Segir menntun skipta máli við ráðningu forstjóra Vegagerðarinnar Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 3. júlí 2018 19:15 Bergþóra Þorkelsdóttir var skipaður forstjóri Vegagerðarinnar í síðustu viku, en samgöngu og sveitarstjórnarráðherra skipar í embættið. Umræddur ráðherra Sigurður Ingi Jóhannsson vék frá ráðningu vegna vinskaps hans og Bergþóru og var Lilja Alfreðsdóttir sett ráðherra. Svo fór að samgönguráðherra gleymdi að auglýsa starfið í Lögbirtingablaðinu eins og lög gera ráð fyrir. Því þurfti að framlengja umsóknarfresti um tvær vikur. En vegna framlengingar fjölgaði umsækjendum úr 15 í 25. Skipuð var þriggja manna nefnd til að meta hæfni umsækjenda. Sérstaka athygli vakti að engrar sérmenntunar á borð við verkfræðimenntun var krafist í auglýstu starfi, líkt og gert var árið 2008 þegar Hreinn Haraldsson var ráðinn. Ekki náðist í Ara Kristinn Jónsson, formann nefndarinnar við vinnslu fréttarinnar.Bergþóra Þorkelsdóttir er menntaður dýralæknir en hefur sinnt stjórnunarstöðum síðustu tuttugu ár.vísir/gvaVerkfræðingafélag Íslands hefur gagnrýnt ráðninguna, en félagið óskaði eftir skýringum frá ráðuneytinu vegna hæfniskrafna. Félagið gerir alvarlegar athugasemdir við að ekki sé gerð krafa um viðeigandi háskólamenntun. „Við hjá Verkfræðingafélaginu gerðum athugasemd við það að í auglýsingunni var sagt var menntun eða reynsla væri nægjanleg. Við teljum að í svona mikilvægum störfum á borð við stjórnun umfangsmikla ríkisstofnanna líkt og Vegagerðin er, þurfi menntun og reynslu, segir Páll Gíslason, formaður Verkfræðingafélags Íslands. Í skriflegu svari frá ráðuneytinu kemur fram að: „Ráðuneytið ákvað að leggja fyrst og fremst áherslu á að finna hæfasta stjórnandann sem völ væri á, óháð tiltekinni menntun. Leitað var eftir einstaklingi með leiðtogahæfileika, sem væri framsýnn í hugsun, hefði sýnt hæfni í samskiptum og samvinnu og hefði metnað til að ná árangri í þágu almennings og atvinnulífs“ „Forstjórinn er sá sem rekur Vegagerðina, sem er veghaldari og rekur því vegakerfi landsins. Mikilvægt er að til staðar sé ekki einungis stjórnunarþekking. Það þarf eitthvað fleira. Þetta snýst um að menn geri kröfur um menntun og reynslu þegar verið er að ráða í mikilvæg störf ríkisins,“ segir Páll. Ráðningar Tengdar fréttir Bergþóra skipuð forstjóri Vegagerðarinnar Bergþóra Þorkelsdóttir dýralæknir hefur verið skipuð forstjóri Vegagerðarinnar. 1. júlí 2018 14:17 Segist ekkert hafa rætt við Sigurð Inga um skipan vegamálastjóra Fjórir voru kallaðir í viðtöl. Bergþóra Þorkelsdóttir var metin hæfust, bæði af hæfisnefnd og ráðherra. 2. júlí 2018 14:05 Skipun forstjóra Vegagerðarinnar: Níu stiga munur á tveimur efstu í einkunnagjöf hæfnisnefndar Nýskipaður forstjóri Vegagerðarinnar, Bergþóra Þorkelsdóttir, dýralæknir, fékk alls 365 stig af 400 mögulegum í einkunnagjöf hæfnisnefndar sem skipuð var til að meta umsækjendur um starf forstjórans. 2. júlí 2018 20:00 Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Erlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Fleiri fréttir Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Sjá meira
Bergþóra Þorkelsdóttir var skipaður forstjóri Vegagerðarinnar í síðustu viku, en samgöngu og sveitarstjórnarráðherra skipar í embættið. Umræddur ráðherra Sigurður Ingi Jóhannsson vék frá ráðningu vegna vinskaps hans og Bergþóru og var Lilja Alfreðsdóttir sett ráðherra. Svo fór að samgönguráðherra gleymdi að auglýsa starfið í Lögbirtingablaðinu eins og lög gera ráð fyrir. Því þurfti að framlengja umsóknarfresti um tvær vikur. En vegna framlengingar fjölgaði umsækjendum úr 15 í 25. Skipuð var þriggja manna nefnd til að meta hæfni umsækjenda. Sérstaka athygli vakti að engrar sérmenntunar á borð við verkfræðimenntun var krafist í auglýstu starfi, líkt og gert var árið 2008 þegar Hreinn Haraldsson var ráðinn. Ekki náðist í Ara Kristinn Jónsson, formann nefndarinnar við vinnslu fréttarinnar.Bergþóra Þorkelsdóttir er menntaður dýralæknir en hefur sinnt stjórnunarstöðum síðustu tuttugu ár.vísir/gvaVerkfræðingafélag Íslands hefur gagnrýnt ráðninguna, en félagið óskaði eftir skýringum frá ráðuneytinu vegna hæfniskrafna. Félagið gerir alvarlegar athugasemdir við að ekki sé gerð krafa um viðeigandi háskólamenntun. „Við hjá Verkfræðingafélaginu gerðum athugasemd við það að í auglýsingunni var sagt var menntun eða reynsla væri nægjanleg. Við teljum að í svona mikilvægum störfum á borð við stjórnun umfangsmikla ríkisstofnanna líkt og Vegagerðin er, þurfi menntun og reynslu, segir Páll Gíslason, formaður Verkfræðingafélags Íslands. Í skriflegu svari frá ráðuneytinu kemur fram að: „Ráðuneytið ákvað að leggja fyrst og fremst áherslu á að finna hæfasta stjórnandann sem völ væri á, óháð tiltekinni menntun. Leitað var eftir einstaklingi með leiðtogahæfileika, sem væri framsýnn í hugsun, hefði sýnt hæfni í samskiptum og samvinnu og hefði metnað til að ná árangri í þágu almennings og atvinnulífs“ „Forstjórinn er sá sem rekur Vegagerðina, sem er veghaldari og rekur því vegakerfi landsins. Mikilvægt er að til staðar sé ekki einungis stjórnunarþekking. Það þarf eitthvað fleira. Þetta snýst um að menn geri kröfur um menntun og reynslu þegar verið er að ráða í mikilvæg störf ríkisins,“ segir Páll.
Ráðningar Tengdar fréttir Bergþóra skipuð forstjóri Vegagerðarinnar Bergþóra Þorkelsdóttir dýralæknir hefur verið skipuð forstjóri Vegagerðarinnar. 1. júlí 2018 14:17 Segist ekkert hafa rætt við Sigurð Inga um skipan vegamálastjóra Fjórir voru kallaðir í viðtöl. Bergþóra Þorkelsdóttir var metin hæfust, bæði af hæfisnefnd og ráðherra. 2. júlí 2018 14:05 Skipun forstjóra Vegagerðarinnar: Níu stiga munur á tveimur efstu í einkunnagjöf hæfnisnefndar Nýskipaður forstjóri Vegagerðarinnar, Bergþóra Þorkelsdóttir, dýralæknir, fékk alls 365 stig af 400 mögulegum í einkunnagjöf hæfnisnefndar sem skipuð var til að meta umsækjendur um starf forstjórans. 2. júlí 2018 20:00 Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Erlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Fleiri fréttir Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Sjá meira
Bergþóra skipuð forstjóri Vegagerðarinnar Bergþóra Þorkelsdóttir dýralæknir hefur verið skipuð forstjóri Vegagerðarinnar. 1. júlí 2018 14:17
Segist ekkert hafa rætt við Sigurð Inga um skipan vegamálastjóra Fjórir voru kallaðir í viðtöl. Bergþóra Þorkelsdóttir var metin hæfust, bæði af hæfisnefnd og ráðherra. 2. júlí 2018 14:05
Skipun forstjóra Vegagerðarinnar: Níu stiga munur á tveimur efstu í einkunnagjöf hæfnisnefndar Nýskipaður forstjóri Vegagerðarinnar, Bergþóra Þorkelsdóttir, dýralæknir, fékk alls 365 stig af 400 mögulegum í einkunnagjöf hæfnisnefndar sem skipuð var til að meta umsækjendur um starf forstjórans. 2. júlí 2018 20:00