Benedikt tekst á við Jón Steinar fyrir Landsrétti Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. júlí 2018 11:34 Gestur Jónsson, lögmaður Jóns Steinars(t.v.) og Jón Steinar (t.h.) hafa báðir verið gagnrýnir á meðferð íslenskra dómstóla á málum sem tengjast efnahagshruninu. Vísir/Vilhelm Benedikt Bogason hæstaréttardómari hefur áfrýjað dómi Héraðsdóms Reykjaness í máli hans gegn Jóni Steinari Gunnlaussyni hæstaréttarlögmanni. Jón Steinar var sýknaður fyrir skrif sín í bókinni „Með lognið í fangið - Um afglöp Hæstaréttar eftir hrun“ en Benedikt taldi ummæli í bókinni ærumeiðandi. Málið hefur verið birt á vef Landsréttar yfir áfrýjuð mál en því var áfrýjað í síðustu viku. Benedikt, sem er starfandi dómari við Hæstarétt Íslands, höfðaði meiðyrðamál gegn Jóni Steinari vegna ummæla í bókinni þar sem fram kemur hvöss gagnrýni Jóns Steinars á dóm Hæstaréttar í máli Baldurs Guðlaugssonar, fyrrverandi ráðuneytisstjóra. Jón sakar dómara sem sátu í meirihluta Hæstaréttar í málinu um að hafa framið dómsmorð á Baldri en hann var sakfelldur fyrir innherjasvik með dómi Hæstaréttar í máli nr. 279/2011.Telur látið undan þrýstingi frá almenningi Skoðun Jón Steinars var sú að dómarar Hæstaréttar hefðu látið þrýsting frá almenningi um sakfellingar í kjölfar efnahagshrunsins hafa áhrif á sig. Þeir hafi því verið hallir undir ákæruvaldið í málinu. Brotið hafi verið gegn réttindum Baldurs með ýmsum hætti og hann hafi verið saklaus dæmdur til fangelsisvistar. Sjálfur hefur Jón Steinar viðurkennt að hafa beitt sér fyrir því að reyna að fá samdómara til að sýkna Baldur en þeir Jón eru nánir vinir. Afhenti hann dómurunum þremur í málinu skjal þar sem hann rökstuddi af hverju þeir ættu að sýkna Baldur, sem þeir gerðu ekki heldur sakfelldu. Í stefnu Benedikts sagði meðal annars: „Þetta gerði stefndi þvert gegn venju og óskráðum siðareglum sem fylgt er í Hæstarétti enda á dómari sem ekki situr í máli og hefur ekki hlýtt á málflutning í málinu ekkert með að blanda sér með þessum hætti í meðferð þess. Þetta á enn frekar við þegar viðkomandi dómari er vanhæfur til þess að fara með viðkomandi mál sökum vinatengsla við aðila máls.“ Reikna má með því að málið verði tekið fyrir í Landsrétti í haust en dómstólar eru komnir í sumarfrí. Dómsmál Tengdar fréttir Jón Steinar sýknaður: Gagnrýni á Hæstarétt var gildisdómur Það var niðurstaða Héraðsdóms Reykjaness í meiðyrðamáli Benedikts Bogasonar gegn Jóni Steinari Gunnlaugssyni að Jón Steinar hafi hvergi í sinni gagnrýni á Hæstarétt sakað Benedikt eða aðra dómara Hæstaréttar um refsiverða háttsemi. Gagnrýni hans á Hæstarétt var því ekki ærumeiðandi. 21. júní 2018 11:37 Reyndi að fá Baldur sýknaðan Fyrrverandi hæstaréttardómarinn Jón Steinar Gunnlaugsson, reyndi að hafa áhrif á niðurstöðu Hæstaréttar í máli vinar síns. 14. nóvember 2017 22:02 Segir dómara stunda lýðskrum með ranglátum dómum Jón Steinar storkar dómurum í nýrri bók og segir þeim að koma bara vilji þeir fara í mál við sig. 2. nóvember 2017 12:37 Benedikt vill tvær milljónir frá Jóni Steinari Vill fimm ummæli í nýrri bók Jóns Steinars dauð og ómerk. 10. nóvember 2017 11:30 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira
Benedikt Bogason hæstaréttardómari hefur áfrýjað dómi Héraðsdóms Reykjaness í máli hans gegn Jóni Steinari Gunnlaussyni hæstaréttarlögmanni. Jón Steinar var sýknaður fyrir skrif sín í bókinni „Með lognið í fangið - Um afglöp Hæstaréttar eftir hrun“ en Benedikt taldi ummæli í bókinni ærumeiðandi. Málið hefur verið birt á vef Landsréttar yfir áfrýjuð mál en því var áfrýjað í síðustu viku. Benedikt, sem er starfandi dómari við Hæstarétt Íslands, höfðaði meiðyrðamál gegn Jóni Steinari vegna ummæla í bókinni þar sem fram kemur hvöss gagnrýni Jóns Steinars á dóm Hæstaréttar í máli Baldurs Guðlaugssonar, fyrrverandi ráðuneytisstjóra. Jón sakar dómara sem sátu í meirihluta Hæstaréttar í málinu um að hafa framið dómsmorð á Baldri en hann var sakfelldur fyrir innherjasvik með dómi Hæstaréttar í máli nr. 279/2011.Telur látið undan þrýstingi frá almenningi Skoðun Jón Steinars var sú að dómarar Hæstaréttar hefðu látið þrýsting frá almenningi um sakfellingar í kjölfar efnahagshrunsins hafa áhrif á sig. Þeir hafi því verið hallir undir ákæruvaldið í málinu. Brotið hafi verið gegn réttindum Baldurs með ýmsum hætti og hann hafi verið saklaus dæmdur til fangelsisvistar. Sjálfur hefur Jón Steinar viðurkennt að hafa beitt sér fyrir því að reyna að fá samdómara til að sýkna Baldur en þeir Jón eru nánir vinir. Afhenti hann dómurunum þremur í málinu skjal þar sem hann rökstuddi af hverju þeir ættu að sýkna Baldur, sem þeir gerðu ekki heldur sakfelldu. Í stefnu Benedikts sagði meðal annars: „Þetta gerði stefndi þvert gegn venju og óskráðum siðareglum sem fylgt er í Hæstarétti enda á dómari sem ekki situr í máli og hefur ekki hlýtt á málflutning í málinu ekkert með að blanda sér með þessum hætti í meðferð þess. Þetta á enn frekar við þegar viðkomandi dómari er vanhæfur til þess að fara með viðkomandi mál sökum vinatengsla við aðila máls.“ Reikna má með því að málið verði tekið fyrir í Landsrétti í haust en dómstólar eru komnir í sumarfrí.
Dómsmál Tengdar fréttir Jón Steinar sýknaður: Gagnrýni á Hæstarétt var gildisdómur Það var niðurstaða Héraðsdóms Reykjaness í meiðyrðamáli Benedikts Bogasonar gegn Jóni Steinari Gunnlaugssyni að Jón Steinar hafi hvergi í sinni gagnrýni á Hæstarétt sakað Benedikt eða aðra dómara Hæstaréttar um refsiverða háttsemi. Gagnrýni hans á Hæstarétt var því ekki ærumeiðandi. 21. júní 2018 11:37 Reyndi að fá Baldur sýknaðan Fyrrverandi hæstaréttardómarinn Jón Steinar Gunnlaugsson, reyndi að hafa áhrif á niðurstöðu Hæstaréttar í máli vinar síns. 14. nóvember 2017 22:02 Segir dómara stunda lýðskrum með ranglátum dómum Jón Steinar storkar dómurum í nýrri bók og segir þeim að koma bara vilji þeir fara í mál við sig. 2. nóvember 2017 12:37 Benedikt vill tvær milljónir frá Jóni Steinari Vill fimm ummæli í nýrri bók Jóns Steinars dauð og ómerk. 10. nóvember 2017 11:30 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira
Jón Steinar sýknaður: Gagnrýni á Hæstarétt var gildisdómur Það var niðurstaða Héraðsdóms Reykjaness í meiðyrðamáli Benedikts Bogasonar gegn Jóni Steinari Gunnlaugssyni að Jón Steinar hafi hvergi í sinni gagnrýni á Hæstarétt sakað Benedikt eða aðra dómara Hæstaréttar um refsiverða háttsemi. Gagnrýni hans á Hæstarétt var því ekki ærumeiðandi. 21. júní 2018 11:37
Reyndi að fá Baldur sýknaðan Fyrrverandi hæstaréttardómarinn Jón Steinar Gunnlaugsson, reyndi að hafa áhrif á niðurstöðu Hæstaréttar í máli vinar síns. 14. nóvember 2017 22:02
Segir dómara stunda lýðskrum með ranglátum dómum Jón Steinar storkar dómurum í nýrri bók og segir þeim að koma bara vilji þeir fara í mál við sig. 2. nóvember 2017 12:37
Benedikt vill tvær milljónir frá Jóni Steinari Vill fimm ummæli í nýrri bók Jóns Steinars dauð og ómerk. 10. nóvember 2017 11:30