taki við nú þegar verulega er byrjað að kvarnast úr hópi þeirra helstu samstarfsmanna, ljósmæðra. Engin lausn virðist í sjónmáli í deilu þeirra við fjármálaráðuneytið um kaup og kjör. Næstu vikur verða erfiðar og fækkunin mun segja strax til sín í minni þjónustu við sængurkonur. Við læknarnir getum nefnilega ekki unnið vinnuna okkar án ljósmæðra, svo einfalt er það. Samstarf okkar er mjög mikið og náið og við treystum á þær og þær á okkur. Þó að við reynum að láta öryggi fæðandi kvenna ganga fyrir með þeim mannafla sem við höfum vitum við að störf ljósmæðra snúast um svo miklu meira en að taka á móti börnum. Umönnun þungaðra kvenna og sængurkvenna, að sinna brjóstagjöf og fylgjast með nýburum er fyrst og fremst í þeirra höndum. Þessi störf geta stundum beðið en alls ekki alltaf. Við verðum að geta treyst á að þessir mikilvægu samstarfsmenn okkar séu til staðar. Annars mun starfsemin smám saman lamast. Ljósmæður eru langelsta kvennastétt landsins og hafa þurft að vinna erfið störf af fórnfýsi og hugsjón öldum saman. Laun þeirra hafa oft ekki verið mikil á veraldlegan mælikvarða en þær eiga sérstakt sæti í hjörtum flestra kvenna sem fætt hafa barn og þakklæti maka þeirra og fjölskyldnanna allra. Þekking á meðgöngu og fæðingu hefur aukist á undangenginni öld og nú lifa miklu fleiri börn en áður og eiga ljósmæður sinn hlut í því að mæðra- og ungbarnadauði er hér með því lægsta sem gerist í heiminum. Við sættum okkur ekki við annað en að halda áfram á þeirri braut. Til þess að stuðla að þessari góðu útkomu hafa menntunarkröfur ljósmæðra aukist og það er ekki nema sanngjarnt að menntunin og ábyrgðin sem þær bera endurspeglist í laununum. Við getum líka öll spurt okkur hvort þær hefðu fengið sömu laun á öldum áður ef þær hefðu verið karlar. Menntun þeirra var heilmikil á þeirra tíma mælikvarða og þær þurftu oft að yfirgefa börn og bú vikum saman vegna þess ábyrgðarhlutverks sem þær gegndu. Nú er kominn tími til að meta störf þeirra og sérþekkingu að verðleikum. Við sem þekkjum til fæðinga og starfa ljósmæðra efumst ekki um að þær standi við orð sín. Það er nefnilega ekki nóg að sýna mildi og kærleik til að hjálpa konu að fæða barn. Til þess þarf líka oft mikla þrautseigju og ákveðni og uppgjöf er ekki til í þeirra orðabók. Því segjum við: það verður að semja og það verður að gerast strax.
Kjaramál Tengdar fréttir Velferðarnefnd fundar vegna ljósmæðradeilunnar Nefndin mun funda með fulltrúum heilbrigðisráðuneytisins og Landspítalans. 3. júlí 2018 10:03 Ljósmæður vantar á allar vaktir á LSH Fjölmargir áhyggjufullir verðandi foreldrar hafa haft samband við Landspítala til að fá upplýsingar um stöðu mála á fæðingardeild. Framkvæmdastjóri kvenna- og barnasviðs kvíðir því þegar deildin fyllist af verðandi mæðrum. 3. júlí 2018 06:00 Sakar fjármálaráðherra um ábyrgðarleysi og hroka í kjaradeilu Formaður samninganefndar ljósmæðra sakar fjármálaráðherra um ábyrgðarleysi og hroka. Hann svari ekki skilaboðum og hafi gefið út að kröfur þeirra ógni stöðuleika meðan hann hafi sjálfur þegið tugprósenta launahækkun á síðasta ári. Formaðurinn hefur sagt starfi sínu sem ljósmóðir lausu. 2. júlí 2018 19:00 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Fleiri fréttir Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Sjá meira
Velferðarnefnd fundar vegna ljósmæðradeilunnar Nefndin mun funda með fulltrúum heilbrigðisráðuneytisins og Landspítalans. 3. júlí 2018 10:03
Ljósmæður vantar á allar vaktir á LSH Fjölmargir áhyggjufullir verðandi foreldrar hafa haft samband við Landspítala til að fá upplýsingar um stöðu mála á fæðingardeild. Framkvæmdastjóri kvenna- og barnasviðs kvíðir því þegar deildin fyllist af verðandi mæðrum. 3. júlí 2018 06:00
Sakar fjármálaráðherra um ábyrgðarleysi og hroka í kjaradeilu Formaður samninganefndar ljósmæðra sakar fjármálaráðherra um ábyrgðarleysi og hroka. Hann svari ekki skilaboðum og hafi gefið út að kröfur þeirra ógni stöðuleika meðan hann hafi sjálfur þegið tugprósenta launahækkun á síðasta ári. Formaðurinn hefur sagt starfi sínu sem ljósmóðir lausu. 2. júlí 2018 19:00