Ný leið til strákanna í hellinum mögulega fundin Atli Ísleifsson skrifar 4. júlí 2018 11:47 Drengirnir fundust á mánudag eftir níu daga leit. Vísir/EPA Umfangsmiklar aðgerðir sem miða að því að ná fótboltastrákunum tólf og þjálfara þeirra sem fastir eru í hellakerfinu í norðurhluta Taílands standa nú yfir. Ríkisstjóri Chiang Rai-héraðs segir að nú búið að sé að finna nýtt hellisop sem kunni að leiða til staðarins þar sem drengirnir hafa nú verið fastir í ellefu daga. Jákvæðar fréttir bárust af liðinu í gær þar sem sérsveit taílenska hersins sendi frá sér nýtt myndband af drengjunum. Þar kynntu þeir sér með nafni, heilsuðu að taílenskum sið, sögðust vera við hestaheilsu og virtust nokkuð brattir þrátt fyrir allt.Governor of Chiang Rai province says the rescue of the 12 boys trapped in a flood cave complex in Thailand will depend on their physical condition and says a new cave discovered is suspected to be connected to Tham Luang Nang Non where the survivors are— Sky News Breaking (@SkyNewsBreak) July 4, 2018 Drengirnir komu í leitirnar á mánudaginn eftir níu daga leit. Vistum hefur verið komið til drengjanna sem sjá þó fram á að þurfa að dvelja í hellinum eitthvað áfram. Tveir liðsmenn sérsveitarinnar munu þó veita drengjunum og þjálfara þeirra félagsskap öllum stundum þar til að þeim verður bjargað. Leiðin upp á yfirborðið er mjög erfið yfirferðar og vegna mikilla rigninga hefur mikið vatn torveldað leiðina enn frekar. Drengirnir eru ekki syndir og þurfa þeir mögulega að hírast í hellinum þar til regntímabilið er á enda eða þá að boruð verði leið að skotinu þar sem þeir dvelja. Sé það rétt að ný leið hafi fundist kann það að auðvelda björgunarstörf, þó að það eigi eftir að koma almennilega í ljós. Drengirnir eru allir í sama fótboltaliði og heimsóttu hellakerfið að lokinni fótboltaæfingu. Fastir í helli í Taílandi Taíland Tengdar fréttir Nýtt myndband sýnir drengina við hestaheilsu Sérsveit tælenska sjóhersins sendi í nótt frá sér nýtt myndband af fótboltadrengjunum tólf, sem fastir eru í helli í norðurhluta landsins. 4. júlí 2018 06:18 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Fleiri fréttir Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Sjá meira
Umfangsmiklar aðgerðir sem miða að því að ná fótboltastrákunum tólf og þjálfara þeirra sem fastir eru í hellakerfinu í norðurhluta Taílands standa nú yfir. Ríkisstjóri Chiang Rai-héraðs segir að nú búið að sé að finna nýtt hellisop sem kunni að leiða til staðarins þar sem drengirnir hafa nú verið fastir í ellefu daga. Jákvæðar fréttir bárust af liðinu í gær þar sem sérsveit taílenska hersins sendi frá sér nýtt myndband af drengjunum. Þar kynntu þeir sér með nafni, heilsuðu að taílenskum sið, sögðust vera við hestaheilsu og virtust nokkuð brattir þrátt fyrir allt.Governor of Chiang Rai province says the rescue of the 12 boys trapped in a flood cave complex in Thailand will depend on their physical condition and says a new cave discovered is suspected to be connected to Tham Luang Nang Non where the survivors are— Sky News Breaking (@SkyNewsBreak) July 4, 2018 Drengirnir komu í leitirnar á mánudaginn eftir níu daga leit. Vistum hefur verið komið til drengjanna sem sjá þó fram á að þurfa að dvelja í hellinum eitthvað áfram. Tveir liðsmenn sérsveitarinnar munu þó veita drengjunum og þjálfara þeirra félagsskap öllum stundum þar til að þeim verður bjargað. Leiðin upp á yfirborðið er mjög erfið yfirferðar og vegna mikilla rigninga hefur mikið vatn torveldað leiðina enn frekar. Drengirnir eru ekki syndir og þurfa þeir mögulega að hírast í hellinum þar til regntímabilið er á enda eða þá að boruð verði leið að skotinu þar sem þeir dvelja. Sé það rétt að ný leið hafi fundist kann það að auðvelda björgunarstörf, þó að það eigi eftir að koma almennilega í ljós. Drengirnir eru allir í sama fótboltaliði og heimsóttu hellakerfið að lokinni fótboltaæfingu.
Fastir í helli í Taílandi Taíland Tengdar fréttir Nýtt myndband sýnir drengina við hestaheilsu Sérsveit tælenska sjóhersins sendi í nótt frá sér nýtt myndband af fótboltadrengjunum tólf, sem fastir eru í helli í norðurhluta landsins. 4. júlí 2018 06:18 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Fleiri fréttir Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Sjá meira
Nýtt myndband sýnir drengina við hestaheilsu Sérsveit tælenska sjóhersins sendi í nótt frá sér nýtt myndband af fótboltadrengjunum tólf, sem fastir eru í helli í norðurhluta landsins. 4. júlí 2018 06:18