Hvalur seldi birgðir af hval fyrir 860 milljónir Kristinn Ingi Jónsson skrifar 4. júlí 2018 06:00 Kristján Loftsson, forstjóri Hvals. VÍSIR/ANTON Hvalur seldi hvalaafurðir fyrir 863 milljónir króna á síðasta rekstrarári félagsins sem lauk í september í fyrra. Salan dróst saman um 31 prósent frá fyrra rekstrarári þegar hún nam um 1.247 milljónum króna, að því er fram kemur í ársreikningi Hvals. Félagið átti hvalkjötsbirgðir að virði 1.880 milljónir króna í lok september í fyrra en til samanburðar voru birgðirnar metnar á 2.560 milljónir í lok september árið 2016. Hvalur hagnaðist um tæpa 1,5 milljarða króna frá tímabilinu 1. október 2016 til 30. september 2017 og dróst hagnaðurinn saman um ríflega 515 milljónir á milli rekstrarára. Tekjur félagsins námu ríflega 2,8 milljörðum króna á tímabilinu og munaði þar mestu um tekjur af eignarhlutum þess í HB Granda, Hampiðjunni og Nýherja sem námu samanlagt allt að 1,6 milljörðum. Rekstrargjöld Hvals voru tæpir 1,7 milljarðar á rekstrarárinu en kostnaður vegna reksturs hvalveiðiskipa og hvalstöðvarinnar í Hvalfirði sem og útflutningstengdur kostnaður var um 640 milljónir. Hvalur átti eignir upp á 19,6 milljarða króna í lok september 2017. Skuldirnar námu á sama tíma 2,3 milljörðum og var eigið fé félagsins 17,3 milljarðar. Fiskveiðahlutafélagið Venus, sem er í eigu Kristjáns Loftssonar, forstjóra Hvals, Birnu Loftsdóttur og Sigríðar Vilhjálmsdóttur, er stærsti hluthafi Hvals en félagið átti 39,5 prósenta hlut í lok september í fyrra. Alls eru hluthafar Hvals 113 talsins. Stjórn félagsins lagði í maí síðastliðnum til að greiddur yrði út arður upp á einn milljarð króna til hluthafa. Hvalur gerir út tvö hvalveiðiskip í sumar en skipin hafa heimild til þess að veiða útgefinn kvóta upp á 161 langreyði auk 20 prósenta af ónýttum kvóta síðasta árs. Síðast voru stundaðar veiðar á langreyði sumarið 2015 en þá veiddust 155 langreyðar. Birtist í Fréttablaðinu Hvalveiðar Sjávarútvegur Tengdar fréttir Ráðherra segir ekki rétt að hverfa frá núverandi hvalveiðistefnu Kristján Þór Júlíusson segir stefnuna hafa byggst á að viðhalda rétti til að nýta hvalastofna við landið með sjálfbærum hætti líkt og aðrar lifandi auðlindir hafsins. 28. júní 2018 23:37 Gert að langreyðum í Hvalfirði eftir vélarbilun Upp úr miðjum síðasta mánuði hófust hvalveiðar og fyrstu langreyðar sumarsins dregnar á land. 2. júlí 2018 16:53 „Það er náttúrulega grimmilegt að drepa einhvern sem vill ekki deyja“ Mótmæla á Austurvelli á morgun vegna hvalveiða 30. júní 2018 13:30 Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Samstarf Andri frá Origo til Ofar Viðskipti innlent Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Hvalur seldi hvalaafurðir fyrir 863 milljónir króna á síðasta rekstrarári félagsins sem lauk í september í fyrra. Salan dróst saman um 31 prósent frá fyrra rekstrarári þegar hún nam um 1.247 milljónum króna, að því er fram kemur í ársreikningi Hvals. Félagið átti hvalkjötsbirgðir að virði 1.880 milljónir króna í lok september í fyrra en til samanburðar voru birgðirnar metnar á 2.560 milljónir í lok september árið 2016. Hvalur hagnaðist um tæpa 1,5 milljarða króna frá tímabilinu 1. október 2016 til 30. september 2017 og dróst hagnaðurinn saman um ríflega 515 milljónir á milli rekstrarára. Tekjur félagsins námu ríflega 2,8 milljörðum króna á tímabilinu og munaði þar mestu um tekjur af eignarhlutum þess í HB Granda, Hampiðjunni og Nýherja sem námu samanlagt allt að 1,6 milljörðum. Rekstrargjöld Hvals voru tæpir 1,7 milljarðar á rekstrarárinu en kostnaður vegna reksturs hvalveiðiskipa og hvalstöðvarinnar í Hvalfirði sem og útflutningstengdur kostnaður var um 640 milljónir. Hvalur átti eignir upp á 19,6 milljarða króna í lok september 2017. Skuldirnar námu á sama tíma 2,3 milljörðum og var eigið fé félagsins 17,3 milljarðar. Fiskveiðahlutafélagið Venus, sem er í eigu Kristjáns Loftssonar, forstjóra Hvals, Birnu Loftsdóttur og Sigríðar Vilhjálmsdóttur, er stærsti hluthafi Hvals en félagið átti 39,5 prósenta hlut í lok september í fyrra. Alls eru hluthafar Hvals 113 talsins. Stjórn félagsins lagði í maí síðastliðnum til að greiddur yrði út arður upp á einn milljarð króna til hluthafa. Hvalur gerir út tvö hvalveiðiskip í sumar en skipin hafa heimild til þess að veiða útgefinn kvóta upp á 161 langreyði auk 20 prósenta af ónýttum kvóta síðasta árs. Síðast voru stundaðar veiðar á langreyði sumarið 2015 en þá veiddust 155 langreyðar.
Birtist í Fréttablaðinu Hvalveiðar Sjávarútvegur Tengdar fréttir Ráðherra segir ekki rétt að hverfa frá núverandi hvalveiðistefnu Kristján Þór Júlíusson segir stefnuna hafa byggst á að viðhalda rétti til að nýta hvalastofna við landið með sjálfbærum hætti líkt og aðrar lifandi auðlindir hafsins. 28. júní 2018 23:37 Gert að langreyðum í Hvalfirði eftir vélarbilun Upp úr miðjum síðasta mánuði hófust hvalveiðar og fyrstu langreyðar sumarsins dregnar á land. 2. júlí 2018 16:53 „Það er náttúrulega grimmilegt að drepa einhvern sem vill ekki deyja“ Mótmæla á Austurvelli á morgun vegna hvalveiða 30. júní 2018 13:30 Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Samstarf Andri frá Origo til Ofar Viðskipti innlent Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Ráðherra segir ekki rétt að hverfa frá núverandi hvalveiðistefnu Kristján Þór Júlíusson segir stefnuna hafa byggst á að viðhalda rétti til að nýta hvalastofna við landið með sjálfbærum hætti líkt og aðrar lifandi auðlindir hafsins. 28. júní 2018 23:37
Gert að langreyðum í Hvalfirði eftir vélarbilun Upp úr miðjum síðasta mánuði hófust hvalveiðar og fyrstu langreyðar sumarsins dregnar á land. 2. júlí 2018 16:53
„Það er náttúrulega grimmilegt að drepa einhvern sem vill ekki deyja“ Mótmæla á Austurvelli á morgun vegna hvalveiða 30. júní 2018 13:30