Síminn braut fjölmiðlalög með því að takmarka dreifingu Sjónvarps Símans Kjartan Kjartansson skrifar 3. júlí 2018 16:26 Síminn var sektaður um níu milljónir króna vegna brotsins. Vísir/Vilhelm Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) hefur komist að þeirri niðurstöðu að Síminn hafi brotið fjölmiðlalög með því að beina viðskiptum Sjónvarps Símans að dótturfélagi sínu Mílu. Stofnunin sektaði Símann um níu milljónir króna vegna brotsins. Forsaga málsins er sú að Síminn stöðvaði dreifingu á ólínulegu efni Sjónvarps Símans yfir kerfi Vodafone 1. október árið 2015. Í ákvörðun PFS er rakið að þeir sem vildu kaupa aðgang að ólínulegu sjónvarpsefni Símans, svonefndu Sjónvarpi Símans Premium, hafa því síðan þurft að vera með myndlykil frá Símanum. Áskrift að efninu varð þar með eingöngu í boði í gegnum dreifikerfi Símans og nær eingöngu á neti Mílu. Sýn hf., eigandi Vodafone, og Gagnaveita Reykjavíkur kvörtuðu yfir þessu til PFS. Síminn og Míla mótmæltu því að hafa brotið af sér. PFS átelur Símann fyrir skort á samningsvilja gagnvart Vodafone til að semja um lausn á dreifingu efnisins frá því að fyrirtækið stöðvaði hana fyrir tæpum þremur árum. Síminn hefði að einhverju leyti getað takmarkað skaðleg áhrif á Gagnaveituna í samkeppni við Mílu með því að ná samningi um aðgang að ljósleiðaraneti hennar áður en Síminn réðst í breytingarnar. Síminn hafi ekki komið fram með sanngjarna og eðlilega aðgangsbeiðni að neti Gagnaveitunnar. Með því að takmarka dreifingu sjónvarpsefnisins við tengt fjarskiptafyrirtæki taldi PFS að Síminn hefði brotið gegn bannákvæði 45. greinar fjölmiðlalaga. Ákvæðinu væri ætlað að gera notendum kleift að velja bæði myndefni og fjarskiptafyrirtæki án þess að binda sig í viðskiptum við eitt tiltekið fjarskiptafyrirtæki með því að koma í veg fyrir að fyrirtæki sem hafa bæði yfir að ráða myndefni og fjarskiptanetum misnoti þá aðstöðu sína. Þá væri markmiðið að brjóta upp slíkt lóðrétt eignarhald á efni og dreifingu, þar sem hvati gæti verið fyrir einstaka fjölmiðlaþjónustuveitendur að reyna að beina viðskiptavinum sínum að tengdu fjarskiptafyrirtæki.Aðeins deilt um ólínulegt efni Í ákvörðun PFS kemur fram að aðeins hafi verið deilt um ólínulega myndmiðlun; tímaflakk, frelsi og leigu á myndefni. Línulegt sjónvarp Símans nái til allra sjónvarpsdreifikerfa og er tiltækt á fjarskiptanetum allra fjarskiptafyrirtækja á Íslandi. Síminn taldi að bannið við því að beina viðskiptum að tengdu fjarskiptafyrirtæki ætti aðeins við um línulega miðlun en PFS hafnaði þeirri túlkun. PFS taldi jafnframt að þó að Síminn hefði flutt þjónustu sína yfir net Gagnaveitunnar hefði það eitt og sér hefði ekki komið í veg fyrir brotið, því ólínulega myndefnið, Sjónvarp Símans Premium, væri enn einungis dreift yfir IPTV-kerfi og myndlykla Símans. Þar hefði með nokkrum hætti brot Símans verið yfirfært á net Gagnaveitunnar. Níu milljón króna stjórnvaldssektin rennur í ríkissjóðs. Hámarks sektarheimild vegna brotins er tíu milljónir króna.Vísir er í eigu Sýnar hf. sem einnig á Vodafone. Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira
Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) hefur komist að þeirri niðurstöðu að Síminn hafi brotið fjölmiðlalög með því að beina viðskiptum Sjónvarps Símans að dótturfélagi sínu Mílu. Stofnunin sektaði Símann um níu milljónir króna vegna brotsins. Forsaga málsins er sú að Síminn stöðvaði dreifingu á ólínulegu efni Sjónvarps Símans yfir kerfi Vodafone 1. október árið 2015. Í ákvörðun PFS er rakið að þeir sem vildu kaupa aðgang að ólínulegu sjónvarpsefni Símans, svonefndu Sjónvarpi Símans Premium, hafa því síðan þurft að vera með myndlykil frá Símanum. Áskrift að efninu varð þar með eingöngu í boði í gegnum dreifikerfi Símans og nær eingöngu á neti Mílu. Sýn hf., eigandi Vodafone, og Gagnaveita Reykjavíkur kvörtuðu yfir þessu til PFS. Síminn og Míla mótmæltu því að hafa brotið af sér. PFS átelur Símann fyrir skort á samningsvilja gagnvart Vodafone til að semja um lausn á dreifingu efnisins frá því að fyrirtækið stöðvaði hana fyrir tæpum þremur árum. Síminn hefði að einhverju leyti getað takmarkað skaðleg áhrif á Gagnaveituna í samkeppni við Mílu með því að ná samningi um aðgang að ljósleiðaraneti hennar áður en Síminn réðst í breytingarnar. Síminn hafi ekki komið fram með sanngjarna og eðlilega aðgangsbeiðni að neti Gagnaveitunnar. Með því að takmarka dreifingu sjónvarpsefnisins við tengt fjarskiptafyrirtæki taldi PFS að Síminn hefði brotið gegn bannákvæði 45. greinar fjölmiðlalaga. Ákvæðinu væri ætlað að gera notendum kleift að velja bæði myndefni og fjarskiptafyrirtæki án þess að binda sig í viðskiptum við eitt tiltekið fjarskiptafyrirtæki með því að koma í veg fyrir að fyrirtæki sem hafa bæði yfir að ráða myndefni og fjarskiptanetum misnoti þá aðstöðu sína. Þá væri markmiðið að brjóta upp slíkt lóðrétt eignarhald á efni og dreifingu, þar sem hvati gæti verið fyrir einstaka fjölmiðlaþjónustuveitendur að reyna að beina viðskiptavinum sínum að tengdu fjarskiptafyrirtæki.Aðeins deilt um ólínulegt efni Í ákvörðun PFS kemur fram að aðeins hafi verið deilt um ólínulega myndmiðlun; tímaflakk, frelsi og leigu á myndefni. Línulegt sjónvarp Símans nái til allra sjónvarpsdreifikerfa og er tiltækt á fjarskiptanetum allra fjarskiptafyrirtækja á Íslandi. Síminn taldi að bannið við því að beina viðskiptum að tengdu fjarskiptafyrirtæki ætti aðeins við um línulega miðlun en PFS hafnaði þeirri túlkun. PFS taldi jafnframt að þó að Síminn hefði flutt þjónustu sína yfir net Gagnaveitunnar hefði það eitt og sér hefði ekki komið í veg fyrir brotið, því ólínulega myndefnið, Sjónvarp Símans Premium, væri enn einungis dreift yfir IPTV-kerfi og myndlykla Símans. Þar hefði með nokkrum hætti brot Símans verið yfirfært á net Gagnaveitunnar. Níu milljón króna stjórnvaldssektin rennur í ríkissjóðs. Hámarks sektarheimild vegna brotins er tíu milljónir króna.Vísir er í eigu Sýnar hf. sem einnig á Vodafone.
Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira