Benedikt tekst á við Jón Steinar fyrir Landsrétti Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. júlí 2018 11:34 Gestur Jónsson, lögmaður Jóns Steinars(t.v.) og Jón Steinar (t.h.) hafa báðir verið gagnrýnir á meðferð íslenskra dómstóla á málum sem tengjast efnahagshruninu. Vísir/Vilhelm Benedikt Bogason hæstaréttardómari hefur áfrýjað dómi Héraðsdóms Reykjaness í máli hans gegn Jóni Steinari Gunnlaussyni hæstaréttarlögmanni. Jón Steinar var sýknaður fyrir skrif sín í bókinni „Með lognið í fangið - Um afglöp Hæstaréttar eftir hrun“ en Benedikt taldi ummæli í bókinni ærumeiðandi. Málið hefur verið birt á vef Landsréttar yfir áfrýjuð mál en því var áfrýjað í síðustu viku. Benedikt, sem er starfandi dómari við Hæstarétt Íslands, höfðaði meiðyrðamál gegn Jóni Steinari vegna ummæla í bókinni þar sem fram kemur hvöss gagnrýni Jóns Steinars á dóm Hæstaréttar í máli Baldurs Guðlaugssonar, fyrrverandi ráðuneytisstjóra. Jón sakar dómara sem sátu í meirihluta Hæstaréttar í málinu um að hafa framið dómsmorð á Baldri en hann var sakfelldur fyrir innherjasvik með dómi Hæstaréttar í máli nr. 279/2011.Telur látið undan þrýstingi frá almenningi Skoðun Jón Steinars var sú að dómarar Hæstaréttar hefðu látið þrýsting frá almenningi um sakfellingar í kjölfar efnahagshrunsins hafa áhrif á sig. Þeir hafi því verið hallir undir ákæruvaldið í málinu. Brotið hafi verið gegn réttindum Baldurs með ýmsum hætti og hann hafi verið saklaus dæmdur til fangelsisvistar. Sjálfur hefur Jón Steinar viðurkennt að hafa beitt sér fyrir því að reyna að fá samdómara til að sýkna Baldur en þeir Jón eru nánir vinir. Afhenti hann dómurunum þremur í málinu skjal þar sem hann rökstuddi af hverju þeir ættu að sýkna Baldur, sem þeir gerðu ekki heldur sakfelldu. Í stefnu Benedikts sagði meðal annars: „Þetta gerði stefndi þvert gegn venju og óskráðum siðareglum sem fylgt er í Hæstarétti enda á dómari sem ekki situr í máli og hefur ekki hlýtt á málflutning í málinu ekkert með að blanda sér með þessum hætti í meðferð þess. Þetta á enn frekar við þegar viðkomandi dómari er vanhæfur til þess að fara með viðkomandi mál sökum vinatengsla við aðila máls.“ Reikna má með því að málið verði tekið fyrir í Landsrétti í haust en dómstólar eru komnir í sumarfrí. Dómsmál Tengdar fréttir Jón Steinar sýknaður: Gagnrýni á Hæstarétt var gildisdómur Það var niðurstaða Héraðsdóms Reykjaness í meiðyrðamáli Benedikts Bogasonar gegn Jóni Steinari Gunnlaugssyni að Jón Steinar hafi hvergi í sinni gagnrýni á Hæstarétt sakað Benedikt eða aðra dómara Hæstaréttar um refsiverða háttsemi. Gagnrýni hans á Hæstarétt var því ekki ærumeiðandi. 21. júní 2018 11:37 Reyndi að fá Baldur sýknaðan Fyrrverandi hæstaréttardómarinn Jón Steinar Gunnlaugsson, reyndi að hafa áhrif á niðurstöðu Hæstaréttar í máli vinar síns. 14. nóvember 2017 22:02 Segir dómara stunda lýðskrum með ranglátum dómum Jón Steinar storkar dómurum í nýrri bók og segir þeim að koma bara vilji þeir fara í mál við sig. 2. nóvember 2017 12:37 Benedikt vill tvær milljónir frá Jóni Steinari Vill fimm ummæli í nýrri bók Jóns Steinars dauð og ómerk. 10. nóvember 2017 11:30 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira
Benedikt Bogason hæstaréttardómari hefur áfrýjað dómi Héraðsdóms Reykjaness í máli hans gegn Jóni Steinari Gunnlaussyni hæstaréttarlögmanni. Jón Steinar var sýknaður fyrir skrif sín í bókinni „Með lognið í fangið - Um afglöp Hæstaréttar eftir hrun“ en Benedikt taldi ummæli í bókinni ærumeiðandi. Málið hefur verið birt á vef Landsréttar yfir áfrýjuð mál en því var áfrýjað í síðustu viku. Benedikt, sem er starfandi dómari við Hæstarétt Íslands, höfðaði meiðyrðamál gegn Jóni Steinari vegna ummæla í bókinni þar sem fram kemur hvöss gagnrýni Jóns Steinars á dóm Hæstaréttar í máli Baldurs Guðlaugssonar, fyrrverandi ráðuneytisstjóra. Jón sakar dómara sem sátu í meirihluta Hæstaréttar í málinu um að hafa framið dómsmorð á Baldri en hann var sakfelldur fyrir innherjasvik með dómi Hæstaréttar í máli nr. 279/2011.Telur látið undan þrýstingi frá almenningi Skoðun Jón Steinars var sú að dómarar Hæstaréttar hefðu látið þrýsting frá almenningi um sakfellingar í kjölfar efnahagshrunsins hafa áhrif á sig. Þeir hafi því verið hallir undir ákæruvaldið í málinu. Brotið hafi verið gegn réttindum Baldurs með ýmsum hætti og hann hafi verið saklaus dæmdur til fangelsisvistar. Sjálfur hefur Jón Steinar viðurkennt að hafa beitt sér fyrir því að reyna að fá samdómara til að sýkna Baldur en þeir Jón eru nánir vinir. Afhenti hann dómurunum þremur í málinu skjal þar sem hann rökstuddi af hverju þeir ættu að sýkna Baldur, sem þeir gerðu ekki heldur sakfelldu. Í stefnu Benedikts sagði meðal annars: „Þetta gerði stefndi þvert gegn venju og óskráðum siðareglum sem fylgt er í Hæstarétti enda á dómari sem ekki situr í máli og hefur ekki hlýtt á málflutning í málinu ekkert með að blanda sér með þessum hætti í meðferð þess. Þetta á enn frekar við þegar viðkomandi dómari er vanhæfur til þess að fara með viðkomandi mál sökum vinatengsla við aðila máls.“ Reikna má með því að málið verði tekið fyrir í Landsrétti í haust en dómstólar eru komnir í sumarfrí.
Dómsmál Tengdar fréttir Jón Steinar sýknaður: Gagnrýni á Hæstarétt var gildisdómur Það var niðurstaða Héraðsdóms Reykjaness í meiðyrðamáli Benedikts Bogasonar gegn Jóni Steinari Gunnlaugssyni að Jón Steinar hafi hvergi í sinni gagnrýni á Hæstarétt sakað Benedikt eða aðra dómara Hæstaréttar um refsiverða háttsemi. Gagnrýni hans á Hæstarétt var því ekki ærumeiðandi. 21. júní 2018 11:37 Reyndi að fá Baldur sýknaðan Fyrrverandi hæstaréttardómarinn Jón Steinar Gunnlaugsson, reyndi að hafa áhrif á niðurstöðu Hæstaréttar í máli vinar síns. 14. nóvember 2017 22:02 Segir dómara stunda lýðskrum með ranglátum dómum Jón Steinar storkar dómurum í nýrri bók og segir þeim að koma bara vilji þeir fara í mál við sig. 2. nóvember 2017 12:37 Benedikt vill tvær milljónir frá Jóni Steinari Vill fimm ummæli í nýrri bók Jóns Steinars dauð og ómerk. 10. nóvember 2017 11:30 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira
Jón Steinar sýknaður: Gagnrýni á Hæstarétt var gildisdómur Það var niðurstaða Héraðsdóms Reykjaness í meiðyrðamáli Benedikts Bogasonar gegn Jóni Steinari Gunnlaugssyni að Jón Steinar hafi hvergi í sinni gagnrýni á Hæstarétt sakað Benedikt eða aðra dómara Hæstaréttar um refsiverða háttsemi. Gagnrýni hans á Hæstarétt var því ekki ærumeiðandi. 21. júní 2018 11:37
Reyndi að fá Baldur sýknaðan Fyrrverandi hæstaréttardómarinn Jón Steinar Gunnlaugsson, reyndi að hafa áhrif á niðurstöðu Hæstaréttar í máli vinar síns. 14. nóvember 2017 22:02
Segir dómara stunda lýðskrum með ranglátum dómum Jón Steinar storkar dómurum í nýrri bók og segir þeim að koma bara vilji þeir fara í mál við sig. 2. nóvember 2017 12:37
Benedikt vill tvær milljónir frá Jóni Steinari Vill fimm ummæli í nýrri bók Jóns Steinars dauð og ómerk. 10. nóvember 2017 11:30