Húsleitin reyndist Green heilladrjúg Kristinn Ingi Jónsson skrifar 4. júlí 2018 06:00 Öll spjót standa á Philip Green eftir fall verslanakeðjunnar BHS sumarið 2016. 11 þúsund manns misstu vinnuna og um 20 þúsund glötuðu lífeyri sínum. Mikil gagnrýni hefur komið fram á Green vegna þess hvernig hann skildi við keðjuna þegar hann seldi hana ári áður. Vísir/Getty Þrátt fyrir að Philip Green hafi reiðst Baugsmönnum mjög þegar hann frétti af því að efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra hefði ráðist inn í skrifstofur Baugs við Túngötu, þá átti innrásin eftir að reynast breska auðjöfrinum afar heilladrjúg. Hún var „verk guðs“ sem færði honum tískukeðjuna Topshop, eina af hans arðsömustu fjárfestingum, en að öðrum kosti hefði keðjan fallið Baugi í skaut. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í bókinni „Damaged Goods“ eftir Oliver Shah, viðskiptaritstjóra breska dagblaðsins The Sunday Times, sem kom út í síðustu viku og fjallar um skrautlegan feril hins umdeilda kaupsýslumanns. Húsleit ríkislögreglustjóra, sem var gerð í ágúst árið 2002, í kjölfar kæru Jóns Geralds Sullenberger á hendur forsvarsmönnum Baugs, þar á meðal Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, gerði það að verkum að áform Baugs og Philips Green um að taka í sameiningu yfir bresku verslanakeðjuna Arcadia runnu út í sandinn, bæði Baugi og Green til mikillar gremju. „Ég vildi óska þess að ég hefði aldrei hitt ykkur. Ég veit ekki hvar Ísland er og mér er nákvæmlega sama. Svo mikið veit ég þó að það búa ekki margir á Íslandi. Hvernig get ég verið svo ólánsamur að af þeim fjórum Íslendingum sem ég hef hitt eru þrír þeirra til rannsóknar?“ á Green að hafa sagt við ráðgjafa Baugs á neyðarfundi í húsakynnum British Home Stores, verslanakeðju Greens, við Marylebone Road í Lundúnum sama dag og hann frétti af aðgerðum lögreglunnar á Íslandi. Sameiginlegt yfirtökuboð Baugs, sem átti þegar 20 prósenta hlut í Arcadia, og Greens byggðist á þeirri hugmynd að Baugur fengi í sinn hlut þær keðjur Arcadia sem höfðuðu fremur til yngri fatakaupenda, svo sem Topshop, Topman og Miss Selfridge, en Green myndi eignast samstæðuna að öðru leyti, til dæmis keðjurnar Burton og Dorothy Perkins.Hélt að Helgi væri að grínast Shah fjallar um í bókinni hvernig áhugi Baugs á að eignast hlut í Arcadia hafi kviknað síðla árs 2000. Helgi Bergs, sem starfaði í fyrirtækjaráðgjöf Kaupþings, einum af ráðgjöfum Baugs, hafði þá samband við bankamann hjá Deutsche Bank, John Richards að nafni, og sagði honum frá áhuga íslenska félagsins. „Í fyrstu hélt Richards að Helgi væri að grínast,“ segir í bókinni. Jón Ásgeir hafi virst „ólíklegur kaupandi“ að einni þekktustu verslanakeðju Bretlands. Richards komst hins vegar að hinu rétta eftir að hann flaug til Íslands og kynnti sér rekstur Baugs. Hann sá að Jóni Ásgeiri var alvara og ákvað að lána Baugi nægilegt fé til þess að félagið gæti keypt 20 prósenta hlut í Arcadia. Í október árið 2001 sendu ráðgjafar Arcadia fyrir slysni trúnaðarbréf á rangt faxnúmer og neyddist verslanakeðjan í kjölfarið til þess að upplýsa um að henni hefði borist yfirtökutilboð upp á 568 milljónir punda frá Baugi. Stjórn Arcadia taldi viðræðurnar við Íslendingana hins vegar ekki ganga nógu hratt fyrir sig og ákvað því snemma árs 2002 að slíta þeim.Bókakápan.Fregnirnar vöktu athygli annarra fjárfesta, þar á meðal Philips Green, sem var á höttunum eftir álitlegum viðskiptatækifærum. Fyrir milligöngu áðurnefnds Johns Richard komst Green fljótlega í samband við Jón Ásgeir. Tvímenningarnir ákváðu, sem áður sagði, að reyna að yfirtaka verslanakeðjuna í sameiningu og fékk tilraunin, að sögn Shahs, heitið „Project Anaconda“ í höfuðið á kyrkislöngunni sem er þekkt fyrir að kreista bráð sína til dauða. Green hafði misst af tækifærinu til þess að kaupa Arcadia á meðan fjárhagsstaða keðjunnar var bágborin og hlutabréfaverðið því lágt og Stuart Rose, sem hafði sem nýr forstjóri Arcadia komið rekstri keðjunnar á réttan kjöl, reyndist honum auk þess óþægur ljár í þúfu í samningaviðræðunum. Green og Jón Ásgeir þurftu að hækka tilboð sitt í nokkur skipti eða upp í allt að 850 milljónir dala, að kaupréttum meðtöldum, áður en fregnir bárust af húsleitinni á skrifstofum Baugs og viðræðurnar fóru út um þúfur.Öskrandi af bræði Shah segir að þegar hafi verið „spenna“ í sambandi Greens og Jóns Ásgeirs. Er Green sagður hafa gert „mjög einbeitta tilraun“ til þess að bola Jóni Ásgeiri frá samningaborðinu svo Green gæti sjálfur stýrt viðræðunum. Húsleitin myndi „augljóslega“ gera Jóni Ásgeiri ómögulegt að kaupa einhverjar keðjur Arcadia. Í bókinni er Bretinn sagður hafa trompast þegar hann las um lögregluaðgerðirnar á fréttavef Reuters og kallað Íslendingana öllum illum nöfnum á neyðarfundi í húsakynnum BHS að kvöldi sama dags. „Þið hafið skilið mig eftir uppi í stiga sem er um það bil að verða sparkað niður,“ sagði Green. Peter Cummings, bankamaður hjá Halifax Bank of Scotland, bjargaði hins vegar deginum fyrir Green. Cummings hafði þegar samþykkt að lána honum 700 milljónir dala en eftir eitt stutt símtal hækkaði hann lánið í 800 milljónir til þess að Green gæti „losað sig við“ Íslendingana. Nokkrum dögum síðar keypti Green 20 prósenta hlut Baugs í Arcadia eftir langar viðræður á næturfundi þar sem Bretinn er sagður hafa sleppt sér við einn af ráðgjöfum Baugs hjá Deutsche Bank, gripið í jakkakragann hans og látið öryggisverði sína henda honum út. Eftir að hafa gengið frá kaupunum á hlut Baugs lauk hann yfirtökunni á Arcadia. „Lýg ekki að konu“ Jón Ásgeir var með súrt bragð í munni, að því er segir í bók Shahs. Hann er sagður hafa talið Green hafa lofað að selja sér Topshop síðar meir. Það hafi verið hluti af samkomulagi þeirra. Í bókinni er greint frá því þegar hann heimsótti Green ásamt Ingibjörgu Stefaníu Pálmadóttur, eiginkonu sinni, og lögfræðingi þar sem Green tók í höndina á Ingibjörgu og sagði: „Ég myndi aldrei ljúga að konu.“ Á hverju ári næstu fimm árin – á meðan Topshop óx hröðum skrefum – sendi Jón Ásgeir Green smáskilaboð og spurði: „Hvenær ætlum við að klára samninginn?“ Yfirtaka Greens reyndist afar ábatasöm og það sama má segja um fjárfestingu Baugs í Arcadia, þrátt fyrir að félagið hafi orðið af miklum hagnaði vegna lögregluaðgerðanna hér heima. Er talið að hagnaður Baugs af fjárfestingunni – hátt í átta milljarðar króna á þeim tíma – hafi lagt grunninn að frekari umsvifum verslunarveldisins í Bretlandi. Baugsmálið Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Nálægt því að eignast Marks & Spencer Sir Philip Green er í nýrri bók sagður hafa verið nálægt því að eignast bresku verslanakeðjuna Marks & Spencer árið 2004. Hann féll frá tilboði sínu þar sem hann taldi sig ekki eiga stuðning stjórnarinnar vísan. 27. júní 2018 08:00 Philip Green vill selja Topshop Eignasafn Arcadia telur um 2.800 verslanir um heiminn. 19. febrúar 2018 06:00 Mest lesið Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Viðskipti innlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Fleiri fréttir Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Sjá meira
Þrátt fyrir að Philip Green hafi reiðst Baugsmönnum mjög þegar hann frétti af því að efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra hefði ráðist inn í skrifstofur Baugs við Túngötu, þá átti innrásin eftir að reynast breska auðjöfrinum afar heilladrjúg. Hún var „verk guðs“ sem færði honum tískukeðjuna Topshop, eina af hans arðsömustu fjárfestingum, en að öðrum kosti hefði keðjan fallið Baugi í skaut. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í bókinni „Damaged Goods“ eftir Oliver Shah, viðskiptaritstjóra breska dagblaðsins The Sunday Times, sem kom út í síðustu viku og fjallar um skrautlegan feril hins umdeilda kaupsýslumanns. Húsleit ríkislögreglustjóra, sem var gerð í ágúst árið 2002, í kjölfar kæru Jóns Geralds Sullenberger á hendur forsvarsmönnum Baugs, þar á meðal Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, gerði það að verkum að áform Baugs og Philips Green um að taka í sameiningu yfir bresku verslanakeðjuna Arcadia runnu út í sandinn, bæði Baugi og Green til mikillar gremju. „Ég vildi óska þess að ég hefði aldrei hitt ykkur. Ég veit ekki hvar Ísland er og mér er nákvæmlega sama. Svo mikið veit ég þó að það búa ekki margir á Íslandi. Hvernig get ég verið svo ólánsamur að af þeim fjórum Íslendingum sem ég hef hitt eru þrír þeirra til rannsóknar?“ á Green að hafa sagt við ráðgjafa Baugs á neyðarfundi í húsakynnum British Home Stores, verslanakeðju Greens, við Marylebone Road í Lundúnum sama dag og hann frétti af aðgerðum lögreglunnar á Íslandi. Sameiginlegt yfirtökuboð Baugs, sem átti þegar 20 prósenta hlut í Arcadia, og Greens byggðist á þeirri hugmynd að Baugur fengi í sinn hlut þær keðjur Arcadia sem höfðuðu fremur til yngri fatakaupenda, svo sem Topshop, Topman og Miss Selfridge, en Green myndi eignast samstæðuna að öðru leyti, til dæmis keðjurnar Burton og Dorothy Perkins.Hélt að Helgi væri að grínast Shah fjallar um í bókinni hvernig áhugi Baugs á að eignast hlut í Arcadia hafi kviknað síðla árs 2000. Helgi Bergs, sem starfaði í fyrirtækjaráðgjöf Kaupþings, einum af ráðgjöfum Baugs, hafði þá samband við bankamann hjá Deutsche Bank, John Richards að nafni, og sagði honum frá áhuga íslenska félagsins. „Í fyrstu hélt Richards að Helgi væri að grínast,“ segir í bókinni. Jón Ásgeir hafi virst „ólíklegur kaupandi“ að einni þekktustu verslanakeðju Bretlands. Richards komst hins vegar að hinu rétta eftir að hann flaug til Íslands og kynnti sér rekstur Baugs. Hann sá að Jóni Ásgeiri var alvara og ákvað að lána Baugi nægilegt fé til þess að félagið gæti keypt 20 prósenta hlut í Arcadia. Í október árið 2001 sendu ráðgjafar Arcadia fyrir slysni trúnaðarbréf á rangt faxnúmer og neyddist verslanakeðjan í kjölfarið til þess að upplýsa um að henni hefði borist yfirtökutilboð upp á 568 milljónir punda frá Baugi. Stjórn Arcadia taldi viðræðurnar við Íslendingana hins vegar ekki ganga nógu hratt fyrir sig og ákvað því snemma árs 2002 að slíta þeim.Bókakápan.Fregnirnar vöktu athygli annarra fjárfesta, þar á meðal Philips Green, sem var á höttunum eftir álitlegum viðskiptatækifærum. Fyrir milligöngu áðurnefnds Johns Richard komst Green fljótlega í samband við Jón Ásgeir. Tvímenningarnir ákváðu, sem áður sagði, að reyna að yfirtaka verslanakeðjuna í sameiningu og fékk tilraunin, að sögn Shahs, heitið „Project Anaconda“ í höfuðið á kyrkislöngunni sem er þekkt fyrir að kreista bráð sína til dauða. Green hafði misst af tækifærinu til þess að kaupa Arcadia á meðan fjárhagsstaða keðjunnar var bágborin og hlutabréfaverðið því lágt og Stuart Rose, sem hafði sem nýr forstjóri Arcadia komið rekstri keðjunnar á réttan kjöl, reyndist honum auk þess óþægur ljár í þúfu í samningaviðræðunum. Green og Jón Ásgeir þurftu að hækka tilboð sitt í nokkur skipti eða upp í allt að 850 milljónir dala, að kaupréttum meðtöldum, áður en fregnir bárust af húsleitinni á skrifstofum Baugs og viðræðurnar fóru út um þúfur.Öskrandi af bræði Shah segir að þegar hafi verið „spenna“ í sambandi Greens og Jóns Ásgeirs. Er Green sagður hafa gert „mjög einbeitta tilraun“ til þess að bola Jóni Ásgeiri frá samningaborðinu svo Green gæti sjálfur stýrt viðræðunum. Húsleitin myndi „augljóslega“ gera Jóni Ásgeiri ómögulegt að kaupa einhverjar keðjur Arcadia. Í bókinni er Bretinn sagður hafa trompast þegar hann las um lögregluaðgerðirnar á fréttavef Reuters og kallað Íslendingana öllum illum nöfnum á neyðarfundi í húsakynnum BHS að kvöldi sama dags. „Þið hafið skilið mig eftir uppi í stiga sem er um það bil að verða sparkað niður,“ sagði Green. Peter Cummings, bankamaður hjá Halifax Bank of Scotland, bjargaði hins vegar deginum fyrir Green. Cummings hafði þegar samþykkt að lána honum 700 milljónir dala en eftir eitt stutt símtal hækkaði hann lánið í 800 milljónir til þess að Green gæti „losað sig við“ Íslendingana. Nokkrum dögum síðar keypti Green 20 prósenta hlut Baugs í Arcadia eftir langar viðræður á næturfundi þar sem Bretinn er sagður hafa sleppt sér við einn af ráðgjöfum Baugs hjá Deutsche Bank, gripið í jakkakragann hans og látið öryggisverði sína henda honum út. Eftir að hafa gengið frá kaupunum á hlut Baugs lauk hann yfirtökunni á Arcadia. „Lýg ekki að konu“ Jón Ásgeir var með súrt bragð í munni, að því er segir í bók Shahs. Hann er sagður hafa talið Green hafa lofað að selja sér Topshop síðar meir. Það hafi verið hluti af samkomulagi þeirra. Í bókinni er greint frá því þegar hann heimsótti Green ásamt Ingibjörgu Stefaníu Pálmadóttur, eiginkonu sinni, og lögfræðingi þar sem Green tók í höndina á Ingibjörgu og sagði: „Ég myndi aldrei ljúga að konu.“ Á hverju ári næstu fimm árin – á meðan Topshop óx hröðum skrefum – sendi Jón Ásgeir Green smáskilaboð og spurði: „Hvenær ætlum við að klára samninginn?“ Yfirtaka Greens reyndist afar ábatasöm og það sama má segja um fjárfestingu Baugs í Arcadia, þrátt fyrir að félagið hafi orðið af miklum hagnaði vegna lögregluaðgerðanna hér heima. Er talið að hagnaður Baugs af fjárfestingunni – hátt í átta milljarðar króna á þeim tíma – hafi lagt grunninn að frekari umsvifum verslunarveldisins í Bretlandi.
Baugsmálið Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Nálægt því að eignast Marks & Spencer Sir Philip Green er í nýrri bók sagður hafa verið nálægt því að eignast bresku verslanakeðjuna Marks & Spencer árið 2004. Hann féll frá tilboði sínu þar sem hann taldi sig ekki eiga stuðning stjórnarinnar vísan. 27. júní 2018 08:00 Philip Green vill selja Topshop Eignasafn Arcadia telur um 2.800 verslanir um heiminn. 19. febrúar 2018 06:00 Mest lesið Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Viðskipti innlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Fleiri fréttir Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Sjá meira
Nálægt því að eignast Marks & Spencer Sir Philip Green er í nýrri bók sagður hafa verið nálægt því að eignast bresku verslanakeðjuna Marks & Spencer árið 2004. Hann féll frá tilboði sínu þar sem hann taldi sig ekki eiga stuðning stjórnarinnar vísan. 27. júní 2018 08:00
Philip Green vill selja Topshop Eignasafn Arcadia telur um 2.800 verslanir um heiminn. 19. febrúar 2018 06:00